SunnudagsMogginn - 20.06.2010, Side 12

SunnudagsMogginn - 20.06.2010, Side 12
12 20. júní 2010 Mánudagur Haraldur Ingi Þorleifsson tölvur bannaðar í þingsal? MAGNAÐ. Þriðjudagur Eiður Svanberg Guðnason Þeir sem harðast berjast nú gegn verðtryggingu voru börn á þeim ár- um er allur sparnaður brann á báli óðaverðbólgunnar. Spariféð fuðr- aði upp og lán úr bönkum voru gjöf en ekki lán. Viljum við að það ger- ist aftur? Miðvikudagur Jónína Benedikts- dóttir Sölvi skrifar og skrifar og ég tala og tala, er þetta ekki góð lýsing á kynja- hlutverkinu? Vissi ekki að ég gæti talað svona lengi og munað svona margt. Það er dásamlegt að vera hér í þessu fal- lega húsi. Dásamlega fallegt heim- ili og okkur líður vel í USA. Fimmtudagur Bragi Guðmundsson Fyrst Vuvu- zela má ekki banna vegna menn- ingarlegs mikilvægis fyrir Suður- Afríku hef ég ákveðið að taka með mér sauðkind á næsta fótbolta- leik. Fésbók vikunnar flett Eiga fótboltaútsendingar að hafa forgang í sjónvarpinu? K lukkan sjö situr stór hluti þjóð- arinnar geirlímdur við sjón- varpsútsendingu Rík- isútvarpsins. Að fréttatímanum loknum vilja áhorfendur svo fyrir alla muni afgreiða Kastljósið sem allra fyrst og ljúka þar með þegnskyldum dagskammti sínum af fréttum og mál- efnum líðandi stundar. Áður en messugestir ganga til Kastljóss- ins þurfa þeir þó að þreyta fremur skringi- legan lið í guðsþjónustunni: Lestur íþróttafrétta, við mjög misjafnan áhuga áhorfenda. Ætla mætti að helgisiðir eins og kvöldstundin milli upphafs frétta og loka Kastljóss, iðkaðir um áratuga skeið, hefðu þegar kallað á straumlínulögun athafn- arinnar, algera lágmörkun tafa, innskota, japls, jamls og fuðurs. Því kæmi lestur íþróttafrétta milli frétta og Kastljóss sér- fróðum mönnum vafalítið á óvart, að dag- skrárliður sem svo ótrúlega fáir áhorf- endur hafa áhuga á skuli eiga slíkan heiðurssess á gullnasta dagskrártíma dags- ins. Ég hef lengi velt fyrir mér af hverju þetta sé svona? Almennar mætti velta fyrir sér af hverju beinar útsendingar frá íþróttakeppnum eru trekk í trekk látnar valta yfir frétta- tímann, þessa gullnu kvöldstund lands- manna. Sárasjaldan sjást beinar útsend- ingar frá tónleikum eða leiksýningum, hvað þá á fréttatíma, þó í sumum tilvikum gæti áhorf á slíkt staðið íþróttakappleikj- unum jafnfætis. Íþróttir fá svo sannarlega keisaralega forgangsmeðferð í ríkisfjöl- miðlunum en að öllum göfugum íþróttum ólöstuðum leyfi ég mér að efast um að þessar hneigðir ríkisvaldsins megi að fullu útskýra með verðleikum íþróttaiðkunar einum. Vissulega getur íþróttaiðkun aukið mönnum lífsfyllingu og haldið villuráfandi sauðum frá eiturlyfjamisnotkun og annari óhamingju. En mig grunar að skýringuna megi finna í lýðræðisferlinu sjálfu. Íþrótta- félög, aðdáendur þeirra og aðstandendur hafa löngu sannað mátt sinn og megin á pólitíska sviðinu. Þessir hópar virðast vera gríðarlega samheldnir, tilbúnir að taka höndum saman til að tryggja hagsmuni íþróttahreyfingarinnar. Stjórnmálamenn sem heita íþrótta- félögum stuðningi, fyrirgreiðslum og for- gangsmeðferð geta treyst á ómetanlega að- stoð í prófkjörum og kosningum, þar sem getan til að smala kjósendum á kjörstað til að „kjósa rétt“ ræður sigri. Augljóslega get- ur komið sér vel að eiga nokkra vel stað- setta stjórnmálamenn í vasanum þegar nefndir á vegum RÚV eru skipaðar, stefna mótuð í dagskrármálum, fjárútlát til íþróttahreyfinga ákveðin og ákvarðanir um byggingu nýrra íþróttamannvirkja teknar. Margir hagsmunahópar samfélagsins geta smalað í mótmæli, en enginn hefur viðlíka smölunarvald á stærðargráðu kosninga og íþróttafélögin. Sterk ítök þeirra innan hins opinbera eru því tryggð um fyrirsjáanlega framtíð. Við þessu er lítið að gera þar sem að í lýðræðisþjóðfélagi er ríkisvaldið í höndum þeirra sem eiga atkvæðin. Ætli maður neyð- ist ekki bara til að læra að elska fótbolta! MÓTI Þórarinn Sigurðsson háskólanemi Þ að er bláköld staðreynd að knattspyrna er vinsælasta íþrótt í heimi og í samræmi við það er Heimsmeistarkeppnin í knattspyrnu karla vinsælasti íþrótta- viðburður í heimi. Ísland er engin undantekning frá regl- unni þar sem knattspyrna er langvinsæl- asta íþrótt landsins og leikir frá HM í Suð- ur-Afríku, sem sýndir eru í Ríkissjónvarpinu, munu vafalítið raða sér í efstu sætin á listum yfir sjónvarpsáhorf næsta mánuðinn eða svo. RÚV malar því gull í auglýsingatekjum en það eru í raun engin rök fyrir því að gott og blessað sé að sýna beint frá HM í sjónvarpi allra lands- manna og ýta öðrum dagskrárliðum til hliðar. Spurningin er því: Hvers vegna er svona frábært að RÚV sýni beint frá HM? Vissulega eru beinar útsendingar frá HM ekki svo frábærar fyrir aðdáendur Leið- arljóss, barnatíma Sjónvarpsins og fólk sem vant er að hlusta á útvarpsfréttir kl. 18 og horfa á sjónvarpsfréttir kl. 19, alltaf. Auðvitað hlýtur að vera erfitt að skilja það hvers vegna umbreyta þarf sjónvarps- dagskránni í heilan mánuð fyrir fótbolta. En ef hugað er að heildarmyndinni þá er einn mánuður á fjögurra ára fresti án Leiðarljóss, barnatíma og Kastljóss kannski bara frekar frelsandi. Það er nú einu sinni sumar og börnin eru hvort sem er betur geymd úti en fyrir framan kass- ann. Í staðinn fyrir að eyða tíma í lang- dregnar sápuóperur og dramatíska frétta- skýringaþætti geta HM-hatarar notið sumarsins að vild, munaður sem knatt- spyrnuáhugamenn geta ekki leyft sér því það þarf auðvitað að horfa á alla leikina. Svo hvað Ríkissjónvarpið varðar þá er það engin tilviljun að í löndum eins og Argentínu, Brasilíu, á Spáni og Ítalíu sýni ríkisstöðvar beint frá HM í knattspyrnu. Og nei, ástæðan er ekki sú að þessar þjóð- ir keppa sjálfar á mótinu. Hugsunin er sú að allir hafi jafngreiðan aðgang að skemmtun á borð við HM, líkt og allir eiga að hafa jafngreiðan aðgang að menntun og almennu tryggingakerfi. Eða hafa þeir efnaminni kannski ekki sama rétt á góðri skemmtun og þeir sem geta borgað fyrir kapalsjónvarp og afruglara? Í Argentínu og Brasilíu er þetta fyrst og fremst gert fyrir lágstéttir landsins og þó að í Reykjavík finnist ekki fátækrahverfi á borð við „Borg guðs“ í Rio de Janeiro gætu rökin um rétt allra til góðrar skemmtunar ekki átt betur við en á Ís- landi í dag. Því Heimsmeistarakeppnin í knatt- spyrnu er fyrst og fremst skemmtun. Það er engin tilviljun að fótbolti er vinsælasta íþrótt í heimi; fótbolti er skemmtilegasta íþrótt í heimi. Hvers vegna er það því svo slæmt að á fjögurra ára fresti bjóði Rík- issjónvarpið upp á einn mánuð af enda- lausri skemmtun, og þetta árið fyrir þjáða þjóð í miðri efnahagskreppu, allt í opinni dagskrá, óháð því hvort viðkomandi á stærsta flatskjáinn á markaðnum eða lítið 15 ára gamalt túbusjónvarp? MEÐ Sunna Kristín Hilmarsdóttir háskólanemi

x

SunnudagsMogginn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.