SunnudagsMogginn - 20.06.2010, Qupperneq 42
42 20. júní 2010
Þ
að fyrsta sem maður rekur augun í er hversu
fáar myndir hafa verið gerðar um þessa vin-
sælustu hópíþrótt heims. Ekki nóg með það,
fyrir utan allnokkrar ágætar heimild-
armyndir eru fótboltamyndirnar yfir höfuð heldur
þunnur þrettándi, yfirleitt gerðar fyrir lítið fé og af
metnaðarleysi.
Ástæðan er öðru frekar sú að allt þar til fyrir fáeinum
árum hefur íþróttin notið takmarkaðra vinsælda í landi
kvikmyndaiðnaðarins, Bandaríkjunum. Fótboltaveldið
England, þar sem eru uppeldisstöðvar þessarar mögn-
uðu íþróttar, hefur verið iðnara við kolann og gert m.a.
fjölda heimildarmynda um keppnir, liðsmenn og
knattspyrnufélög.
Ef við skoðum þrjá síðustu áratugina fáum við upp
helstu boltamyndir sögunnar, en fyrsta „stórmyndin“
af þeirri gerð er vafalaust myndinn Victory, eftir meist-
ara John Huston.
Victory (1981)
Leikstjóri: John Huston. Aðalleikendur: Sylvester Stal-
lone, Michael Caine, Pelé, Bobby Moore.
Um þetta leyti var fótboltinn orðinn feikivinsæl
heimsíþrótt og ekkert var til sparað. Aðalhas-
armyndahetja samtímans, Sylvester Stallone, fór með
aðalhlutverkið á móti stórleikaranum Michael Caine.
Sögusviðið fangabúðir í síðari heimsstyrjöldinni. Nas-
istar koma í kring keppni á milli hinna ódrepandi her-
manna Þriðja ríkisins og bandamanna í fangabúðum
þeirra. Fangaliðinu stjórna Stallone og Caine, og höfðu
engin smátromp uppi í erminni; sjálfan Pelé, auk þjóð-
hetja á borð við Bobby Moore.
Ein af slakari myndum Hustons, sem hafði greinilega
ekki hundsvit á íþróttinni og þessi tilraun fór gjör-
samlega út um þúfur og kæfði áhugann fyrir fótbolta-
myndum næstu árin. bb
Goal! (2005)
Leikstjóri: Danny Cannon. Rony Plana, Kuno Becker.
Afleit mynd sem varð til að einhverju leyti í kringum
David Beckham og flutninga hans vestur til Los Angeles.
Becker leikur (mjög illa) ungan mann í Los Angeles sem
kann að sparka bolta og er boðinn samningur hjá New-
castle (ekki vantaði skýjaborgirnar!) Þar vex kappinn
þrátt fyrir mótlæti og hverjir skyldu bíða eftir að fá pilt-
unginn til að skrifa undir aðrir en Real Madrid! Illa leikin
og ótrúverðug frá upphafi til enda. bbm
Þrátt fyrir vonbrigði með aðsókn og gæði voru tvær
framhaldsmyndir gerðar: Goal II: Living the Dream
(2008), (í draumaborginni Madrid, sem fáir sáu). Þrenn-
unni lauk með Goal III (2009), sem fékk almennt ekki
dreifingu.
Bend it Like Beckham (2002)
Leikstjóri Gurindre Chadha. Aðalleikendur: Parminder
Nagra, Keira Kingsley.
Ein besta boltamyndin til þessa gerist í henni fjöl-
þjóðlegu Lundúnaborg: Aðalsöguhetjan er stúlka af ind-
verskum uppruna sem hefur mikinn áhuga á að æfa fót-
bolta. Slíkt er illa séð af trúarlegum ástæðum af foreldrum
hennar og fólki. Kynni við hina beinskeyttu Knightley
breyta málunum. Myndin var mikil lyftistöng fyrir já-
kvæðari hugsunarhátt gagnvart hópíþróttum kvenna
með annan trúarlegan bakgrunn en kristinn, og kom
hinni glæsilegu og e.t.v. hæfileikaríku Knightley á fljúg-
andi uppsveiflu. bbbb
Fever Pitch (’97)
Leikstjóri: David Evans. Aðalleikendur: Luke Aikman,
Bea Guard, Neil Pearson.
Byggð á einni af vinsælustu bókum Nicks Hornbys, um
kennarann Paul. Sá hefur lengi staðið í þeirri frómu trú að
aðdáun hans á Arsenal sé hans leiðarljós í lífinu. En það
reynast fleiri guðir en monsjör Wenger, að auki kemur
ástin til skjalanna. Fyndin og úthugsuð. bbbb
Strákarnir okkar (2005)
Leikstjóri: Róbert I. Douglas. Með Birni Hlyni Haralds-
syni, Helga Björnssyni, Lilju Nótt Þórarinsdóttur o.fl.
Er ekki gráupplagt að enda upptalninguna á íslenskri
boltamynd, þar sem við höfum gert eina slíka? Í anda Ro-
berts Douglas er hún í léttari kantinum. Vandi steðjar að
knattspyrnukappanum Óttari Thor (Björn Hlynur). Hann
uppgötvar að í honum blundar slíkur sægur kvenhorm-
óna að hann verður að viðurkenna einn daginn að hann er
samkynhneigður. Það skapar ýmis snúin vandamál í hópi
harðra knattspyrnunagla svo okkar maður fer að æfa með
liði skipuðu hommum eingöngu. bbb
Looking for Eric (2009)
Leikstjóri Ken Loach. Aðalleikendur: Steve Evets, Steph-
anie Bishop, Eric Cantona (sem hann sjálfur).
Pósturinn Eric (Evets) er í erfiðri miðaldurskrísu. Þar
sem hann vinnur og býr í Manchesterborg er Eric nafni
hans Cantona hinn eini sanni leiðtogi lífs hans og sá sem
getur bjargað stefnu póstmannsins og híft hana upp á við.
Bráðsnjöll mynd. bbbb
Þá er það helsta talið fyrir utan nokkrar ágætar nýlegar
heimildarmyndir um bolta og boltamenn. Fyrst skal
fræga telja Zidane, sem gerð var fyrir tilstuðlan Sigurjóns
Sighvatssonar, og aðra um kempuna Roy Keane, og ber
eftirnafn leikmannsins. Þá var gerð skondin mynd um
fótboltaliðið Afríku, sem er eitt Reykjavíkurliðanna í 3.
deild og skipað eingöngu aðfluttum Íslendingum. Að lok-
um vil ég minna á Sigur í tapleik, frábæra heimildarmynd
sem var gerð um fótboltakempur í röðum drykkjusjúk-
linga á Vogi. Í henni má sjá sláandi dæmi um tökin sem
áfengið getur haft á manninum.
Myndir
um
knatt-
spyrnu
Nú þegar allt er á öðrum end-
anum út af HM í fótbolta í Suð-
ur-Afríku er kjörið að rifja upp
þann rýra og lítilsiglda flokk
sem getur kallast knattspyr-
nukvikmyndir.
Sæbjörn Valdimarsson saebjorm@heimsnet.is
Bend it like
beckham
Looking for Eric Escape t
Victory
Goal!Fever PitchStrákarnir okkar
Laugardagur 19. júní 2010 kl.
22.15. (RUV)
Kunn söngvamynd eftir Bill
Condon (Kinsey, Angels and De-
mons), byggð á frægum Broad-
way-söngleik um uppgang The
Supremes og plötuútgáfunnar
Tamla Motown.
Myndin hefst á sjöunda ára-
tugnum, þrjár þeldökkar stúlkur
eru að reyna að koma sér áfram
sem söngtríó en gengur hægt.
Aðalsöng- og hæfileikakona er
Effie (Jennifer Hudson), en
glæsipían í hópnum er Deanna
(Beyoncé Knowles). Hjólin fara
að snúast þegar þær kynnast
framagjörnum og harðduglegum
bílasala (Jamie Foxx), sem gerir
þær að stjörnum og Motown,
litlu útgáfuna sína í bílaborginni
Detroit, að hljómplötuveldi. En
frægðin kostar fórnir, Effie verð-
ur undir þegar Deanna verður
aðalstjarna og fylgikona bílasal-
ans, (fyrirmyndin að sjálfsögðu
Barry Gordon, Jr.) Deenna er
Diana Ross en Effie er hin bráð-
snjalla en ógæfusama Flo-
rence Ballard, sem yfirgaf tríó-
ið og dó allslaus
drykkjusjúklingur aðeins 32
ára. Dreamgirls er gerð af fag-
mennsku og American Idol-
stjarnan Jennifer Hudson fékk
Óskarsverðlaunin fyrir minn-
isstæða túlkun á hinni ógæfu-
sömu Effie. Eddie Murphy
(sem frægur söngvari á tíma-
bilinu) og Danny Glover, eru á
meðal sterkra aukaleikara sem
gera átakanlega en athygl-
isverða, sannsögulega mynd
enn betri. bbbm
Myndir helgarinnar í sjónvarpi
Draumadísir –
Dreamgirls
Kvikmyndir