SunnudagsMogginn - 20.06.2010, Blaðsíða 13
20. júní 2010 13
Þ
egar rætt er um lýðfræðilegar breytingar á
vestrænum samfélögum er yfirleitt talað um
breytingu á aldurssamsetningu á þann veg að
eldra fólki fjölgar hlutfallslega mikið vegna
lækkandi dánartíðni. Minna er hins vegar rætt um áhrif
þessara breytinga út frá hinum endanum séð, börn-
unum.
Gunhild Hagestad er prófessor í félagsfræði við Há-
skólann í Agder í Noregi og starfar hjá Nova, norrænni
rannsóknastofnun í félagsfræði. Gunhild vinnur nú að
fjölþjóðlegum samanburðarrannsóknum með áherslu á
æviskeiðaþróun, öldrun, fjölskyldur og fjölskyldu- og
kynslóðatengsl, með sérstaka áherslu á afa- og ömmu-
hlutverk.
Niðurstöður rannsókna sem gerðar hafa verið á sam-
bandi barna við afa og ömmur eru býsna merkilegar. Í
Bandaríkjunum og Noregi kom í ljós að hartnær helm-
ingur barna á aldrinum 10-12 ára átti enn alla afana og
ömmurnar á lífi. Þá áttu næstum 100% norsku
barnanna móðurömmu á lífi en þær eru yfirleitt yngstar
af öfunum og ömmunum. Í Þýskalandi, Englandi, Nor-
egi og Spáni átti þriðjungur á aldrinum 30-40 ára að
minnsta kosti einn afa eða ömmu eftir á lífi. Í Noregi
kom í ljós að elsta barnabarnið, þ.e.a.s. manneskja sem
enn átti afa eða ömmu á lífi, reyndist 54 ára gamalt.
Yngsti afinn var 34 ára.
Hagestad segir of lítið gert úr þeirri gerbyltingu að nú
séu mun fleiri afar og ömmur en barnabörn. Frjósemi
fari dvínandi alls staðar á Vesturlöndum, þó Ísland
skeri sig vissulega úr, fólk eignist færri börn og í fyrsta
skipti í sögunni eigi fólk nú fleiri afa og ömmur en
systkini. „Það er goðsögn að í gömlu góðu dagana hafi
börn alist upp á kné afa og ömmu. Fyrir hundrað árum
voru afar og ömmur barnanna látin. Áður fyrr átti fólk
mun fleiri börn sem þýddi að þegar foreldri var að
eignast sitt síðasta barn þá voru elstu börnin sjálf kom-
in með sín eigin. Þannig áttu foreldrar börn og barna-
börn á sama aldri. Breytingin í dag er því sú að það er
ekki lengur nein samkeppni á milli foreldrahlutverks-
ins og hlutverks afa og ömmu eins og áður fyrr,“ segir
Hagestad.
Heimavarnarliðið til taks
Hvaða áhrif hefur þessi gjörbreyting í aldurssamsetn-
ingu samfélagsins á líf foreldra, barna og afanna og am-
manna? „Afar og ömmur hafa mismunandi hlutverk
eftir stigi velferðarþjónustu þar sem þau búa. Þar sem
er tiltölulega lítill félagslegur stuðningur eins og í Suð-
ur-Evrópu verða ömmur og afar gjarnan að barnapíum
í fullu starfi sem annast börnin á hverjum degi svo
mæðurnar geti unnið úti. Í Norður-Evrópu og á Norð-
urlöndunum þar sem er sterkt velferðarkerfi eru fáir
afar og ömmur í sömu sporum. Þau eru fremur mik-
ilvægur stuðningur þegar vandamál koma upp, veikindi
eða ferðalög og í norrænum velferðarríkjum er auð-
veldara fyrir þau að vera til staðar. Í Suður-Evrópu
myndi það þýða að festast í dagforeldrahlutverki sem
þau sækjast alls ekki eftir,“ segir Hagestad.
Á Norðurlöndum er það þetta stuðningshlutverk sem
foreldrum og þeirra eigin foreldrum verður tíðrætt um,
nokkurs konar heimavarnarhlutverk afa og ömmmu
eins og Hagestad nefnir það. „Ef það væri ekki fyrir af-
ana og ömmurnar myndi það aldrei ganga upp fyrir
unga foreldra að bæði væru útivinnandi. Í viðtölum
segja foreldrarnir að það mikilvægasta sé að vita af því
að afi og amma barnanna séu til staðar fyrir þau. Af-
arnir og ömmurnar eru líka meira en til í að gegna
þessu heimavarnarhlutverki.“
Gagnkvæmur lærdómur
„Bandaríski frumkvöðullinn í mannfræði, Margaret
Mead, sagði að í samfélagi sem einkenndist af stór-
stígum félagslegum breytingum yrði eldra fólk að inn-
flytjendum með tímanum. Í slíku samfélagi er eldra
fólki nauðsynlegt að hafa börn og ungt fólk til þess að
túlka og kenna sér á samtímann,“ segir Hagestad. Í
viðtölum hennar við marga foreldra, börn og afa og
ömmur kom greinilega fram að breytingarnar á sam-
félaginu ganga í báðar áttir. Samkvæmt því sem fjöl-
skyldurnar segja kennir eldri kynslóðin barnabörn-
unum hefðbundin störf eða heimilisiðnað. Börnin
kenna þó ekki síður öfum sínum og ömmum nýja hluti.
Ekki þarf að koma á óvart að meðal þess helsta eru nú-
tímalegir hlutir eins og hvernig á að senda smáskilaboð
úr farsíma og hvernig eigi að nota netið. Þá kenna
börnin öfum sínum og ömmum nýjasta slangrið og nýj-
ar uppskriftir og matarvenjur.
Hagestad segir þennan gagnkvæma lærdóm vera
eldri kynslóðinni mikilvægan. „Það er auðveldara fyrir
eldra fólk að spyrja tólf ára barnabarn hvernig hlutirnir
virka heldur en fertugan son, til dæmis. Barnabörnin
hafa meiri þolinmæði og það er ekki eins niðurlægjandi
að viðurkenna vankunnáttu sína fyrir þeim.“
Ný kynslóð feðra og afa
Hagestad segir að viðtöl sín við fjölskyldur í Noregi
bendi til þess að margir núverandi afar komi meira að
uppeldi barnabarna sinna en þeir gerðu með sín eigin
börn. Þetta séu menn sem unnu mikið til að sjá fyrir
stórum heimilum og voru því ekki mikið heima við.
Þeir fái nú á vissan hátt annað tækifæri með barna-
börnin. Það séu ekki síst föðurafarnir sem halda nánum
tengslum við þau. „Þegar foreldrar skilja þá eru það
ekki föðurafarnir sem eiga erfiðast með að halda
tengslum við barnabörnin. Það er mikil pressa á þá frá
sonum þeirra að vera barnabörnunum betri afi en þeir
voru feður,“ segir Hagestad. Þessir synir eru ný tegund
feðra sem eru meiri þátttakendur í uppeldi barna sinna
en fyrri kynslóðir og eru aðstoðaðir af bættu félagslegu
kerfi norræna velferðarríkisins, t.d. með feðraorlofi.
Hagestad ritar mánaðarlegan pistil í norskt dagblað
um kynslóðirnar og samskipti þeirra. Hún segist fá fjöl-
margar fyrirspurnir frá fjölmiðlum um þessi efni, viðtöl
og ráðleggingar. „Margir blaðamenn sem hafa samband
eru af þeirri kynslóð sem nú er að eignast barnabörn.
Oft spyr ég þá hvort þeir séu nýorðnir afar og þeir hvá
yfir því hvernig ég hafi getað vitað það. Þeir eru for-
vitnir og eru að reyna að skilja sína eigin reynslu sem
afar.“
Gunhild Hagestad hélt nýlega fyrirlestur í Háskóla Íslands undir titlinum „Breytt hlutverk afa og ömmu: áhrif velferðarríkja og lýðfræðilegra breytinga“.
Á Vesturlöndum verður fólk sí-
fellt eldra á sama tíma og það
eignast færri börn. Norska
fræðikonan Gunhild Hagestad
segir frá áhrifum þess á barna-
börn, foreldra og afa og ömmur.
Kjartan Kjartansson kjartan@mbl.is
Afar og ömmur
eru heimavarnarlið
Morgunblaðið/Ernir