SunnudagsMogginn - 25.07.2010, Side 36
36 25. júlí 2010
íuskákmótum: Kasparov tefldi 82 skákir á 8 ólympíu-
mótum og tapaði 3 þeirra! Karpov tefldi 68 skákir á 6 ól-
ympíumótum og tapaði 2 þeirra!
Sexmenningarnir skiluðu allir góðum árangri í
mótinu. Helgi fékk 6,5 v í 12 skákum, Jóhann 8 v af 12,
Jón L. 8 v af 13, Margeir 7,5 v af 12, Guðmundur 2 v af 4
og Karl 2 v af 3. Jón L. og Margeir fengu stórmeistaratign
að mótinu loknu. Jón skrifaði bók um ævintýrið í Dubai
ásamt dr. Kristjáni Guðmundssyni liðsstjóra sveit-
arinnar og heitir bókin „Skákstríð við Persaflóa“. Þar
kemur meðal annars fram að útgerðarmaðurinn Soff-
anías Cecilsson frá Grundafirði hét liðinu peningaverð-
launum ef því tækist að verða á meðal tíu efstu þjóðanna
í Dubai en 11. sæti í Havana 1966 var besti árangur Ís-
lands á ólympíuskákmóti fram að þessu. Niðurstaðan
skilaði sveitinni 1 milljón íslenskra króna á þávirði frá
Soffaníasi. Kristján og Jón draga ekki dul á það í bókinni
að áheit Soffaníusar hvatti skákmennina til dáða.
Kasparov sakaði Íslendinga um svindl
Jón L. lýsir þeim Kasparov og Karpov afar skemmtilega í
fyrrnefndri bók: „Það er einkennileg líðan að tefla and-
spænis sveit, þar sem Karpov og Kasparov sitja hlið við
hlið. Þeir eru ólíkir í háttum. Kasparov iðar í sætinu og
er óstyrkur að sjá eins og fyrr er vikið að en Karpov er
aftur á móti sallarólegur, nánast hreyfingarlaus við
borðið. Hann hreyfði höfuðið lítilsháttar til og frá meðan
hann var að hugsa, svona eins og til að örva blóðstreymi
til heilans og svo gaut hann augunum rannsakandi til
Jóhanns – þetta fræga (ískalda) Karpov-augnaráð. Kar-
pov sat meira við borðið en Kasparov en er hann stóð
upp til að teygja úr sér, leit hann á stöður liðsmanna
sinna. Og K-in tvö tóku oftar en einu sinni tal (með litlu
t-i!) saman og virtust ræða stöðurnar á hinum borð-
unum. Raunar er óleyfilegt að keppendur ræði saman
meðan á skákum stendur, en skákstjóri fann þó enga
þörf hjá sér til þess að þagga niður í þessum snillingum!
Þrátt fyrir allt umtal um að grunnt sé á því góða milli
þessara tveggja heimsmeistara, var það ekki að merkja á
þeim, þar sem þeir stungu saman nefjum.“
Síðar í mótinu tapaði Ísland 1:3 gegn Bandaríkjunum
og missti þar með af toppbaráttunni. Snillingurinn
Kasparov átti erfitt með að skilja þau úrslit og sparaði
síst stóru orðin. „Kasparov trylltist við þessi úrslit og
gekk svo langt að ásaka íslensku sveitina um að hafa gert
sér það að leik, að tapa fyrir Bandaríkjamönnum. Við lit-
um á þetta sem hrós frá heimsmeistaranum. Auðvitað
gat svona sterk sveit, eins og sú íslenska, ekki tapað svo
stórt án þess að brögð væru í tafli!“
Besti árangurinn í Manila?
Fjórmenningaklíkan myndaði hryggjarsúluna í landslið-
inu á ólympíuskákmótum í tæpan áratug til viðbótar og
sýndi að árangurinn í Dubai var engin tilviljun því liðið
sýndi mikinn stöðugleika. Árið 1988 fór mótið aftur
fram í Þessalóníku og varð Ísland í 15. sæti með 32 vinn-
inga. Margeir fékk 7,5 v af 12 mögulegum. Guðmundur
hætti eftir mótið í Dubai og Karl eftir mótið í Þess-
alóníku. Tveimur árum síðar, í Novi Sad í Júgóslavíu, var
Ísland aftur í toppbaráttunni og hafnaði í 8. sæti með
32,5 vinninga. Jóhann fékk 8,5 v í 13 skákum.
Árið 1992 fór keppnin fram í Manila á Filippseyjum og
enn einu sinni voru Íslendingarnir í stuði. Fengu 33,5
vinninga og 6. sætið varð staðreynd af 102 þjóðum. Færa
má fyrir því rök að árangurinn í Manila sé sá besti í sög-
unni hjá Íslendingum. Þá var járntjaldið í Austur-
Evrópu fallið með þeim afleiðingum að mun fleiri sterk-
ar skákþjóðir urðu til, enda voru Sovétríkin helsta stór-
veldið í skákinni. Eina Vesturlandaþjóðin sem hafnaði
ofar en Ísland var Bandaríkin, sem endaði í 4. sæti, og
þau voru með 3 fyrrum Sovétmenn innanborðs. Hannes
Hlífar Stefánsson og Þröstur Þórhallsson skipuðu liðið
ásamt fjórmenningunum. Hannes var tvítugur þegar
teflt var í Manila og stóð sig frábærlega en hann fékk 7 v í
9 skákum og tryggði sér stórmeistaratitil. Árangur ann-
arra var eftirfarandi: Jóhann 6,5 v af 12, Margeir 5,5 v af
10, Helgi 5 v af 9, Jón L. 7 v af 11 og Þröstur 2,5 v af 5.
Gunnars þáttur Eyjólfssonar
Þegar keppnin fór fram í Manila bættist íslenska hópn-
um liðsauki úr óvæntri átt, en stórleikarinn Gunnar Eyj-
ólfsson var með í för sem eins konar andlegur leiðtogi.
Gunnar hefur ekki verið keppnismaður í skák en átti
hins vegar að hjálpa skákmönnunum að einbeita sér að
verkefninu. Auk þess blés hann þeim baráttuanda í
brjóst fyrir hverja umferð með ýmsum aðferðum. Þarna
var gerð áhugaverð tilraun hvað varðar andlega þáttinn
sem virðist hafa heppnast fullkomlega.
Gott dæmi um aðkomu Gunnars er frásögn Margeirs
frá mótinu í Manila. „Gunnar hafði mjög góð áhrif og
hjálpaði mönnum að ná hámarkseinbeitingu. Þá var líka
meiri agi á liðinu. Það voru allir vaktir á sama tíma og
gerðu æfingar. Gunnar passaði einnig upp á að menn
væru ekki að stúdera yfir sig sem gat valdið því að menn
mættu þreyttir í skákirnar. Hann hélt vel utan um
mannskapinn hvað þetta varðaði. Ég man eftir því þegar
við tefldum við Rúmeníu þá lenti ég á móti manni sem
mér hafði gengið illa á móti. Þessi einstaklingur tefldi
mjög hratt í byrjun og ætlaði að taka mig á taugum. Ég
verð að játa að ég varð talsvert stressaður yfir þessu og
þurfti að eyða miklum tíma í að leysa málin. Gunnar
skynjaði þetta einhvern veginn og sá að ég var ekki alveg
rólegur. Hann mátti auðvitað ekki ræða við mig á meðan
skákinni stóð en sendi mér augnaráð með þeim skila-
boðum að ég þyrfti að ná mér niður og einbeita mér. Þá
gerði ég nokkrar öndunaræfingar í sætinu og andaði
mjög djúpt að mér eins og hann hafði kennt okkur. Þá
leið mér mun betur og náði jafntefli nokkuð örugglega út
úr mjög erfiðu tafli. Ég myndi því segja að þetta jafntefli
hafi verið Gunnari að þakka,“ sagði Margeir við Morg-
unblaðið þegar hann var beðinn um að rifja upp þátt
Gunnars Eyjólfssonar.
Fjórmenningarnir kvöddu í Moskvu
Árið 1994 var teflt í Moskvu og Ísland varð í 22. sæti með
32,5 vinninga og fékk Margeir fékk 7,5 v af 10. Keppnin í
Moskvu var síðasta ólympíuskákmótið sem fjórmenn-
ingarklíkan tefldi á. Næsta mót var haldið í Jerevan í
Armeníu árið 1996 og þá var Jón L. hættur. Ísland náði
12. sæti með 33 vinninga. Jóhann fékk 7 v af 11. Eftir
mótið í Jereven hættu Jóhann og Margeir að tefla með
landsliðinu. Helgi hélt áfram, einn fjórmenninganna.
Þegar frá líður er auðveldara að átta sig á því hversu
sterkum sveitum Ísland tefldi fram með fjórmenn-
ingaklíkuna innanborðs. Árangurinn á því tímabili sem
hér er rifjað upp er einstakur en síðan 1996 hefur Ísland
ekki komist nálægt topp 10 á ólympíuskákmótum. Besti
árangurinn á seinni árum er 22. sæti árið 2002 en Ísland
hefur oftar en ekki verið að berjast um að vera á meðal
50 efstu. Athyglisvert er að árið 2002 var Gunnar Eyj-
ólfsson einnig með í för sem andlegur leiðtogi og virtist
það skila árangri eins og í Manila.
Ungir og reffilegir menn á leið á keppnisstað til þess að ganga frá andstæðingum sínum.
É
g man að ég upplifði
þetta sem alheims-
viðburð. „PR“-gildi
viðburðarins fyrir Ís-
land var náttúrlega ótrúlegt. Við
erum að tala um viðburð sem var
á forsíðu heimsblaðanna dag eft-
ir dag og viku eftir viku, enda
hefur einvígið verið sett í það
samhengi síðar að það hafi verið
einn stærsti keppnisviðburður á síðustu öld. Ég var
15 ára gamall og var skákmeistari Vestmannaeyja
en hafði þó ekki teflt mjög lengi. Mér fannst það
ekki ýkja merkilegt í ljósi þess að Fischer hafði
orðið stórmeistari 15 ára. Ég sá fimm skákir og
þetta var algert ævintýri,“ sagði Helgi þegar Morg-
unblaðið bað hann að rifja einvígi Fischers og
Spasskís upp.
Að mati Helga er árangur Íslands í Dubai og Ma-
nila nokkuð svipaður. „Ég held að þetta sé að
sumu leyti svipað en við vorum kannski þroskaðri
skákmenn í Manila og veraldarvanari. Það liðu
náttúrlega sex ár þarna á milli. Það má segja að
svipaðar áherslur hafi gert það að verkum að liðið
náði vel saman í báðum tilfellum. Við létum ekki
einhverja atburði utan taflborðsins vera breytu í
atburðarásinni. Við pössuðum upp á að undirbún-
ingur fyrir mótin og fyrir skákirnar væri í lagi.
Þessi hópur hafði þvælst mikið saman og þekkst
árum saman. Þegar ég horfi til baka þá minnist ég
þess að það var alltaf góður mórall. Mér finnst það
standa svolítið upp úr hvað það var gaman að
þessum hóp. Það þýðir þó ekki að menn hafi alltaf
verið sammála um alla hluti, heldur var mórallinn
almennt góður. Það var glaðværð yfir mönnum og
það tóku margir eftir því. Í öðrum liðum var alltaf
mikil samkeppni en það var einhvern veginn ekk-
ert atriði hjá okkur. Í fyrstu vakti mikla athygli
hvað við vorum með sterka sveit en síðan urðum
við bara þekkt stærð og það var alltaf vitað að það
yrði erfitt að tefla við okkur,“ sagði Helgi.
„Mórallinn í hópn-
um stendur upp úr“
Helgi Ólafsson
M
argeir Pétursson
segir einvígið 1972
hafa ýtt mjög undir
hans metnað.
„Fischer og Spasskí voru Tiger
Woods þess tíma í mínum huga.
Það var ekki fyrr en ’72 að ég
uppgötvaði að það væri keppt í
skák. Þá varð ég gífurlega áhuga-
samur og fór að stúdera skák
enda tók ég mjög hröðum framförum. Ég sá bara
tvær skákir í heild sinni. Það var dýrt inn en ég
fékk oft miða hjá frændum mínum á biðskákirnar
því þær voru þá tefldar á vinnutímum,“ sagði
Margir í samtali við Morgunblaðið og segir árang-
urinn í Manila standa upp úr á ólympíumótunum.
„Ég held að árangurinn hafi verið betri í Manila
heldur en í Dubai. Í staðinn fyrir að vera með eitt
lið þá voru Sovétríkin með tæplega fimmtán lið og
þetta voru gríðarlega sterkar sveitir sem bættust
við. Það var því töluvert annar bragur á því móti,“
sagði Margeir. Að hans mati urðu ákveðin straum-
hvörf árið 1984 þegar Jóhann náði stórmeistaraá-
fanga á Búnaðarbankamótinu. „Við höfðum lengi
þótt efnilegir en þarna sáum við hinir að þetta var
alveg hægt. Menn höfðu nú alveg heilbrigðan
metnað og samkeppnin jókst. Þarna náðu menn að
brjóta töluvert mikinn ís.“ Margeir segir að það
hafi vakið mikla athygli hve sterka sveit Ísland átti
á þessum tíma. „Ég hef starfað mikið í ríkjum sem
áður tilheyrðu Sovétríkjunum og þar er skákþekk-
ing almennt mikil. Þar vita til dæmis allir hver
Kasparov er. Menn trúa mér ekki þegar ég segi
þeim að Ísland hafi gert 2:2-jafntefli gegn Sov-
étríkjunum, með Kasparov og Karpov innanborðs,
á ólympíuskákmóti. Menn skilja ekki hvernig það
er mögulegt fyrir 300 þúsund manna þjóð,“ sagði
Margeir ennfremur.
Jafnteflið gegn Sov-
étríkjunum vekur
athygli í austurvegi
Margeir Pétursson