SunnudagsMogginn - 20.06.2010, Blaðsíða 6
6 20. júní 2010
Kobe Bryant var aðeins 17 ára
gamall þegar gerði samning við
Los Angeles Lakers árið 1996.
Hann gekk til liðs við liðið strax
eftir menntaskóla. Bryant hafði
verið stjarna í Lower Merion-
skólanum í Pennsylvaníu, sló
met sem Wilt Chamberlain hafði
sett þegar hann spilaði fyrir
Overbrook-menntaskólann í
sama ríki. Þjálfari Bryants í Lo-
wer Merion skólanum sagði að
hann gæti hæglega orðið jafnoki
Michaels Jordans.
Kobe Bean Bryant fæddist 23.
ágúst 1978. Faðir hans, Joe
Bryant, var í NBA í átta ár og
lék síðan á Ítalíu og í Sviss í
átta ár. Bryant ákvað að fara
ekki í háskóla, heldur beint í
NBA, líkt og Kevin Garnett árið
áður.
Bryant varð þrívegis meistari
ásamt Shaquille O’Neal árin
2000 til 2002 og nú hefur hann
unnið titilinn tvö ár í röð. Enginn
leikmaður Lakers hefur skorað
fleiri stig en hann. 2006 skoraði
hann 81 stig í leik og hefur að-
eins Chamberlain gert betur,
100 stig í einum og sama leikn-
um. Bryant vann gullverðlaun
með bandaríska landsliðinu á ól-
ympíuleikunum 2008.
Glæstur
körfuboltaferill
Bryant í búningi Lower Merion-menntaskólans. Reuters
Þ
egar lokaflautan gall valhoppaði Kobe
Bryant um völlinn ær af fögnuði, fimmti
meistaratitillinn var í höfn. Hann hafði
gert lítið úr því að lokarimman í NBA
væri við erkióvininn, Boston Celtics, sem oftar en
ekki hefur lagt stein í götu Los Angeles Lakers.
Fyrir þessa rimmu höfðu liðin mæst 11 sinnum og
Lakers aðeins unnið tvisvar. Einu gilti um fortíð-
ina, sagði Bryant, engu skipti hvort andstæðing-
arnir væru Celtics eða eitthvert annað lið.
En þegar hann var spurður hvort þessi titill hefði
skipt meira máli en fyrri titlar vegna rígsins á milli
Lakers og Celtics og nú hefði hann getað hefnt fyr-
ir ósigurinn gegn Celtics í úrslitunum 2008 sagði
hann: „Ég var að ljúga að ykkur [um ríginn við
Celtics]. Þegar stundin rennur upp verður að ýta
slíku til hliðar, annars tapar maður sér í látunum,
spilar ekki sinn besta körfubolta. En þið vitið hvað
ég þekki leikinn vel. Ég þekki hverja einustu úr-
slitaviðureign Lakers. Ég var með Lakers á heil-
anum og þekki hverja einustu rimmu við Celtics,
þekki alla tölfræðina. Þetta skipti mig öllu máli, en
ég gat ekki einblínt á það, ég varð að einbeita mér
að því að spila.“
En það var ekki bara sigurinn á Boston sem var
sætur. Þegar hann var spurður hvaða þýðingu tit-
illinn hefði svaraði hann: „Bara að nú er ég með
einum fleiri titla en Shaq,“ sagði hann og átti við
Shaquille O’Neal, sem hann vann þrjá titla með hjá
Lakers. „Ég get lagt það inn á reikninginn. Þið vit-
ið hvernig ég er. Ég gleymi engu.“
Hann man þá sennilega líka að nú er hann kominn
með jafnmarga titla og Magic Johnson, sem gerði
Lakers að stórveldi á níunda áratug liðinnar aldar,
og vantar einn meistaratitil til að jafna titlafjölda
Michaels Jordans. Á fimmtudagskvöldið tók
Bryant við verðlaununum úr hendi Bills Russells,
stjörnu Celtics á sjöunda áratugnum. Það er þó
ekki víst að rifjast hafi upp fyrir Bryant að Russell
vann 11 titla á árunum 1957 til 1969.
Ýmsir leikmenn Los Angeles Lakers svöruðu kall-
inu í viðureigninni við Boston, hinn óþreytandi
Derek Fisher, katalóninn Pau Gasol, hinn óút-
reiknanlegi Ron Artest. En án Bryants hefði liðið
aldrei orðið meistari. Í viðureigninni við Boston
skoraði Bryant 28,6 stig að meðaltali, tók átta frá-
köst og gaf 3,9 stoðsendingar. Hann var útnefndur
maður úrslitakeppninnar og átti það fullkomlega
skilið.
Til að verða meistari þarf fjóra sigra og það þurfti
sjö leiki til að útkljá viðureigina milli Los Angeles
og Boston. Bryant hefur í áranna rás mátt heyra að
hann væri ekki leiðtogi, hann væri sjálfselskur og
eigingjarn og sundraði liði sínu frekar en að sam-
eina það. Hafi þessi gagnrýni einhvern tímann átt
rétt á sér hefur Bryant nú rekið af sér slyðruorðið.
Stundum tók hann völdin á vellinum, en stundum
sýndi hann að hann gat treyst félögum sínum og
þá gekk liðinu best.
Gott dæmi um þetta kom undir lok úrslitaleiksins.
Lakers voru með þriggja stiga forskot. Bryant gat
tekið tveggja stiga skot, en ákvað að gefa á Artest,
sem var galopinn rétt fyrir utan þriggja stiga lín-
una. Artest lét skotið ríða af, skoraði þrjú stig og
munurinn var orðinn sex stig. „Hann treysti okk-
ur og lét okkur líða svo vel,“ sagði Artest eftir
leikinn. „Og hann gaf boltann á mig. Hann gefur
boltann aldrei á mig og hann gaf boltann á mig.
Kobe gaf boltann á mig og ég skoraði þrist.“
LA Lakers eru
stórveldi Bryants
Sigurinn á Boston í sjö leikjum
var sætur fyrir fyrirliðann
Úrslitaleikurinn var mjög harður og verða engin fegurðarverðlaun veitt
fyrir hann. Hér er Kobe Bryant á leiðinni í gólfið í baráttunni um boltann.
Reuters
Kobe Bryant hjá LA Lakers hampar verðlaununum
fyrir að vera besti leikmaður úrslitaviðureignarinnar.
Reuters
Vikuspegill
Karl Blöndal kbl@mbl.is
„Við vildum það meira,“ sagði
Jerry Buss, eigandi LA Lakers eft-
ir að lið hans hafði orðið meistari
í 16 skipti, og greip til þekktustu
klisju íþróttanna. Ekkert er hins
vegar hefðbundið við Ron Artest,
hvorki innan vallar né utan. Hann
lék lykilhlutverk í sigri Lakers í
sjöunda leiknum og eftir leikinn
sagði hann: „Ég vil þakka geð-
lækninum mínum.“
Ég vil þakka
geðlækninum
mínum
www.noatun.is
Nóatúni
Nýttu þér nóttina í
Verslanir Nóatúns eru
opnar allan sólarhringinn