SunnudagsMogginn - 25.07.2010, Síða 8

SunnudagsMogginn - 25.07.2010, Síða 8
8 25. júlí 2010 Þ að er margtuggin klisja, ekki síst í íþróttum, að eins dauði er annars brauð. Í mörg ár bar Tiger Woods ægishjálm yfir aðra kylfinga og vann mót eftir mót án þess að keppninautarnir ættu sér mikillar viðreisnar von. Heimslistinn í golfi ber þess enda skýr merki; Tiger Woods hefur trónað í efsta sæti hans undanfarnar 267 vikur í röð eða í rúm fimm ár. Allt í allt hefur efsta sætið verið hans í 609 vikur á ferlinum. Hrakfarir Tígursins í einkalífinu sem allur heimurinn hefur fengið ýtarlegar fréttir af höfðu því ekki aðeins áhrif á Woods sjálfan sem hefur ekki borið barr sitt síðan framhjáhaldsmálin komu upp, heldur á golfheiminn all- an. Nú í fyrsta skipti í lengri tíma inniheldur listi yfir lík- lega sigurvegara fyrir risamótin fjögur fleiri en eitt nafn. „Fyrir hvert einasta risamót eru nú um það bil 25 kylf- ingar sem hafa fulla trú á að þeir geti unnið mótið,“ segir Andrew Chandler, einn umsvifa- og áhrifamesti um- boðsmaðurinn í atvinnugolfinu. Chandler þessi hefur á snærum sínum Suður-Afríkumanninn Louis Oosthuizen sem kom öllum að óvörum þegar hann sigraði Opna breska meistaramótið um síðustu helgi með töluverðum yfirburðum. Oosthuizen, sem hafði ekki komist í gegnum niðurskurð í síðustu þremur risamótum, var nánast al- gerlega óþekktur fyrir mótið en lék golf lífs síns og endaði síðasta daginn sjö höggum á undan Bretanum Lee Westwood. Woods sjálfur var þrettán höggum á eftir Suður-Afríkumanninum í 23. sæti. Þó sigur Oosthuizens hafi verið óvæntur þá hafa sig- urvegarar á risamótum síðustu tveggja ára ekki beint ver- ið þeir sem flestir höfðu búist við. Frá árinu 2009 hafa sig- urvegarar risamótanna verið Ángel Cabrera, Lucas Glover, Stewart Cink, Yang Yong-eun, Phil Mickelson, Graeme McDowell og nú Oosthuizen. Af þessum sjö getur Mickelson einn talist í hópí stærstu nafna golfsins. Vanda- mál Tigers voru nefnilega hafin töluvert áður en brók- arsótt hans komst í hámæli. Árið 2008 var snubbótt hjá þessum besta leikmanni heims sem missti af síðustu tveimur risamótunum vegna uppskurðar á hnjámeiðslum sem hann hafði lengi glímt við. Tiger kom aftur árið eftir og vann nokkur smærri mót en árangurinn á risamót- unum var ekki til að hrópa húrra fyrir. Á Opna breska mótinu árið 2009 komst hann ekki í gegnum niðurskurð og var það aðeins í annað skiptið á ferlinum sem hann komst ekki áfram á risamóti. Ósigurinn gegn Suður- Kóreumanninum Yang Yong-eun á PGA-meistaramótinu síðar sama ár varð svo til þess að svipta Woods þeirri áru ósigranleika sem hann hafði notið um árabil. Woods, sem hefur unnið 14 risamót á ferlinum, lauk árinu án þess að hafa unnið nokkurt risamótana, í fyrsta skipti síðan 2004. Ekki að allir séu hrifnir af þessari fögru, nýju veröld þar sem hver sem er getur unnið og ekki er hægt að treysta á markaðsvænan Woods til að trekkja að áhorfendur og styrktaraðila. Pistlahöfundur bandaríska íþróttamiðilsins ESPN líkti yfirburðasigri Oosthuizens við það að horfa á augabrúnir vaxa í spegli með kvaki máva í bakgrunni. Engin spenna hafi verið á mótinu. Ef Tiger Woods hefði sigrað jafn örugglega hefðu fjölmiðlar líkast til lofað snilld hans frekar en að kvarta undan takmörkuðu skemmt- anagildi. Hvað sem því líður má gleðjast yfir því að sig- urvegarinn á Whistling Straits í Michigan þar sem PGA- meistaramótið fer fram í næsta mánuði verður líklega óskrifað blað fram á síðasta hring, þökk sé Tiger Woods og óförum hans. Þegar Tígurinn er að heiman fara mýsnar á stjá Ófarir Tigers Woods hleypa nýjum sigurvegurum að Vikuspegill Kjartan Kjartansson kjartan@mbl.is Farir Tiger Woods hafa ekki verið sléttar undanfarið. Reuters

x

SunnudagsMogginn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.