SunnudagsMogginn - 20.06.2010, Page 52
52 20. júní 2010
N
ei, lesandi góður, þú ert ekki
óvart að lesa kynlífspistil
Sunnudagsmoggans. Þú ert að
lesa pistil um bækur, eða
ákveðna hlið á bókum öllu heldur. Og
þegar að bókum kemur getur stærðin svo
sannarlega skipt máli. Þá er ekki verið að
tala um þykkt, nota bene, ekki blaðsíðna-
fjölda, heldur umfang bókarinnar. Og af
hverju getur stærðin skipt máli? Jú, þeir
eru margir sem vilja njóta góðra bóka
uppi í rúmi og þá skiptir stærð og þyngd
miklu. Eða vill einhver að brjóstkassinn
falli saman við lesturinn, vill einhver lesa
í andnauð? Vissulega eru ákveðnar bækur
þeirrar gerðar að þær verða að vera stór-
ar, t.d. ljósmyndabækur með stór-
brotnum myndum af náttúru Íslands.
Slíkar bækur
hafa á ensku
verið kallaðar
„coffee table
books“ sem á
íslensku myndi
útleggjast: sófa-
borðsbækur.
Þær fara nefni-
lega svo vel á
sófaborðum og
stundum kemur
maður inn á
menningar-
heimili þar sem
slíkum bókum
hefur verið
komið fyrir snyrtilega á sófaborðinu, líkt
og til að sýna gestum hversu mikilvæg
menningin sé á heimilinu. Og þá er virki-
lega smart að vera með flennistóra bók,
eða bækur, á borði, t.d. um ítölsku end-
urreisnina eða ljósmyndir Henri Cartier-
Bresson.
En einn er galli á slíkum bókum, eins
fagrar og lokkandi og þær nú eru: verðið.
Það er nefnilega ekki á hvers manns færi
að kaupa slíkar bækur í miðri kreppu.
Undirritaður stendur sig oft að því að dást
að sófaborðsbókum í bókaverslunum,
strjúka fagurprentaðar blaðsíðurnar og
anda að sér sætum prentilminum sem
berst upp í nasir þegar flett er flennistór-
um blaðsíðunum. En slíkar ferðir enda
ávallt á sama veg, gripurinn er ekki
keyptur því hann kostar álíka mikið og
matur ofan í fjölskylduna í heila viku. Það
er því mikið fagnaðarefni að sjá bóka-
forlög aumka sig yfir vísitölumanninn
með verðtryggða húsnæðislánið sitt á
bakinu, sömu forlögin og gefa út risastóru
sófaborðsbækurnar sem ilma svo vel. Og
hvernig gera þau það? Jú, þau hafa nefni-
lega mörg hver tekið upp á því að gefa út
litlar útgáfur af risastóru sófaborðsbók-
unum, bækur sem hægt er að fletta uppi í
rúmi og eru alveg eins og þær stóru að
innihaldi. Sömu myndir, sami texti, allt
er eins, bara aðeins minna. Myndlist í
þrjátíuþúsund ár er sama sagan þó brotið
sé minna. Og ef maður vill hafa þetta
stærra færir maður bókina bara nær nefi.
Stærðin
skiptir
máli
Orðanna
hljóðan
Helgi Snær
Sigurðsson
helgis@mbl.is
’
En slíkar
ferðir
enda
ávallt á sama
veg, gripurinn
er ekki keyptur
því hann kostar
álíka mikið og
matur ofan í
fjölskylduna í
heila viku.
B
arbara Kingsolver fæddist í Banda-
ríkjunum árið 1955 og ólst þar upp
til sjö ára aldurs en fluttist þá
ásamt fjölskyldu sinni til Afríku-
ríkisins Kongó þar sem foreldrar hennar
unnu við bólusetningar gegn bólusótt. Mikl-
ar pólitískar hræringar áttu sér stað á þess-
um tíma í Kongó en landið hafði þá nýlega
öðlast sjálfstæði sitt frá þáverandi konungs-
ríki Belgíu. Kingsolver hefur sjálf viðurkennt
að hún hafi alls ekki gert sér grein fyrir
sögulegu mikilvægi þessa tímabils fyrr en
löngu síðar því fyrir sjö ára stúlku var þessi
staður sannkölluð ævintýraparadís með
tígrisdýrum og slöngum í hverju horni. Að
sögn tók hana áratugi að tengja æskuminn-
ingar sínar viðsögulega þekkingu sína af
þessum stað spillingar, kúgunar og þjóð-
armorða en hún nýtir sér þessa reynslu og
vitneskju í fjórðu skáldsögu sinni The Pois-
onwood Bible frá 1998. Sú bók fjallar um
Amerískan trúboða sem flytur til Belgísku
Kongó ásamt fjölskyldu sinni þar sem trúar-
leg yfirgangsemi hans mætir öflum sem
hann ræður ekki við en sagan er sögð út frá
konu hans og dætrum. Fyrri bækur Kings-
olver The Been Trees(1988) og Pigs in Hea-
ven (1993) fjölluðu báðar um ættleiðingar og
ofbeldi gegn börnum. Aðrar bækur hennar
eru Animal Dreams frá 1990, Prodigal Sum-
mer frá árinu 2000 auk þess em hún hefur
gefið út fjölda fræðitexta.
Líffræðingurinn sem var rithöfundur
Kingsolver, sem er líffræðingur að mennt,
snéri sér ekki fyrir alvöru að skrifum fyrr en
upp úrá miðjum 8. áratug síðustu aldar.Hún
hefur verið ákaflega umdeild sem rithöf-
undur í heimalandi sínu ekki síst fyrir op-
inskáar pólitískar skoðanir sínar sem henni
finnst að sé nauðsynlegt og jafnvel óhjá-
kvæmilegt að spinna inn í verk sín. Hún seg-
ist fyrst og fremst vera vísindamaður enda
fjallaði síðasta bók hennar Animal, Vege-
table, Miracle: A Year of Food Life frá árinu
2007 fjallar um eigin reynslu af því að rækta
og borða eigin mat í skyndibitavæddu sam-
félagi nútímans en í bókinni fjallar hún á
gagnrýninn hátt um allt frá loftslagsbreyt-
ingum til offituvandans. Bókin sló í gegn sem
kom Kingsolver sjálfri á óvart og svo virtist
sem almenningur væri á einhvern hátt að
gera sér grein fyrir sjúkleika samfélagsins.
Hún segist þó sjálf ekki hafa séð miklar
breytingar enn sem komið er og fólk virðist
aðeins vilja gera út á vandann en sé í raun og
veru ekki tilbúið breyta miklu.
Orange verðlaunin
Síðasta skáldsaga Kingsolver The Lacunasló
rækilega í gegn og fór á lista metsölubóka
New York Times líkt og síðustu þrjár sögur
hennar hafa gert. Bókin hlaut nýverið Or-
ange bókmenntaverðalaunin en samkvæmt
Kingsolver er bókin afsprengi ákveðins
tímabils eftir árásinar á Tvíburaturnana árið
2001 þar sem ákveðin sjálfskoðun Amerísks
þjóðfélags leiddi til hræðslu sem birtist í
gríðarmikilli þjóðernishyggju. Bókin fjallar
hins vegar um ungan sveimhuga að nafni
Harrison William Sherpherd sem býr um
tíma hjá hinum sögufrægu hjónum, múral-
istanum Diego Rivera og listakonunni Fridu
Kahlo sem hýsa hinn útlæga komm-
únistaleiðtoga, Leon Trotsky. Það tók Kings-
olver níu ár að ljúka við þessa bók en henni
tekst á meistarlegan hátt að draga fram í
sviðsljósið myrkt tímabil í bandarískri sögu
þar sem kommúnistaofsóknir ætluðu yfir allt
að keyra.
Pólitískar hrær-
ingar og gagnrýnin
nálgun á nútímann
Bandaríski rithöfundurinn Barbara Kingsolver
vann á dögunum til hinna virtu Orange bók-
menntaverðlauna fyrir sjöttu skáldsögu sína The
Lacuna.
Ásgerður Júlíusdóttir asgerdur@mbl.is
Ég hef lesið margar ágætar bækur upp
á síðkastið. Hvarfið eftir Johan Theorin
var ágæt, en oflofuð að mínu mati.
Gentlemen of the Road eftir Michael
Chabon er sérlega vel skrifuð hasarbók
um skrautlega félaga á flakki um Asíu
kringum árið 1.000. Þrjár bækur fengu
að fljóta með í sumarfríið um daginn.
Tvær voru lapþunnir samsærisreyfarar
sem henta svo vel á sundlaugarbakk-
ann: The Sign eftir Raymond Khoury
og The Chosen One eftir Sam Bourne.
The Sign fjallar um samsæri í tengslum
við dularfullt tákn sem birtist á himni
við suðurskautið. The Chosen One
fjallar um aðstoðarkonu viðkunnanlegs
forseta Bandaríkjanna sem þarf að
glíma við drauga fortíðar sem spretta
upp á fyrstu dögum valdatíðar hans.
Persónur beggja bókanna eru stereo-
týpískar og margt er ágætlega gert í
þessum bókum, en eftirminnilegar eru
þær ekki.
Sú þriðja sem flaut með í fríið var
The Company, tólfhundruð síðna
sagnabálkur um baráttu CIA og KGB í
kalda stríðinu, allt frá Berlín í lok
stríðs til síðasta áratugar síðustu aldar.
Höfundurinn, Robert Littell, seiðir
fram magnaðar persónur og setur at-
burði á borð við innrásina við Svína-
flóa og valdaránstilraun harðlínu-
komma í Moskvu 1991 í áhugavert
samhengi. Bókin er skemmtilega byggð
og þéttfléttuð auk þess sem höfundur
vísar á snjallan hátt í söguna af Lísu í
Undralandi gegnum allt verkið. The
Company veitir trúverðuga innsýn í þá
blekkingarleiki sem mótuðu helstu
heimssögulegu atburði seinni hluta
síðustu aldar og það er ekki fyrr en í
lokin sem það kemur í ljós hver er
svikarinn mikli í röðum CIA. Frábær
bók.
Ég notaði svo tækifærið í London á
leiðinni heim til að ná mér í glóðvolgar
bækur bestu bresku skáldsagnahöf-
undanna að mínu mati, þeirra Davids
Mitchells og Ians McEwans. Mitchell er
höfundur hinna frábæru bóka Cloud
Atlas og Black Swan Green en nýja
bókin heitir The Thousand Autumns of
Jacob De Zoet og gerist í Japan í lok 18.
aldar. Bók McEwans heitir Solar og
fjallar um nóbelsverðlaunahafa og flag-
ara sem á í vandræðum í sínu fimmta
hjónabandi. Þessar tvær eru næstar í
Lesarinn Örn Úlfar Sævarsson textasmiður
Samsæri við sundlaugarbakkann
Lesbók