SunnudagsMogginn - 25.07.2010, Page 22
22 25. júlí 2010
Þ
egar við fluttum heim frá Kaup-
mannahöfn árið 2007 veltum
við því mikið fyrir okkur hvaða
hverfi við ættum að velja til að
búa í,“ segir Steinunn Þórhallsdóttir, sem
býr ásamt fjölskyldu sinni við Lönguhlíð.
„Við bjuggum úti í tvö ár og höfðum van-
ist því að fara allra okkar ferða hjólandi.
Niðurstaðan var að setjast að í Hlíðunum,
enda er þetta eina hverfið í Reykjavík þar
sem hægt er að labba niður á ströndina í
Nauthólsvík, í Öskjuhlíð, niður í bæ, í
Kringluna og víðar á innan við kortéri.“
Steinunn segir að þau hafi vissulega
velt því fyrir sér hvort nálægðin við
Miklubrautina myndi valda þeim óþæg-
indum. „En þegar við sáum að til stæði að
leggja hana í stokk hugsuðum við með
okkur að við gætum vel þolað þetta í tvö,
þrjú ár þar til stokkurinn kæmi.“
Skömmu eftir að fjölskyldan flutti
heim fæddist Bríet, dóttir þeirra hjóna,
og um svipað leyti greindist yngri son-
urinn, Karl Orri, með astma. „Hann var
farinn að sýna einkenni úti áður en við
fluttum hingað heim en þetta varð ekki
ljóst fyrr en eftir að við fluttum. Bríet litla
reyndist líka vera með astma og við þessa
greiningu kviknaði aldeilis á móðurhjart-
anu; ég var hérna heima í fæðingarorlofi
og fór að velta því fyrir mér hvort ég ætti
að láta hana nýfædda sofa í vagni úti á
svölum. Þegar ég horfði þaðan út á
Miklubraut var ég ekki viss um að það
væri í lagi.“
Í framhaldinu ákvað Steinunn að
kynna sér málin betur og datt fljótlega
inn á heimasíðu íbúasamtaka svæðisins
sem er sneisafull af upplýsingum um
mengunarmálin í hverfinu. „Þar sá ég að
þetta var verra en ég hélt. Mér datt þá í
hug hvort betra væri að hafa vagninn á
bak við hús – hvort húsið skýldi vagn-
inum fyrir rykinu frá götunni? Maður fer
þannig að leita að leiðum til að búa við
þessar aðstæður.“
Þegar Steinunn komst síðan að því að
áhrifasvæði mengunarinnar næði 200
metra frá stofnbrautum burtséð frá
byggingum féll henni allur ketill í eld.
„Það eru dálítið ógnvænlegar staðreyndir
og maður áttar sig á því að þetta snýst
ekkert bara um mínar svalir og fjögur
lungu barnanna minna. Allir grunnskól-
arnir í hverfinu eru innan mesta áhrifa-
svæðisins sem og fimm af sjö leikskólum.
Á einum þeirra, Stakkahlíð, sem er stað-
settur í kverkinni á Kringlumýrarbraut
og Miklubraut, er börnunum reglulega
bannað að fara út vegna mengunar. Allir
íbúar hverfisins sitja í sömu súpunni.“
Með verk í lungunum
Þeir íbúar sem glíma við astma- og of-
næmissjúkdóma eru þó verst settir þegar
kemur að menguninni, eins og Steinunn
og fjölskylda hennar hefur fengið að
reyna. „Þá daga sem mengunin er hvað
verst hósta yngri börnin mikið. Astminn
er ofnæmissjúkdómur sem virkar þannig
að þegar erting er frá umhverfinu bregst
líkaminn við á ýktan hátt. Það er misjafnt
eftir einstaklingum hvernig, en í okkar
tilfelli er það þannig að lungun í Karli
Orra fara að framleiða mikið slím. Hann
finnur mikið fyrir því og t.d. fær hann
verk í lungun þegar hann er að leika sér
og hlaupa mikið og þarf þá að hvíla sig.“
Verstu einkennin koma þó aðeins
seinna fram. „Á morgnana eftir vonda
mengunardaga á hann til að kasta upp
slíminu því það safnast fyrir þegar hann
liggur út af. Þegar hann vaknar heyrir
maður að hann fær hóstakast og svo þarf
hann bara að hlaupa inn á klósett og
gubba. Þá þurfum við að byrja á því að
gefa honum tvö astmalyf, ventolín og
flixotíð, annað sem á að opna lungna-
berkjurnar og fá þær til að slaka á og svo
stera til að minnka bólgur og slímmynd-
un.“
Síðastliðinn vetur gerðist þetta þrisvar,
fjórum sinnum að sögn Steinunnar en
hvert kast getur tekið nokkra daga. „Það
tekur svo svolítinn tíma að komast fyrir
þetta og ná honum niður aftur þegar
hann verður svona slæmur. Þá getur
hann kastað upp nokkra daga í röð, bæði
hér heima og í leikskólanum.“
Viðbrögðin eru ekki jafn ofsafengin hjá
Bríeti. „Hún er mun skárri. Við finnum
bara að hún hóstar meira þegar öndunar-
vegurinn er byrjaður að þrengjast hjá
henni og þá byrjum við að gefa henni lyf
til að henni skáni. Þessi reynsla fer alger-
lega saman við niðurstöður nýrra rann-
sókna sem sýna að það er fylgni milli
loftgæða í Reykjavík og sölu astmalyfja
næsta dag. Þetta er eins hjá okkur – dag-
ana eftir vond loftgæði verða krakkarnir
slæmir og þá þurfum við að fara að pústa
þau og gefa þeim stera.“
Flutningar ræddir alvarlega
Vegna þessa hafa Steinunn og maður
hennar velt fyrir sér möguleikum á flutn-
ingum. „Við töluðum um það mjög alvar-
lega þegar við fengum þá niðurstöðu frá
lækninum að börnin væru með astma og
að mengunin hérna hefði þessi slæmu
áhrif á þau. Raunar sagðist læknirinn
ekki geta sagt okkur að flytja, en að sumir
tækju ákvörðun um að flytja sig um set
vegna slíkra aðstæðna. Á hinn bóginn
hreyfir maður sig ekkert í þessu efna-
hagsástandi. Ég veit ekki hvað við hefð-
um gert ef við hefðum getað selt eins og
ekkert væri á eðlilegu verði og keypt ein-
hvers staðar annars staðar. Ég lít enn á
þetta sem eitt besta hverfið í Reykjavík
því það eru líka mörg tækifæri fyrir okk-
ur hérna.“
Í staðinn ákvað Steinunn að reyna að
gera eitthvað í málunum og hellti sér út í
Allir í sömu súpunni
Dagana eftir slæm loftgæði í borginni á fimm ára
drengur í Hlíðunum það til að kasta upp slími
sem er afleiðing ofnæmisviðbragða í lungunum.
Púst og steralyf eru honum og litlu systur hans
nauðsynleg vegna mengunarinnar.
á sólarhring um Hringbrautina en meng-
unin hefur aldrei verið mæld á íþrótta-
svæðinu.“
Vannýtt viðbragðsáætlun
Hilmar segir tvö atriði þýðingarmest í því
að vinna bug á menguninni. „Ef naglarnir
yrðu teknir út nægði það til að draga svo
mikið úr svifrykinu að þau skipti sem það
færi yfir heilsufarsmörkin myndu rúmast
innan reglugerðarinnar í dag. Það eru
nefnilega svo fá tilvik þar sem það gerist
vegna einhvers annars. Í sjálfu sér er bann
við nagladekkjum fremur lítil aðgerð. Þeir
sem aka á nagladekkjum benda alltaf á ör-
yggismálin en það eru til dekk sem gera
betur en naglar, s.s. loftbóludekk, harð-
kornadekk eða míkróskorin dekk. Það er
rosalega seigt í þeirri mýtu að nagladekkin
séu það eina sem virki í hálku.“
Hitt atriðið er hraðinn. „Köfnunarefn-
isdíoxíð myndast við bruna á eldsneyti og
eftir því sem bíllinn keyrir hraðar – þeim
mun meiri og hraðari verður bruninn. Það
er mjög athyglisvert að skoða hraðatölur í
Reykjavík. Þannig er 60 km hámarkshraði
á Miklubraut frá Njarðargötu til Vest-
urgötu en mælingar hafa sýnt að á kafl-
anum hjá gamla Tónabæ er 74 km með-
alhraði. Á Kringlumýrarbraut er 80 km
hámarkshraði en meðalhraðinn þar er yfir
90 km. Í Ártúnsbrekkunni er meðalhrað-
inn kominn fast að 100 km. Þarna er um
að ræða sólarhringsmeðalhraða og svo er
fólk alltaf að tala um umferðarteppur!“
Umferðarhraðinn hefur ekki bara áhrif
á köfnunarefnisdíoxíðmyndunina. „Hann
rótar líka upp svifrykinu sem sest á göt-
urnar,“ segir Hilmar. Naglarnir og hrað-
inn hafa líka áhrif á aðra tegund mengunar
– hljóðmengunina – sem er mikil við
helstu stofnbrautir borgarinnar. „Ef nagl-
arnir hyrfu gætum við átt von á því að
hljóðstig á Miklubrautinni og við Stakka-
hlíð lækkaði um allt að þrjú desibel. Það
hljómar kannski ekki mikið en upplifunin
er næstum helmingun á hávaðanum. Það
sama á við um hraðann – hægari umferð
framleiðir minni hávaða.“
Það er þó ýmislegt annað hægt að gera
en að banna nagla og draga úr hraða eins
og lagt er til í Viðbragðsáætlun um loft-
gæði í Reykjavík. „Þar er að finna ým-
iskonar skammtímaaðgerðir sem lúta að-
allega að samgöngum,“ segir Hilmar. „Í
áætluninni er t.d. talað um upplýsingagjöf
til almennings, sem er komin í ágætan far-
veg eftir að farið var að gera mæling-
artölur aðgengilegar fyrir almenning. Eins
er talað um rykbindingu sem gerðar voru
tilraunir með og sýndu svo sannarlega ár-
angur.“
Aðrar og öllu áhrifameiri aðgerðir eru
einnig lagðar til. Ein er að draga úr umferð
með því að banna umferð bíla með odda-
tölu eða slétta tölu ákveðna daga þegar
mengun er mikil og önnur að skylda bíla
til að drepa á sér á t.d. ljósum. Þá er lögð til
skammtímalokun gatna vegna mengunar
en með nýjum spálíkönum og full-
komnum veðurspám má sjá fyrir hvaða
daga má búast við að svifryksmengun fari
yfir heilsufarsmörk. „En þrátt fyrir þessa
ágætu áætlun stöndum við samt uppi með
niðurstöðuna – að ekkert er gert,“ segir
Hilmar.
Hringir í stað ása
Hann undirstrikar að Hlíðarnar séu frá-
bært hverfi sem sé miðsvæðis og bjóði upp
á mikil lífsgæði. „Það eina sem angrar
okkur eru þessar stóru, þungu umferð-
aræðar sem liggja í gegn um hverfið og eru
þungamiðja fólksflutninga frá austurbæ í
vesturbæ að morgni og frá vesturbæ í
austurbæ um eftirmiðdaginn. Þessir miklu
fólksflutningar í Reykjavík eru stærsta
skipulagsslysið í borginni – að við höfum
byggt úthverfi lengst í austur á meðan
vinnusvæðin eru í vestari hlutanum. Þar
fyrir utan þetta langdýrasti samgöngu-
mátinn og óheilbrigðasti en í 80% bílferða
í Reykjavík er einn í bíl, og í 33% ferða er
leiðin styttri en 1 kílómetri.“
Skipulagsslysið felst ekki síst í þeirri
hönnunarstefnu að reyna stöðugt að
greiða fyrir umferðinni með því að hraða
henni, að mati Hilmars. „Umgjörðin á
Miklubrautinni minnir t.d. helst á hrað-
braut; það er girt á milli og tryggt að gang-
andi vegfarendur fari ekki yfir nema á
ákveðnum stöðum. Þetta líkist miklu
meira hraðbraut heldur en nokkru sinni
götu í borg. Á sama tíma er vitað að hrað-
inn eykur mengun, fjölgar slysum og
dauðsföllum í umferðinni. Víða erlendis er
stefnan akkúrat í hina áttina enda sættir
fólk sig einfaldlega við að það taki svolít-
inn tíma að koma sér á milli staða með
öðrum hætti. Við eigum að hætta að láta
bílinn hafa forgang en greiða enn frekar
fyrir hjólum og gangandi umferð og gera
almenningssamgöngur betri.“
Til eru hugmyndir um hvernig leysa
mætti fólksflutningana í borginni, meðal
annars runnar frá Samúel Torfa Péturs-
syni, arkitekt í Danmörku. „Það umferð-
arskipulag þekkist að utan og gengur út á
að fleyta þeirri umferð sem ekki á erindi
inn í viðkomandi hverfi fram hjá á stof-
næðum sem liggja í hring utan um þau,“
segir Hilmar sem segir vissulega þurfa
endurskipulagningu til en þó ekki algera
uppstokkun á því umferðarkerfi sem nú er
Miklabrautin minnir helst á hraðbraut en gæti auðveldlega orðið breiðstræti í borg.