SunnudagsMogginn - 20.06.2010, Síða 30
30 20. júní 2010
D
ýrafjarðarræða Jóhönnu verður sjálf-
sagt nokkuð lengi í minnum höfð.
Reyndar kemur svo sem engin minn-
isstæð ræða frá henni upp í hugann.
Sjálfsagt er hægt að telja forsætisráðherranum sitt-
hvað til tekna, en ræðuskörungur er hún naumast
talin. Flestir þeir sem flutt hafa margar ræður um
dagana eiga sína hortitti sem þeir vildu gjarnan
gleyma. Oftar skjótast þeir fremur upp í óskrif-
uðum ræðum en þrælunnum hátíðarræðum, sem
margir hafa lesið yfir. Og þeir eru mjög misóheppi-
legir. Á 17. júní, á Austurvelli er einkar kauðskt að
upplýsa að hvorki forsætisráðherrann sjálfur né
ráðuneyti hans þekktu fæðingarstað Forsetans, af-
mælisbarns dagsins, sjálfstæðishetjunnar sjálfrar.
Þetta var svo afburða klaufalegt að jafnvel ungling-
ar á Austurvelli fóru hjá sér. En þó flokkast atvikið
ekki undir meiri háttar slys.
Vont en annað verra
En það gerir hitt óhappaatvik dagsins hins vegar.
Sú gjörð utanríkisráðherrans, sem með þegjandi
samþykki ríkisstjórnarinnar knúði á um að mál Ís-
lands gagnvart Evrópusambandinu væri tekið til
afgreiðslu á þjóðahátíðardegi Íslendinga, var í senn
smekkleysa og ósvífni. Þar eiga við orð eins þekkt-
asta utanríkisráðherra sögunnar, Talleyrands:
Þetta var ekki glæpur, þetta var verra en glæpur,
þetta var heimska.
Hráskinnaleiknum um Evrópusambandsaðild
þarf að ljúka. Hann hófst á sögulegum svikum.
Hann er byggður á fölskum forsendum. Þær voru
undirstrikaðar enn á ný þann 17. júní síðastliðinn.
Aðildarviðræðurnar snúast ekki um „hvað Íslend-
ingar geti fengið“ eins og látið var. Þær snúast ein-
vörðungu um hversu fljótt Íslendingar geta lagað
sig að reglum sambandsins. Talsmenn Evrópusam-
bandsins hafa ekki farið í neinar felur með þá
stöðu. Hvers vegna skyldu þeir gera það? Hún
liggur á borðinu og hún liggur í augum uppi. En
talsmenn íslensku þjóðarinnar kjósa hins vegar
farveg falsana og ósanninda af því þeir óttast rétti-
lega að leið sannleikans sé þeim kirfilega lokuð.
Það voru mikil vonbrigði að sjá hvernig formaður
samninganefndar Íslands, embættismaður í utan-
ríkisráðuneytinu, kaus að haga orðum sínum, eftir
að fréttirnar bárust frá Brussel. Embættismaðurinn
virðist telja að honum sé óhætt að miða trúverð-
ugleikastig sitt við það sem gildir um yfirmanninn,
utanríkisráðherrann. Enginn embættismaður hins
íslenska stjórnkerfis getur leyft sér að setja markið
svo lágt vilji hann halda í þó ekki væri nema bút af
æru og virðingu. Fréttir allra þeirra erlendu fjöl-
miðla sem um málið fjalla af einhverri alvöru og
þunga bera með sér að ranglega er frá málum skýrt
af hálfu hins íslenska embættismanns. Jafnvel þar
sem þeir vitna beint í orð hans sjálfs má berlega sjá,
að hann svarar þar öðru vísi en gagnvart „heima-
markaðnum“. Þetta er mjög dapurlegt að sjá, en
því miður í góðu samræmi við allan annan mála-
tilbúnað í málinu.
Skrítið viðtal
Vegna samþykktar ESB hafði Mbl.is allítarlegt við-
tal við Össur Skarphéðinsson. Það var skrítið viðtal
og næstum því óþægilegt aflestrar. Ráðherrann
talaði eins og upp úr nokkurra ára gömlum áróð-
ursbæklingi Evrópusambandsins. Þar fór hann
ekki bara fjarðavillt eins og foringinn í forsæt-
isráðuneytinu heldur öfugt og afturábak með allt
sem nú er að gerast í Evrópu. Þess vegna hlaut
áróðursbæklingurinn sem hann las upp úr að vera
orðinn gamall og snjáður, því sambandið sjálft
myndi ekki í dag láta öll þau öfugmæli frá sér fara.
Efnahagur fjölmargra ESB- og evruríkja er á
brauðfótum. Kenningar um að hin sameiginlega
mynt myndi tryggja sameiginlegan styrk eru á fót-
um sömu gerðar. Háværar kröfur eru um að skerða
verði það velferðarstig sem stjórnmálamenn töldu
sig hafa tryggt í álfunni. Atvinnuleysi er komið yfir
20 prósent í einstökum löndum og ungt fólk býr
við allt að 40 prósent atvinnuleysi. Ungdómur
Evrópu er því í senn vonlaus og vonsvikinn.
Stuðningur við evruna fer þverrandi í aðildarlönd-
unum og víðast kominn meirihluti fyrir því að
leggja hana af og taka hinar gömlu heimamyntir
upp á ný. Evrópufræðingar, sem svo eru kallaðir,
benda hins vegar á, með öðru orðalagi þó, að leið-
togar Evrópu hafa aldrei gert neitt með afstöðu
fólksins í einstökum Evrópulöndum. Því sé álit
þess ekki í raun alvarleg hættumerki fyrir gjald-
miðilinn.
Óviðráðanlegur vandi
En öðru er erfiðara að horfa fram hjá. Þannig hefur
Seðlabanki Evrópu þegar varið 47 milljörðum evra
til kaupa á skuldabréfum á Grikkland, Portúgal og
Írland. Þjóðverjar halda því fram að franskir bank-
ar hafi notað tækifærið og dengt slíkum bréfum yf-
ir á seðlabankann, á meðan þýskir bankar hafi látið
sig hafa það að halda sínum pappírum í samstöðu-
skyni. Þetta sé skrítin framkoma og sýni litla
tryggð á sama tíma og frönsk yfirvöld hamra á
þýskum með áskorunum um að þau taki þátt í
björgunaraðgerðum vegna evrunnar. En svo
vondar sem þessar deilur eru og önnur merki um
sundrungu á svæðinu er hitt verra að matsfyr-
irtækið Fitch segir þessa 47 milljarða evra sem not-
aðir hafa verið í uppkaupin aðeins dropa í hafið.
Hundruð milljarða evra þurfi að koma til svo kerfið
hrynji ekki. Slíkar fjárhæðir vilja þýskir ekki sam-
þykkja, hvorki stjórnmálamenn í Berlín, né þeir
sem sitja í bankastjórninni í Frankfurt. Í ljósi alls
þessa eru ummæli íslenska utanríkisráðherrans
furðuleg og fjarstæðukennd. Vel má vera að hann
viti ekki betur. Sé svo er hann örugglega eini utan-
ríkisráðherrann í hinum vestræna heimi sem er
Reykjavíkurbréf 18.06.10
Dýrara en Dýrafjörður