SunnudagsMogginn - 25.07.2010, Side 4

SunnudagsMogginn - 25.07.2010, Side 4
4 25. júlí 2010 Það varð Liverpool mikið áfall að missa af sæti í Meistaradeild Evrópu í vor, keppninni sem félagið hefur unnið fimm sinnum (aðeins Real Madrid og AC Milan hafa gert það oftar). Áhangendur þess ótt- uðust líka afleiðingarnar, myndi skellurinn þýða að helstu lykilmenn streymdu á braut og vont yrði að ráða nýja afburðamenn til starfa? Fyrstu vísbendingar eru góðar. Steven Gerrard fyr- irliði er sæll og glaður og ætlar að berjast áfram fyrir málstaðinn. Roy Hodgson kveðst heldur ekki hafa í hyggju að hlusta á tilboð í Fernando Torres sem raun- ar snýr laskaður heim frá Suður-Afríku – á líkama og sál – þrátt fyrir gullið. Sem fyrr veltur gengi Liverpool að miklu leyti á því hvort þessir menn ná sér á strik. Álagið á Gerrard og Torres hefur talsvert verið gagnrýnt og á dögunum steig Liverpool athyglisvert skref í þá átt að létta þeim lífið þegar enski lands- liðsmaðurinn Joe Cole skilaði sér í hús á Anfield á frjálsri sölu frá Englandsmeisturunum Chelsea. Cole, sem er 28 ára, hefur um árabil verið í hópi fræknustu sparkenda Englands, hugmyndaríkur og djarfur mið- vellingur. Heldur hægðist á honum í fyrra vegna erf- iðra meiðsla en Cole mun ugglaust leggja allt í söl- urnar til að finna sitt gamla form á Anfield. Auk hans hafa bæst í hópinn serbneski miðherjinn Milan Jovanović, kallaður Snákurinn vegna snerpu sinnar, frá Standard Liege, og skoski varnarmað- urinn ungi Danny Wilson frá Rangers. Roy Hodgson upplýsti í gær að ekki lægi á frekari kaupum. Þau bæri umfram allt að vanda. Cole kemur galvaskur með Snáknum Joe Cole slær á létta strengi á blaðamannafundi enska landsliðsins. Hans bíður nú ný áskorun. Reuters E nda þótt aflabrögð hafi verið dræm hin síðari misseri er Liverpool ennþá afla- hæsti togarinn á Englandsmiðum – í sögulegu tilliti. Munar þar mest um mokveiði á áttunda og níunda áratug síðustu aldar. Margur hnyklaði því brýrnar þegar gamall trillusjómaður tók sér stöðu í brúnni á dögunum – Roy Hodgson að nafni. Afburðamaður á sínu sviði, kom með Fulham, litla og laskaða trillu, drekkhlaðna að landi undir vorið – enda þótt hann missti þann stóra fyrir borð á heimstíminu. Þessi áleitna spurning brennur nú á allra vörum: Er Roy Hodgson jafnflinkur að stýra trillu og togara? Hodgson, sem verður 63 ára í næsta mánuði, er enginn nýgræðingur í faginu, Liverpool er þrettánda félagsliðið sem hann stýrir, auk þess sem hann hefur í þrígang þjálfað landslið. Eins og fyrr segir hafa þetta mest verið minni spá- menn og kröfurnar aðrar og minni en hjá Liver- pool. Eina sambærilega félagið sem Hodgson hefur stýrt er Internazionale í Mílanó. Þar var kappinn í tvígang, fyrst frá 1995-97 og aftur um stundarsakir árið 1999. Því fer þó fjarri að Inter hafi verið sama ferlíkið á þeim árum og við þekkjum í dag. Paul Ince var skærasta stjarnan og liðið hafnaði í sjöunda sæti Lígunnar fyrra ár- ið hans Hodgsons og því þriðja seinna árið. Þá tapaði Inter raunar úrslitarimmunni í Evr- ópukeppni félagsliða sem þá var og hét í víta- spyrnukeppni. Frægastur er Hodgson vitaskuld fyrir árangur sinn með svissneska landsliðið, sem hann þjálf- aði á árunum 1992-95. Kom liðinu meðal annars í lokakeppni HM sumarið 1994, í fyrsta skipti í tæp þrjátíu ár. Svisslendingar komust upp úr riðlinum en lutu í gras gegn Spánverjum í sextán liða úrslitum. Hodgson skilaði Svisslendingum líka inn á EM í Englandi 1996 en var tekinn við Inter þegar lokamótið fór fram. Stærsta verkefni Hodgsons í Englandi fram að þessu var að stýra Blackburn Rovers, 1997-98, en Blackburn var hlutfallslega mun stærra félag á þeim tíma en nú, varð til að mynda meistari vorið 1995, með kempur á borð við Alan Shea- rer, Colin Hendry og Stuart Ripley innanborðs. Væntingar voru því miklar og umtalsvert fé í sjóðum Jacks heitins Walkers. Brotlenti í Blackburn Hodgson byrjaði svo sem ágætlega á Ewood Park, liðið hafnaði í sjötta sæti. Veturinn eftir missti hann hins vegar allt niður um sig. Tuttugu milljónum sterlingspunda var varið til leik- mannakaupa um sumarið, meðal annars á mið- herjann Kevin Davies sem fann sig engan veg- inn. Meiðsli lykilmanna og ólga í leikmannhópnum hjálpuðu heldur ekki til og aumingja liðið ráfaði í myrkrinu. Þegar Black- burn skall með brambolti á botninum var Wal- ker nóg boðið og sagði Hodgson upp störfum. Orðspor kappans var í molum og fáir bjuggust við því að hann kæmi aftur til starfa í Englandi. Útlegðin varð líka löng – níu ár. Eftir viðkomu á Ítalíu, Sviss, Ítalíu aftur, Sameinuðu arabísku furstadæmunum, Noregi og Finnlandi sneri Hodgson hins vegar aftur heim, tók við Fulham. Þar var hann raunar í sömu sporunum og áður, liðið virtist kirfilega læst niðri í kjallara úrvals- deildarinnar. Ekki byrjaði okkar maður heldur vel, fékk aðeins níu stig úr fyrstu þrettán leikj- unum. Fulham var dauðadæmt. Þá kom hins vegar óvæntur kippur í líkið og tólf stig af fimm- tán mögulegum björguðu því með ævintýra- legum hætti frá falli. Menn báru Hodgson á höndum sér á Craven Cottage. Síðan lá leiðin upp á við. Veturinn eftir, 2008- 09, náði Fulham áður óþekktum hæðum, sjö- unda sæti og sigldi seglum þöndum inn í Evr- ópudeildina. Þar sló liðið eftirminnilega í gegn á liðnum vetri, féll við hinstu hindrun í sjálfum úrslitaleiknum gegn Atlético Madrid. Komst, vel að merkja, skrefinu lengra en Liverpool. Gamli skúrkurinn var orðinn hetja og var að launum valinn knattspyrnustjóri ársins í Eng- landi með fáheyrðum yfirburðum. Skyndilega var Hodgson á allra vörum og eftir afleitt gengi enska landsliðsins á HM í Suður- Afríku vildu margir að hann tæki við því. Fabio Capello var hins vegar endurráðinn og Liverpool gekk á lagið. Nú er bara spurningin: Er gamli jaxlinn vand- anum vaxinn? Andlát og upprisur Er Roy Hodgson rétti maðurinn fyrir Liverpool? Roy Hodgson baðar sig í sviðsljósinu á Anfield. Hvernig mun rauða hernum vegna undir hans stjórn? ReutersVikuspegill Orri Páll Ormarsson orri@mbl.is Roy Hodgson fæddist í Lundúnum 9. ágúst 1947. Hann er kvæntur, tveggja barna faðir sem talar norsku, sænsku og ítölsku reiprennandi, auk enskunnar. Þá er hann víst giska sleip- ur í þýsku, dönsku, frönsku og finnsku. Ekki veitir víst af hjá fjölþjóðlegum her eins og Liverpool hef- ur á að skipa í seinni tíð. Hodgson er líka virtur sparkskýrandi í sjónvarpi. Fjöl- tyngdur flakkari ódýrt og gott Grillaður kjúklingur og Pepsi eða Pepsi Max, 2 l 998kr.pk.

x

SunnudagsMogginn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.