SunnudagsMogginn - 20.06.2010, Page 11

SunnudagsMogginn - 20.06.2010, Page 11
20. júní 2010 11 N áttúran er sam- nefnari hönn- unarsýningar sem hefst á laugardag í Ljósafossstöð við Sognið. Ber sýningin yfirskriftina „Náttúr- an í hönnun“ og sýna yfir þrjá- tíu íslenskir hönnuðir verk sín, allt frá húsgögnum til mat- arhönnunar. Sýningarstjórinn Hlín Helga Guðlaugsdóttir segir sýn- inguna, sem er samstarfsverk- efni Hönnunarmiðstöðvar Ís- lands og Landsvirkjunar, bjóða upp á hönnun sem innihaldi vísanir í náttúruna almennt, hvort sem hún er íslensk eða erlend. Efni, form eða inn- blástur verkanna komi frá náttúrunni. „Það verður einn- ig skyggnst inn í hugarheim- inn sem liggur að baki hönn- uninni,“ segir Hlín Helga. „Við gerðum myndband þar sem þrír hönnuðir og einn arkitekt ræða eigin verk og tengingu þeirra við náttúruna. Mynd- bandið verður svo til sýnis. Þetta eru ólíkar nálganir sem þarna birtast enda margir ólíkir hönnuðir á sýningunni.“ Sýningin verður opin alla daga vikunnar og henni lýkur hinn 28. ágúst. kjartan@mbl.is Náttúran í hönnun Hjúfra eftir Hönnu Jónsdóttir. Stálrósir eftir Tinnu Gunn- arsdóttur. Púki og lamb eftir Ragnheiði Ösp Sigurðardóttir. Snagi eftir Tinnu Gunnarsdóttir. Veggplanta eftir Tuesday Project hönnuði. Til hamingju KrisTbjörg Kjeld! Grímuverðlaun fyrir leik í Hænuungunum 16. júní 2010 Borgarlistamaður Reykjavíkur 17. júní 2010 75 ára afmæli 18. júní 2010 Þjóðleikhúsið þakkar Kristbjörgu Kjeld ómetanlegt framlag til íslenskrar leiklistar í gegnum tíðina Hænuungarnir fara aftur á svið 9. september. Sjáumst í haust! www.leikhusid.is ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ

x

SunnudagsMogginn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.