SunnudagsMogginn

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

SunnudagsMogginn - 20.06.2010, Qupperneq 31

SunnudagsMogginn - 20.06.2010, Qupperneq 31
20. júní 2010 31 Þ essi gömlu timburhús eru gjarnan töluð niður með því að kalla þau kofa og fúa- spýtur auk þess sem því er iðulega haldið fram að það þurfi að gera svo mikið fyrir umhverfi þeirra. Umhverfið í sjálfu sér býður hins vegar upp á svo mörg tækifæri að það þarf engar stórkostlegar hrossalækningar,“ segir Snorri Freyr Hilmarsson í fróðlegu viðtali Bergþóru Njálu Guðmundsdóttur í Sunnudagsmogganum í dag. Snorri Freyr hefur sent frá sér bókina 101 tækifæri, en þar er farið í máli og myndum yfir byggingararfleifðina í miðborginni, hvers vegna hún sé okkur mikils virði og hvernig hug- myndir um varðveislu gamalla húsa hafa breyst. Það kemur fram í máli Snorra hversu mikil viðhorfsbreyting hefur orðið í þjóðfélaginu frá aðalskipulagi borgarinnar árið 1962, sem hann kallar „mikið niðurrifsskipulag“, þó að þar hafi að vísu komið fram fyrstu hugmyndirnar um varðveislu byggðar. „Menn voru þó fyrst og fremst að hugsa um að varðveita góð dæmi um byggingarsöguna en rífa annað til að rýma fyrir götum og nýbyggingum. Þarna átti að taka einhver hús til hliðar og varðveita eins og verið væri að setja þau á safn en ekki hugsað um hvernig byggingarnar gætu gætt borgina lífi og verið hluti af Reykjavík sem nútímaborg. Sú hugsun hefur ekki enn verið tekin inn í aðalskipulag þótt nágrannaborgir okkar hafi gert það.“ Ástæða er til að taka undir það með Snorra Frey að æskilegt er að gömul og falleg timburhús fái að standa á sínum upprunalega stað. Í hringiðu borgarlífsins er næsta víst að umhverfið er í stöðugri mótun, en við megum ekki skera alveg á ræturnar, því þá tapast tengingin við söguna og arfleifðina. Ekki verður framhjá því horft, að ef húsin eru rifin upp og gerð að safngripum, þá missa þau að verulegu leyti gildi sitt í borgarlandslaginu. Og það er eftirtektarvert að Snorri Freyr rekur ákveðna hugarfarsbreytingu sem orðið hefur í borginni til þess þegar nýtt skipulag fyrir Laugaveginn var kynnt árið 2002. „Ég held að margir eins og ég hafi bara haldið að þessi mál væru í lagi allt þar til bæklingnum um verndun og uppbyggingu við Laugaveg var dreift í öll hús,“ segir hann. „Þótt þar væri rætt um verndun var það bara til að rugla fólk í ríminu – í raun var í und- irbúningi að rífa meira eða minna öll timburhús við Laugaveginn. Við það vöknuðu margir upp við að þetta væri ekki alveg eins og menn héldu. Til að gera málið sýnilegt fórum við nokkur og hengdum upp svarta borða á þau hús við Laugaveginn sem mátti rífa og ég held að það hafi orðið til þess að margir kveiktu á perunni. Í framhaldi af því fór þessi húsvernd- arumræða aftur af stað.“ Snorri Freyr kallar þau hús „ljóta andarunga“, sem taka stakkaskiptum þau eru gerð upp og fegra borgina. Gott dæmi um það, þegar vel tekst til við að gæða gömul hús lífi, er svæðið við smábátahöfnina, sem fjallað var um í síðasta Sunnudagsmogga. Þá var birtur myndaþáttur sem sýndi vel gróskuna í mannlífinu og frumkvæðið sem dafnar í bröggunum, sem áður stóð til að rífa. Þar hefur skapast vettvangur, sem rímar vel við þau orð Snorra Freys, að bærinn þrífist á og byggist á einstaklingsframtaki og framtaki fjölskyldu- og smærri fyrirtækja. Það er undirstaða fjölbreytts borgarsamfélags, þar sem hver finnur eitthvað við sitt hæfi. Og það er eftirtektarvert sem Snorri Freyr segir, að enn sé ekkert því til fyrirstöðu að húsin sem urðu tilefni svörtu borðanna verði rifin, því skipulaginu hefur ekki verið breytt. Þar verð- ur að stíga varlega til jarðar. Tækifærin í borgarlandslaginu „Djók.“ Árni Tryggvason er hann tók við heiðurs- verðlaunum Leiklistarsambands Íslands fyrir framúrskarandi ævistarf í þágu leiklistar. Einni andrá áður hafði hann lýst því yfir að hann hygðist bjóða sig fram til forseta árið 2024, en þá yrði hann 100 ára. „Og þeir spádómar, jafnvel pró- fessors í stjórnmálafræði, um að ég myndi ekki vísa Icesave-lögunum til þjóðarinnar vegna þess að þeir, sem prófessorinn kallaði vini forsetans, og þeir, sem voru með honum í flokki áður fyrr – sem er nú sérkennileg stjórnmálafræði – væru á móti því, reyndust stað- lausir.“ Ólafur Ragnar Grímsson í viðtali í Morgunblaðinu um ummæli Gunnars Helga Kristinssonar, prófessors í stjórnmálafræði, sem sagði í viðtali líklegt að forsetinn staðfesti Icesave-lögin, því annars stæði hann uppi vinalaus í hinu pólitíska landslagi á Íslandi. „Þetta hefur auðvitað einhver þjóðhagsleg áhrif en ég fæ nú ekki betur séð en að mestu séu þau bara til góðs.“ Gylfi Magnússon efnahags- og viðskiptaráðherra um dóm Hæstaréttar, en í honum felst að verð- trygging lána með tengingu við gengi krónunnar er ólögleg. „Ég varð kannski aldrei trúður í sirkus Billy Smart, en ég náði að verða borgarstjóri í Reykjavík.“ Jón Gnarr er hann tók við af Hönnu Birnu Kristjánsdóttur sem borgarstjóri í Reykjavík. „Ég held að við séum í meiri hættu hér á Reykjavík- ursvæðinu en þarna á þessum slóðum.“ Margrét Hallgrímsdóttir sem hyggst ganga þvert yf- ir landið á 30 dögum ásamt Önnu Láru Eðvarðs- dóttur. Ummæli vikunnar Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Stofnað 1913 Útgefandi: Óskar Magnússon Ritstjórar: Davíð Oddsson Haraldur Johannessen Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal svo grænn. Er það þekkingarleysið öllu alvarlegra en það sem féll til Dýrafjarðar á þjóðhátíðardaginn. En ágreiningurinn í Evrópu snýst ekki einvörð- ungu um hversu miklu af illseljanlegum skulda- bréfum Evrópski seðlabankinn á að sanka að sér til að endurvekja traust á aðildarlöndunum sem skuldabréfaútgefendum. Deilan er enn meiri um þær kvaðir sem ESB og AGS setja á þau lönd sem leita þangað eftir aðstoð í neyð. Sú deila harðnar með degi hverjum. Nú síðast sendu 100 ítalskir hagfræðingar frá sér yfirlýsingu, þar sem þeir fundu aðgerðunum flest til foráttu og fullyrtu að þær myndu í raun hafa öfug áhrif við það sem til var stofnað. Þeir halda því fram að niðurskurð- araðgerðirnar sem krafist væri í skiptum fyrir að- stoð myndu leiða til niðursveifluspírals sem tæki stjórnlaus að lúta sínu eigin lögmálum. Slík at- burðarás væri fjarri því fallin til þess að halda evrusvæðinu saman. Þvert á móti myndi hún leiða til þess að hin veikari ríki myndu slöngvast út úr myntsamstarfinu. Önnur ríki myndu þá hraða sér þaðan í þeim tilgangi að tryggja sjálfstæði sinna eigin seðlabanka og leitast af fremsta megni við að tryggja atvinnu heima hjá sér. Gegn betri vitund? Í ljósi alls þessa sem nú er að gerast í Evrópu er neyðarlegt að lesa ummæli þau sem höfð eru eftir íslenska utanríkisráðherranum. Vitað er að hann hefur ekki fylgst náið með því sem er að gerast í þeim málaflokki sem undir hann heyrir. En hin al- menna þróun í Evrópu getur ekki hafa farið svo fullkomlega fram hjá honum sem viðtalið gefur til kynna. Þá er einungis annar kostur augljós. Hann er sá að ráðherrann sé hiklaust að tala gegn betri vitund. Það verður ekki sagt um dýrafjarðarræðu Jóhönnu. Hún og ráðuneytið voru ekki betur að sér í sögu og landafræði Íslands en þetta. Það er bara leiðinlegt, en hitt er alvarlegt. Þjóðhátíðarstemmning 17. júní á Arnarhóli. Morgunblaðið/Eggert

x

SunnudagsMogginn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.