SunnudagsMogginn - 20.06.2010, Page 25

SunnudagsMogginn - 20.06.2010, Page 25
20. júní 2010 25 Rígurinn á milli íþróttafélaganna Þórs og KA náði inn á lögreglustöð- ina eins og aðra vinnustaði á Ak- ureyri. Ólafur er harður KA-maður en Steini eldheitur Þórsari og báðir hafa starfað mikið fyrir félagið sitt. Eitt atvik er þeim félögum í fersku minni. „Óli hafði það fram yfir mig að geta gengið með bindi með fé- lagsmerki sínu,“ segir Steini. KA framleiddi forláta hálsbindi, dökkblá með merki félagsins ofið í. Slíkt skraut með Þórsmerkinu var ekki til. „Það hefur alltaf verið léttur húmor á lögreglustöðinni. Menn hafa tekið upp á ýmsu skemmtilegu og oft hrekkt vinnufélagana,“ segir Óli en Steini botnar: „Það var á einni næturvaktinni að Óli blundaði í stól einhvern tíma á milli klukkan fimm og sex. Þetta var á þeim tíma sem Landhelgisgæslan var að klippa trollið aftan úr bresku tog- urunum og mér datt allt í einu í hug að stríða Óla. Náði í skæri, læddist að honum og klippti bindið í sundur fyrir ofan KA-merkið. Þegar Óli vaknaði og fór að laga sig til átt- aði hann sig á því að bindið var orðið dálítið stutt!“ Þótt Steini segist hafa hlegið mikið hafi honum ekki verið alveg sama. „Ágætum verslunarmanni hér í bænum, miklum Þórsara, sem seldi KA-bindin, fannst sagan svo góð þegar ég sagði honum frá þessu að hann gaf mér nýtt bindi sem ég gat fært Óla.“ Sá síðarnefndi tók því gleði sína á ný og gekk lengi með bindisstubbinn í skjala- tösku sinni. „Mér fannst þetta góður húmor og var Steina ekki reiður enda hefði ég örugglega gert það sama við hann hefði ég fengið tækifæri til þess!“ Mikil stéttaskipting í Barnaskóla Akureyrar Félagarnir hafa þekkst lengi enda jafnaldrar og gengu báðir í Barnaskóla Akureyrar á sínum tíma. Þeir upplifðu skólavistina þó hvor með sínum hætti. „Þegar við vorum í skólanum ríkti þar mjög mikil stéttaskipting; sjálfur upplifði ég það til dæmis að fá aldrei að taka þátt í skólaskemmtun, ég fékk ekki að ganga í kór- inn og var settur í bekk með öðrum krökkum frá fátækum heimilum. Okkur var haldið til hlés,“ segir Þorsteinn þegar hann hugsar til baka. Ólafur tók aftur á móti þátt í skólaskemmtun á hverju ári. Faðir hans var yfirmaður hjá KEA og Óli kom því af „góðu heimili“ eins og sagt var. Hann segist aldrei hafa gert sér grein fyrir þessari mismunun fyrr en Steini nefndi hana mörgum árum eftir að skólagöngu þeirra lauk. „Í dag fá öll börn að taka þátt í svona verkefnum, sem betur fer og stéttaskipting sem var ríkjandi hér á Akureyri er að mestu leyti búin. Vinur minn Tryggvi Þor- steinsson, skólastjóri og skátaforingi, og kennarar hans völdu í bekkina eftir því hversu vel megandi foreldrar barnanna voru. Þannig var það bara. Ég er ekki bitur vegna þessa en ég þekki einstaklinga sem eru mjög bitrir út í skólakerfið,“ segir Steini Pje. Steini Pje um borð í trébátnum Húna II. Óli dottaði á næturvakt og Steini klippti KA-bindið orðið á starfi lögreglunnar frá því þeir hófu störf. „Í gamla daga þekktum við flesta bíla í bænum, hver átti hvaða númer og hvar menn bjuggu,“ segir Steini. „Löggæslan snerist þá mjög mikið um persónulega þjónustu; það var ekki óalgengt að á laugardagskvöldi fengjum við í hendur bíllykla fólks sem var á dansleik eða árshátíð og keyrðum bílana fyrir það heim. Við skutluðum fólki líka oft heim á bílunum þess. Stundum fórum við meira að segja í hús og skiptum um öryggi fyrir fólk! Okkur þótti þetta sjálfsögð þjón- ustu. Þetta hefur alveg lagst af eins og það að lögreglan sá um að opna bíla ef fólk læsti lyklana inni.“ Þegar fram liðu stundir þótti þetta ekki löggustarf, eins og Steini orðar það, en hann er ekki sammála. „Löggustarf er þjónustustarf; við eigum að hjálpa borg- urunum. Þarna gafst okkur oft tækifæri til að gera fólki gott og það launaði okkur einhvern tíma í staðinn með góðverki. Þá var mikið um samskipti en nú er mun meira um afskipti,“ segir Steini. Ættmenni eða vinur? Í fámenninu þekktu lögreglumenn alla og það hafði sína kosti en líka galla. „Á leið á slysstað fer margt í gegnum hugann. Í mikilli nánd eins og hér í bæn- um er óhjákvæmilegt að menn velti því fyrir sér hvort þeir þekki þann sem í slysinu lenti. Hvort hann sé ef til vill góður vinur minn, jafnvel í fjölskyld- unni,“ segir Óli og bætir við: „En þegar komið er á vettvang reyna allir að vinna eins vel og hægt er en oft líður mönnum ekki vel. Lögreglumenn eru duglegir hörkukarlar, bæði strákarnir og stelp- urnar, en oft er unnið við erfið skilyrði og menn skíthræddir um sjálfa sig. Við erum ekki ofurmenni en þurfum að ljúka öllum verkefnum með einhvers konar sigri.“ Óli segir eitt það erfiðasta sem lög- reglan geri að keyra með forgangi. „Sumir ímynda sér að það sé skemmti- legt en menn langar ekki að deyja, jafnvel þó þeir séu í rétti og yfirleitt eru menn í svitabaði eftir svona akstur.“ Og það er alveg sama hvað kemur upp á. Lögreglan getur ekki skorast undan. „Í þessu starfi velja menn sér ekki alltaf stað og stund heldur verða að taka þátt í því sem þarf að gera. Við Óli þekkjum mörg sorgaratvik á Akureyri og í nágrenni bæj- arins. Margt af því sem við höfum lent í kýs maður sér ekki en menn þurfa að læra að búa við ýmislegt. Ég man vel eftir því þegar ég þurfti að taka fyrsta líkið; það var mikil lífsreynsla. Það verður heldur enginn samur maður eftir að taka upp látið barn eftir bílslys. Sérstaklega þar sem maður sér að ekki hefði þurft að fara svona. Það er margt sorglegt sem lögreglumaðurinn upplifir en getur ekki forðað sér frá.“ Steini hefur síðustu árin starfað sem forvarnafulltrúi lögreglunnar á Akureyri og segir það hafa verið mjög gefandi. „Mín bestu laun eru þegar ég kem í skólana og börnin taka vel á móti mér, faðma mig og eru áhugasöm. Starfsfólk skólanna hefur líka tekið mér opnum örmum.“ Hann er ekki sáttur við að láta nú af störfum að því leyti að enginn er ráðinn í hans stað í forvarnamálin og hann segir þau gríðarlega mikils virði. „Það að kenna börnum að fara rétt að í umferð- inni skiptir öllu máli; það getur verið spurning um líf eða dauða að þau kunni að fara yfir götu. Það kunna börn á Ak- ureyri í dag og ég leyfi mér að fullyrða að hið mikla forvarnastarf og hin sterka lög- gæsla er ástæða þess hve Akureyringar hafa verið farsælir í umferðinni í mörg ár. Lögreglumenn hafa til dæmis ekki látið óátalið ef fólk er ekki með spennt belti og það er ábyrgðarhluti að slaka á í þeim efnum. Ég veit að allt snýst um peninga og skil þær aðstæður sem þjóðin er í, en það mætti reikna út hvað það kostar að slaka á að þessu leyti.“ Ólafur, aðstoðaryfirlögregluþjónn til þrjátíu ára, er sammála Þorsteini í því að niðurskurður í lögreglunni sé hættu- legur. „Við höfum alltaf gert ákveðnar kröfur og ég er sannfærður um að svo verður áfram, þrátt fyrir efnahags- ástandið. En menn verða að vera á verði og mega ekki gleyma því að lögreglan er fyrir fólkið. Við vorum kallaðir lög- regluþjónar í gamla daga en erum nú lög- reglumenn. Ég réð mig sem lögregluþjón og hef alltaf verið tilbúinn að þjóna fólk- inu. Ég hef tekið starfið með mér heim og fólk hefur hringt í mig þangað; ég hef oft eytt heilu kvöldunum í að tala við ör- vinglað fólk sem líður illa, en sé ekki eftir þeim tíma.“ Þeir segja margt ungt fólk haga sér öðruvísi en forðum tíð. „Í gamla daga voru miklu fleiri í miðbænum eftir böll og oft urðu slagsmál en menn slógust heið- arlega. Þá voru ákveðnar grundvall- arreglur virtar, til dæmis var ekki spark- að í liggjandi mann en það er breytt,“ segir Óli. „Kannski vegna þess að ungt fólk hefur legið yfir myndum og leikjum þar sem hetjurnar þeirra eru lamdar og sparkaðar niður margoft en standa alltaf upp aftur. Krakkarnir halda að slík slags- mál séu í lagi en svo er auðvitað ekki; enginn líkami þolir slíkt en unglingar átta sig ekki alltaf á raunveruleikanum. Nú er meiri fautaskapur í slagsmálum en áður var og við barðir og jafnvel hrækt á okkur. Ef hægt er að lemja löggu þá er það gert. Það getur verið býsna erfitt að vera í þessu starfi, meira að segja í bæ eins og Akureyri. Allt það versta í bænum er inni á borði hjá okkur en sem betur fer upp- lifum við mjög margt gott líka og það gefur starfinu gildi.“ Hefur átt 389 bíla Báðir eru félagarnir í fullu fjöri og áhuga- málin sem betur fer mörg. Það hefur til dæmis verið tóm- stundagaman hjá Ólafi til margra ára að skipta um bíl! „Ég hef átt 389 bíla; á þrjá núna og þarf að fara að selja einhvern þeirra!“ Óli segist hafa átt flestallar tegundir sem fluttar hafi verið til landsins. „Maður var svolítið í braski í gamla daga en ekki lengur. Ég hef einfaldlega gaman af því að prófa nýja bíla og hef mikla reynslu í þessum efnum. Það þýðir til dæmis ekki að segja mér neinar draugasögur af því hvort bíll eyðir miklu eða litlu. Ég veit það!“ Bílarnir verða þó fjarri því það sem Óli ætlar að fást helst við. „Konan mín er norsk og ég er búinn að lofa henni að við verðum eitthvað í Noregi.“ Hún fór utan sama dag og Óli fór á eftirlaun, en hann hafði ekki tíma til að fara strax. Fram- sóknarmaðurinn kom upp í honum og sá gat ekki farið af landi brott fyrr en eftir sveitarstjórnarkosningarnar. Vill þó ekki tala um þær núna! Svo tóku önnur verkefni við, en Óli kemst bráðum burt. Steini hefur oft verið nefndur síðustu misseri í sömu andrá og trébáturinn Húni II sem Iðnaðarsafninu á Akureyri var gef- inn og hópur áhugamanna, með Steina í broddi fylkingar, hefur séð um. „Það er mjög skemmtilegur félagsskapur og verkefnið skemmtilegt. Ég hefði aldrei trúað því hve margir eru tilbúnir að leggja mikið á sig vegna Húna. Ég er ekki viss um að annað safn landsins – bát- urinn er auðvitað ekkert annað en safn- gripur – geti státað af jafn stórum hóp manna sem vinnur sjálfboðavinnu.“ Steini segir mikil menningarverðmæti hverfa með íslenskum tréskipum og vill berjast fyrir því að varðveita þau sem flest. „Hér á Akureyri er góð dráttarbraut og við þyrftum að koma okkur upp lítilli skipasmíðastöð hér aftur. Ég tel að við höfum möguleika á því og að taka þar að okkur að lagfæra gömul tréskip. Það gæti meira að segja orðið ferðamannavænt,“ segir Þorsteinn Pétursson. Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Ólafur Ásgeirsson, til vinstri, og Þorsteinn Pétursson.

x

SunnudagsMogginn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.