SunnudagsMogginn - 25.07.2010, Síða 28
28 25. júlí 2010
Tobias tiplar á ísnum, þar sem ýmsar hættur geta leynst við borgarísjakann.
T
obias læddist varlega um ísinn
og kannaði leiðina á milli
tveggja ísjaka, hundarnir fylgdu
fast á eftir. Ísinn við borg-
arísjakana getur verið örþunnur þannig
að maður og hundar geta auðveldlega
fallið niður um ísinn í jökulkaldan sjóinn.
Það er yfirleitt farið varlega við stóra ís-
jaka, þó að það sé sjaldgæft að þeim hvolfi
þegar þeir sitja fastir í ísnum. Þó getur
það alltaf gerst, sérstaklega ef ísinn sem
heldur þeim föstum er þunnur. Aðeins
einn tíundi hluti borgarísjakans stendur
upp úr sjónum.
Hvolfi ísjaka í opnum sjó getur hann
valdið flóðbylgju langt út frá sér, hvolfi
honum föstum í ís brotna ísflekar langt út
frá jakanum og kremja allt sem fyrir þeim
verður þegar þeir sporðreisast af miklu
afli. Nýlega voru fimm menn á litlum bát
við Ilulissat á Grænlandi við veiðar og
hafa sennilega verið of nálægt stórum jaka
sem hefur hvolft og sökkt þeim. Það hefur
ekkert til þeirra spurst.
Við vorum hinsvegar langt úti á haf-
ísnum á Ingelfield-firði í Thule. Ísinn er
að byrja að bráðna, hann er mun þynnri
en hann var fyrir nokkrum árum á sama
árstíma. Hlýnun norðurslóða er stað-
reynd og íshellan minnkar hratt, hvort
sem mönnum líkar það betur eða verr og
hvort sem þeir halda með Arsenal eða
Manchester United.
Það er svolítið sérstakt að ferðast um
með veiðimönnum nyrstu byggða á jörð-
inni, veiðimönnum sem hafa yfir 4.000
ára hefð á bak við sig og hafa lifað af ótrú-
legt harðræði verðuraflanna og þurft að
veiða sér til matar í gegnum aldirnar.
Þarna eru einhverjir mestu veiðimenn
jarðarinnar. Fáir Evrópubúar eða aðrir
íbúar stórborga heimsins myndu lifa af
við þær aðstæður sem þeir hafa barist við.
Það er eins og tíminn standi í stað, sólin
snýst í hringi beint fyrir ofan höfuðið á
manni allan sólarhringinn. Það er enginn
munur á nóttu og degi á þessum árstíma.
Það er eins og að anda að sér öðru lofti
þarna norðurfrá og birtan er líka mun
skærari.
Lífið tekur kipp, veiðimönnum sem lifa
eingöngu á veiðum fer óðum fækkandi,
það er alltaf verið að gera þeim lífið erf-
iðara. Þeir reyna samt að komast á veiðar
á meðan ísinn heldur þeim. Bátarnir eru
gerðir klárir fyrir sumarmánuðina, þegar
fjörðurinn er íslaus, þá er siglt á veiðar
langt frá þorpinu.
Veiðimaður gaf sig á tal við mig þar sem
ég var að taka myndir í þorpinu hans. Það
var sorg í augum hans þegar hann sagði að
ísinn væri orðin svo þunnur að það valdi
vandræðum. „En það er bara hluti af
vandræðum okkar,“ sagði hann.
„Það er búið setja reglur frá Evrópu sem
banna okkur að selja skinnin af þeim dýr-
um sem við veiðum, það var lifibrauðið
okkar. Við getum ekki selt túpilaka,
handgerða listmuni, tálgaða úr hval-
beinum, einungis úr hreindýrshornum en
þeir eru ekki eins fallegir. Þessar reglur
eiga miklu frekar við um dýr í útrýming-
arhættu sem eru drepin af veiðiþjófum.
Við erum ekki veiðiþjófar. Af hverju getur
ekki fólk sem hefur aldrei komið hingað
og veit ekkert um okkur og lífið hér látið
okkur í friði? Hver bað það um að setja
reglur fyrir okkur? Ekki reynum við að
breyta því hvernig aðrir lifa.“
Það er búið að setja kvóta á hvíta-
bjarnaveiðar vegna þrýstings utanfrá og
einungis þeir sem lifa eingöngu á veiðum
mega veiða þá. Fyrir vikið eru mun færri
sem veiða hvítabirni nú en áður.
„Ísbjarnastofninn telst um 25 þúsund
dýr og það hefur verið þannig frá ómuna-
tíð. Við sem lifum með náttúrunni sýnum
henni virðingu og veiðilendum okkar. Við
þekkjum slóðir norðurhjarans best og
myndum aldrei eyða þeim stofnum dýra
sem við veiðum úr. Við hreinlega gætum
það ekki. Sumir eiga eplatré í garðinum
sínum sem þeir geta borðað af, hér vaxa
hins vegar engin eplatré, þess vegna veið-
um við okkur í matinn,“ sagði veiðimað-
urinn.
Það steðjar mun meiri hætta af hlýnun
á norðurslóðum en veiðimönnum þar
sem það verður mun erfiðara fyrir ís-
björninn að veiða sér til matar á þunnum
ísnum. Það var sorgmæddur maður sem
kvaddi mig, ég skildi hvað hann var að
segja.
Það er stórkostlegt, eftir að hafa lesið
um fræknar ferðir heimskautafara á
norðurslóðum, að geta flogið til nyrstu
byggða heims á aðeins nokkrum klukku-
tímum. Áður fyrr var farið á skipum
norður Grænland á nokkrum mánuðum,
ferðast svo um ísbreiðurnar á hundasleð-
um svo mánuðum skipti, jafnvel árum, og
kortlagðar áður ókannaðar slóðir.
Að fljúga yfir Grænland er ólýsanlegt,
fjöllin eru svo ótrúlega tignarleg og allt
landslagið hvert sem horft er. Það hefur
enginn maður stigið fæti á flest fjöllin þar.
Meira að segja tunglið sjálft er betur
kannað. Gömlu heimskautafararnir hefðu
notið þess að sjá landið úr lofti.
Það sem maðurinn í Thule sagði sat í
mér á heimleiðinni og ég velti fyrir mér
hvernig fólk það er sem situr á skrifstofu
allan daginn og semur reglugerðir um allt
og ekkert fyrir aðra til að fara eftir, um
hluti sem það veit ekkert um og virðist
ekki velta fyrir sér afleiðingum gjörða
sinna. Það er búið að finna upp flugvélina
fyrir meira en hundrað árum. Flugið, ein-
hver fallegasta starfsgrein á jörðinni, á
líka undir högg að sækja, einkafluginu er
að blæða út vegna allskonar íþyngjandi
reglna og óheyrilegs kostnaðar. Að það
skuli kosta yfir hálfa milljón króna á ári að
eiga litla flugvél án þess að fljúga henni í
eina mínútu. Það er óskiljanlegt. Enginn
getur það til lengdar. Flugvél flýgur ekk-
ert öðruvísi nú en fyrir þrjátíu árum og
litlu flugvélarnar eru fyrsta þrepið í námi
flugmannsins, mannsins sem flýgur með
okkur á milli landa í framtíðinni.
Það virðist enginn með bein í nefinu
vera til staðar til að verja flugið, ekki í
Evrópu og alls ekki á Íslandi, hér rata
reglugerðirnar óhindrað í gegn, jafnvel án
þess að við þurfum að taka þær upp. Það
er eins og eftirlitsiðnaðurinn sem tor-
tryggir allt og alla nema sjálfan sig vilji
leggja flugið niður. Er ekki kominn tími
Sagan bak við myndina
Ragnar Axelsson rax@mbl.is
Ætli þessi sé að leita að eplatré?
Fórnarlömb
skrifstofublóka