SunnudagsMogginn - 20.06.2010, Side 29

SunnudagsMogginn - 20.06.2010, Side 29
20. júní 2010 29 rin get- flykkj- kyggn- estri, n. Þegar uls. Þar og leifar r árið ðan híft Í kring- um eyjuna má svo finna fjölda lítilla hellisskúta sem geta verið skemmtilegir íverustaðir þar sem fólk grillar jafn- vel í lautarferðum. Sandfjaran í kringum eynna er einnig fögur þar sem að því er virðist endalaus strandlengjan teygir sig vestur. Engin rós er þó án þyrna. Öldurnar í fjörunni eru varasamar enda er sterkt útsog sem getur hrifið með sér ferðamenn sem hætta sér of langt. Hafa banaslys orðið þar sem fólk hefur sogast með straumum og drukknað. Myndin er tekin eftir storm sem geisaði daginn áður með tilheyrandi moldroki. Þegar ljósmyndari var á ferð- inni var búið að lægja og má sjá vindsorfin ský á annars heiðbláum himni. Tónninn og birtan í myndinni er eins og í málverki eftir listamanninn Ásgrím Jónsson, vatns- litamyndirnar sem hann málaði á Suðurlandinu. Mold- rokið sem fýkur á söndunum er þess valdandi að Dyr- hólaey stígur enn frekar fram, kletturinn í hafinu, í öllu sínu veldi með ólgandi hafið sem skóp hana dynjandi á klettunum. kjartan@mbl.is Morgunblaðið/Árni Sæberg fram Dyrhólaey

x

SunnudagsMogginn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.