SunnudagsMogginn - 20.06.2010, Page 23

SunnudagsMogginn - 20.06.2010, Page 23
20. júní 2010 23 Cynthiu er umhugað um að halda menningu þjóðar sinnar á lofti og hefur meðal annars sett saman rit um hefðir og siðir Zulu-kvenna er tengjast kynþroska, tilhugalífi, giftingu og barneignum. Þar segir meðal annars að getnaður og meðganga hafi áhrif á alla fjöl- skylduna en tilvonandi móðir segir tengdamóður sinni fyrst að hún sé þunguð. Hún lætur síðan son sinn vita og sest því næst niður með tengda- dótturinni til að gefa henni góð ráð. Meðal þeirra er að forðast skuli að sofa eða leggja sig yfir daginn því það geti orðið til þess að hin verðandi móðir verði löt á öllum sínum komandi meðgöngum. Hún á frekar að hafa nóg fyrir stafni til að koma í veg fyrir að hún verði syfjuð. Þá er hinni verðandi móður ráðlagt að vera ekki sú fyrsta til að vakna á morgnana og stíga út fyrir hússins dyr því þannig gæti hún orðið fyrir áhrif- um illra afla eða anda sem nornir hafa skilið eftir sig um nóttina. Einnig er henni ráðlagt að vera ekki í nálægð við lík því það geti valdið fósturláti eða erfiðleikum á meðgöngu. Um trúlofun segir meðal annars að hún sé bæði langur ferill og opinber. Karlmaðurinn biður um hönd konu en það þykir skammarlegt að sam- þykkja verðandi maka of snemma og því lætur konan ganga á eftir sér um nokkurn tíma. Karlmaðurinn tekur einnig þátt í þessum leik, til dæmis við opinberar athafnir eða hátíðahöld en þá er algengt að hann gefi þeirri sem honum best líst á eitthvað úr sinni eigu, gjarnan hálsfesti eða annað í þeim dúr. Tilhugalíf og barneignir séð aðra manneskju svanga án þess að gera eitthvað. Cynthia segir samfélagið ekki standa jafnþétt saman og áður og af fátæktinni leiði ýmiss konar vandamál. Það tíðkist t.d. að ungt fólk selji blíðu sína til að eiga fyrir mat og verji sig ekki sem skyldi. Það leiði til útbreiðslu alnæmis og sé stór ástæða fyrir því að alnæmi haldi áfram að breiðast út í svo miklum mæli. Bestu leiðina til að bæta hlutina segir Cynthia vera að tala við fólk og gera því ljóst að alnæmi sé banvænt. Efla þurfi forvarn- arstarf og koma þeim skilaboðum áleiðis til fólks að svo lengi sem það fari ekki í próf geti það allt eins litið á sig sem al- næmissmitað. Cynthia vinnur nú að því að byggja samfélagseldhús í Mbekweni þar sem einnig verður miðstöð fræðslu- og for- varnarstarfs. Húsið er þegar fullbyggt en Cynthia vinnur stöðugt að því að afla fjár til að geta keypt innanstokksmuni sem nauðsynlegir eru til að hefja starfsemi. Á meðan heimsækir hún fátækar fjöl- skyldur og aðstoðar þær við það sem þarf, allt frá því að kaupa mat til þess að sjá til þess að fólk fái sómasamlega útför. Einnig hefur hún stutt við barnaheimilin í hverfinu og segir mikilvægt að styðja við ungu kynslóðina til að hún geti gert betur í framtíðinni. Staða kvenna „Fátækt er meira áberandi á þeim svæð- um þar sem aðskilnaðarstefnan ríkti og munurinn á fólki í bæjum og fátækra- hverfum er mikill. Staða kvenna hér hef- ur mikið með menntun að gera þar sem hún gerir okkur kleift að skilja stefnur og breytingar á við karlmenn, sem eykur frelsi kvenna. Ómenntaðar eru konur frekar álitnar óæðri og stundum í kirkj- unni þegar verið er að gefa mat heyrir maður konurnar hvetja til þess að karl- mönnunum sé gefið fyrst að borða og íhuga þá hvorki eldra fólk né börn. Slík- ur hugsunarháttur er því enn ríkjandi meðal sumra kvenna. Ég hef aðstoðað konur við að búa til ýmiss konar hluti úr perlum til að selja ferðamönnum. Það er mikilvægt að þær geti gert eitthvað sjálfar þannig að þær hafi eitthvað fyrir stafni og fái borgað. Til að kenna þeim hvernig á að búa til slíka hluti hef ég fengið konur í heimsókn frá mínu heimasvæði til að kenna þeim. Einnig hef ég fengið dansarahópinn til að syngja og dansa á ýmiss konar við- burðum og safna þannig fjármagni til að hægt sé að ljúka framkvæmdum og gefa fólki eina góða máltíð á dag. Dansinn er mjög karlmannlegur og söngvarnir eru tengdir fæðingu, tilvonandi brúðkaupi, uppskeru og öðru slíku,“ segir Cynthia. Trúin gefur von Cynthia lærði hagnýta sálfræði og lauk mastersnámi og doktorsgráðu í Kanada. Hún segist vera stolt af uppruna sínum og meti það að vera af þeirri regnboga- þjóð sem Guð skapaði. Trúin er henni mikilvæg líkt og þeim sem minna mega sín í Suður-Afríku. Hún segir trúna gefa fólki von og að eftir þetta líf taki við líf sem verði mun betra á himnum. Þá hafi hún komist enn betur að því með ár- unum hversu mikilvæg menning sín sé og mikilvægi þess að viðhalda henni þar sem menningin sýni í raun hver hún sé. Kátar stelpur Styðja verður við ungu kynslóðina til að hún geti gert betur í framtíðinni. ’ Samfélagið stendur ekki jafnþétt saman og áður og af fátæktinni leiða ýmiss konar vandamál. Það tíðkast t.d. að ungt fólk selji blíðu sína til að eiga fyrir mat og verji sig ekki sem skyldi, sem síðan leiðir til útbreiðslu alnæmis. Zulu danshópur Cynthia tekur nokkur dansspor með danshópnum frá Kwa- Zulu-Natal héraðinu. Zulu stærsta þjóðarbrotið Flestir þekkja til Zulu vegna King Shaka sem var konungur Zulu- fólksins og álitinn upphafsmaður Zulu-þjóðarinnar. Þegar hvíti mað- urinn tók fyrst að koma til Suður- Afríku stóð King Shaka ekki ógn af honum eins og mörgum öðrum konungum heldur heillaðist hann af kunnáttu hvíta mannsins og sendi stríðsmenn sína til að læra eins mikið og þeir gætu af þessu fólki. Út af litarhætti þeirra kallaði hann hvíta fólkið swallows eða svölur. King Shaka þótti mjög hug- aður og barðist við aðra konunga um völd. Þannig byggði hann upp heimsveldi sitt sem varð sífellt stærra og í gegnum það varð Zulu stærsta þjóðarbrot svartra í Suður- Afríku en þau næststærstu eru hópar Xhoasas og Sotho.

x

SunnudagsMogginn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.