SunnudagsMogginn - 20.06.2010, Blaðsíða 16

SunnudagsMogginn - 20.06.2010, Blaðsíða 16
16 20. júní 2010 gildi eignanna. Við erum því ekki slopp- in. Ég held að þessu verði varla breytt nema með almennum pólitískum að- gerðum og þar þurfi bæði ríki og borg að koma að.“ Næturbrölt með svarta borða Hann segir þó ákveðna hugarfarsbreyt- ingu hafa orðið, sem e.t.v. megi rekja til þess þegar nýtt skipulag fyrir Laugaveg- inn var kynnt árið 2002. „Ég held að margir eins og ég hafi bara haldið að þessi mál væru í lagi allt þar til bækl- ingnum um verndun og uppbyggingu við Laugaveg var dreift í öll hús. Þótt þar væri rætt um verndun var það bara til að rugla fólk í ríminu – í raun var í und- irbúningi að rífa meira eða minna öll timburhús við Laugaveginn. Við það vöknuðu margir upp við að þetta væri ekki alveg eins og menn héldu. Til að gera málið sýnilegt fórum við nokkur og hengdum upp svarta borða á þau hús við Laugaveginn sem mátti rífa og ég held að það hafi orðið til þess að margir kveiktu á perunni. Í framhaldi af því fór þessi húsverndarumræða aftur af stað.“ Næt- urbrölt hópsins með svörtu borðana varð svo til þess að nýtt líf færðist í Torfusamtökin, en það eru einmitt þau sem gefa út bók Snorra. Vitundarvakning og umræða er þó ekki nóg. „Skipulagið verður að end- urspegla slíkt gildismat en enn hefur ekkert breyst formlega svo í raun er ekkert sem segir að þessi hús verði ekki rifin.“ Þar með eru litlar líkur á því að lagt verði í lagfæringar og uppgerð húsanna. „Sú skipulagsvinna sem staðið hefur undanfarin misseri vekur þó vissulega miklar vonir um að eitthvað mikið muni breytast í þessum efnum ef framhald verður á,“ útskýrir Snorri. „Alls staðar þar sem skipulag gerir ekki ráð fyrir niðurrifi eru hús fljótlega gerð upp. Um leið og traust er til staðar á því að húsin fái að vera hefur það mjög já- kvæð áhrif – þar sem vafi leikur á því er ekki lagt út í neinar endurbætur. Fólk leggur ekki út í svona framkvæmdir fyrir stóran hluta af sínum ævitekjum nema það sé öruggt um að húsin fái að standa. Í bókinni eru sýnd ýmis dæmi um gömul hús sem fólk og fyrirtæki hafa gert upp. Það er í rauninni afar rausnarlegt gagn- vart borginni því það lyftir umhverfinu mjög mikið upp.“ Hann tekur hús verslunarinnar Drangeyjar sem dæmi um slíkt. „Það er staðarprýði og um leið ágæt auglýsing fyrir fyrirtækið. Það eru nokkur slík hús á Laugaveginum sem eru mjög glæsileg og verða oft kennileiti bæjarins. Síðan eru önnur sem eru óttaleg hryggð- armynd og eru engum til sóma fyrir vik- ið en gætu orðið það. Ég held að í þessu séu heilmikil tækifæri til að gera borgina skemmtilegri og bæta hana. Þá verður að breyta dálítið áherslunum og ganga út frá húsvernd og uppbyggingu í kring um hana þar sem leyfilegt yrði að stækka eða breyta án þess að fara út í samein- ingu lóða eða stórfelldar hrossalækn- ingar. Þannig yrðum við í miklu meiri takt við þann efnahagsveruleika sem bærinn þrífst á og byggist á einstaklings- framtaki og framtaki fjölskyldu- og smærri fyrirtækja. Ekki þeirri að- ferðafræði sem fyrst og fremst hentar stórum fagfjárfestum. Margir slíkir, sem eignuðust lóðir t.d. við Laugaveginn, hafa engan áhuga á verslun heldur vilja koma á staðinn, rífa, byggja og fara. Um leið ýta þeir út grasrótarfjárfestingunni – þeim sem hefðu áhuga á að eiga búð, verkstæði eða annað á þessum stað. Spá- verðið sem varð til í bankabólunni er þeim hreinlega ofviða.“ Grettisgatan sem aldrei kom Verðmætasköpunin í húsbyggingum getur hins vegar verið með öðru móti en að byggja sem stærst og ódýrast. „Menn hafa bent á að fasteignaverð verður oft- ast hærra í fallegum götum en annars staðar. Við höfum dæmi um slíkt frá Ár- ósum í Danmörku þar sem búið var að leggja hraðbraut yfir síkin í bænum. Á eftir virtust engin hús virka þarna og ekkert fyrirtæki dafnaði svo menn vildu rífa allt og byggja nýtt. Einhverjum datt hins vegar í hug að fjarlægja hraðbraut- ina og endurheimta þannig síkin við eina götuna og í dag er fasteignaverð þar með því hæsta sem gerist í Danmörku. Þar var ekkert hús rifið heldur farið í skipu- lagsbreytingar sem styrktu svæðið mjög verulega.“ Hann vill endurskoðun þeirra viðmiða sem stuðst er við í skipulagi borgarinnar. „Við eigum ekki alltaf að horfa á borgina sem heldur áfram að stækka heldur ætt- um við líka að horfa til borgarinnar sem þarf að ná sátt við sjálfa sig og íbúa sína. Ef okkur finnst hún ekki virka nógu vel er það hluti af miklu heildstæðara vandamáli en svo að hægt sé að leysa það á einstaka lóðum í miðborginni. Það verður líka að horfa til þeirra hverfa sem byggðust upp seinna. Það þarf að skoða þessi mál í heild og húsverndarumræðan á að vera hluti af þeirri heildarhugsun.“ Snorri bendir á að efnahagssveiflur hafi sín áhrif á húsverndar- og niður- rifsumræðu. „Skipulagið frá 1927 gerði ráð fyrir að öll timburhús yrðu rifin en síðan kom kreppan árið 1930 og þá varð ekkert úr þessu. 1962 ætluðu menn aftur að verða ákaflega iðjusamir og leggja hraðbraut um miðborgina en tóku þó frá ákveðin svæði. Iðnaðarmannahúsið var t.d. reist við Grettisgötu sem aldrei kom því hún átti að halda áfram í gegn um hegningarhúsið við Skólavörðustíg og svo áfram niður á Lækjargötu. Þegar niðurrifið var byrjað brást síldin svo þetta náði aldrei eins langt og til stóð. Þannig að menn virðast bæta í rifin í uppsveiflunni og draga aftur í land í nið- ursveiflunni.“ Að því leytinu má segja að húsvernd fái byr í seglin á tímum eins og þeim sem nú eru á Íslandi. „Nú þegar kreppir að ættum við að átta okkur á því að við umgöngumst bæinn betur í smáum skrefum en stórum. Þetta er dálítið búið að vera eins og stóra stökkið hans Maós, og það kemur aldrei vel út. Núna er mál til komið að láta það sem okkur þykir vænt um ganga fyrir og það er líka hluti af því að ná viðspyrnu, bæði efnahags- lega og menningarlega. Maður sér að þar sem menn hafa ákveðið að nýta sér byggingararfinn, t.d. í Stykkishólmi og víðar, hefur það mjög jákvæð áhrif á viðhorf allra í viðkomandi bæjarfélagi. Ef við viljum bæta sjálfsmynd okkar held ég að miðborgin geti spilað stóra rullu þar í.“ Hnussað yfir danskinum Sú spurning vaknar hvaðan Snorri hefur allan þennan áhuga á gömlum húsum? „Þetta er einhver ástríða,“ svarar hann. „Ég hef út af fyrir sig ekki bara áhuga á gömlum húsum heldur bygging- arlist yfirleitt. Ég er með BA-nám í leik- myndahönnun og listasagan sem maður lærir í því námi er öðrum þræði bygg- ingarlistasaga. Áhugi minn var þó löngu vakinn áður en ég fór í nám. Ég ólst upp í Vesturbænum á Sólvallagötu í húsi sem afi minn byggði og er eitt af fyrstu fúnk- ishúsunum í Reykjavík. Sem strákur heillaðist ég líka af Bernhöfts- torfumálinu, án þess að ég eða neinir úr minni fjölskyldu hafi verið innviklaðir í það. Ég man t.d. eftir að hafa heyrt á tal eldri kvenna þarna við Torfuna þar sem þær fussuðu og sveiuðu yfir þessu – að fólk skyldi vilja halda upp á þetta drasl. Og svo hnussaði í annarri og hún sagði: Hornið í Hafnarstræti er dæmi um hús sem hefur verið breytt á ýmsa lund í gegn um tíðina en myndi sennilega verða mikið augnayndi yrði það tekið í gegn á upprunalegan hátt. Húsið á horni Lindargötu og Klapparstígs var í mik- illi niðurníðslu þegar það var tekið í gegn. Reykja- víkurborg veitti eigendum sérstaka viðurkenningu fyrir endurgerðina en stuttu síðar var vernd götumyndarinnar aflétt og allt í kring eru nú risin ný- tískuleg stórhýsi. Snorri kallar þau hús „ljóta andarunga“ sem hafa skyndilega birst fólki sem perlur eftir að þau hafa verið gerð upp, eins og þetta fallega hús á horni Vesturgötu og Ægisgötu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.