SunnudagsMogginn - 25.07.2010, Blaðsíða 44

SunnudagsMogginn - 25.07.2010, Blaðsíða 44
44 25. júlí 2010 Þriðja plata kanadísku hljómsveitarinnar Ar- cade Fire, The Suburbs, er væntanleg í verslanir 2. ágúst næstkomandi og hefst sveitin strax handa við að fylgja henni eftir með stóru tónleikaferðalagi, bæði um Bandaríkin og Evrópu. Sveitin treður upp í hinum fræga Madison Square Garden, 5. ágúst og þeir sem ekki hafa nælt sér í miða á tónleika þurfa ekki að örvænta því þeir verða í nefnilega í beinni útsendingu á vef- síðunni YouTube. Á heimasíðu Arcade Fire má svp sjá stutt myndband þar sem sveitin notar lagið Ro- coco til að auglýsa væntanlega útsendingu á Madison Square Garden-tónleikunum. Arcade Fire beint frá New York á YouTube Fugazi spilaði á eftirminnilegum tónleikum hérlendis í bílakjallara Ríkisútvarpsins. Hljómsveitin Fugazi frá Washington D.C. hefur haft hægt um sig í nær áratug. En þó að meðlimir sveitarinnar hafi ekki verið að vinna að nýju efni hafa þeir verið dug- legir að koma öllum tónleikaupptökunum sínum á stafrænt form. Í viðtali við aðdá- endasíðuna World of Fugazi sagði söngv- arinn og gítarleikarinn Guy Picciotto að ekki væri langt þangað til sveitin gæti boð- ið upp á niðurhal af nánast öllum tón- leikum Fugazi í gegnum heimasíðu hljómsveitarinnar, sem samkvæmt Pic- ciotto gæti farið í loftið seint í ár eða í byrj- un þess næsta. Spurning hvort tónleika Fugazi hér á landi í bílakjallara Rík- isútvarpsins verði að finna á síðunni. Tónleikar Fugazi væntanlegir á netið Vinsældir og tónar Mariuh Ca- rey náðu hæstu hæðum árið 1993 er hún gaf út þriðju plötu sína, Music Box. Á þeim tíma ríkti sannkallað Mariuh Carey- æði sem glögglega má lesa úr sölutölum plötunnar, en hún hefur verið seld í hvorki meira né minna en 32 milljón eintökum. Music Box er söluhæsta plata söngkon- unnar frá upphafi og jafnframt ein sú söluhæsta í heiminum. Þó svo að platan hafi einungis að geyma 10 lög slógu þau flest í gegn og lentu ofarlega á toppi allra helstu vinsældalista. Carey hlaut tilnefn- ingar til Grammy-verðlaunanna fyrir lögin „Dreamlover“ og „Hero,“ en þau lög eru enn reglulega í spilun á útvarps- stöðvum. Önnur lög af plötunni sem einnig bregður þar fyrir eru „Without You,“ „Anytime You Need A Friend“ og „All I’ve Ever Wanted.“ Söngkonan gerði lag- ið „Hero“ í raun aftur frægt er hún flutti það á minningartón- leikunum um þá sem féllu í árásunum á tvíburaturnana í Bandaríkj- unum árið 2001. Platan varð fljótt einkar vinsæl í söngvakeppnum, þrátt fyrir að hið víða tónsvið söngkonunnar og hinar yfirdrifnu lykkjur væru á færi fæstra. Í lögunum „Dreamlover“ og „Anytime You Need A Friend“ syngur Carey svo háar nótur að maður trúir vart sínum eigin eyrum. Þó svo að það sé eflaust algengt að söngvarar nútímans lyfti rödd sinni upp með hjálp tækninnar voru engar tæknibrellur í söng Carey. Á tónleikum tók hún allan tón- skalann og söng hann eins og engill. Á söngferli sínum hefur söngkonan sent frá sér 12 plötur. Jóladiskur hennar, Merry Christmas, sem kom út á eftir Mu- sic Box sló í gegn, en eftir útgáfu hans fór að halla undan fæti hjá henni. Árið 1999 gerði Carey tilraun til að end- urheimta frægð sína og birtist á plötu- umslagi Rainbow á nærfötunum einum. Hin undursamlega hreina rödd hennar passaði engan veginn við þessa hegðun hennar og fékk hún því á sig einhvers konar „klám“ stimpil sem hún reynir enn í dag að hrista af sér. Hugrún Halldórsdóttir Poppklassíkin Mariah Carey – Music Box Háir tónar og yfirdrifnar lykkjur E ftir að hafa sagt skilið við menntaskóla aðeins 17 ára gamall gekk Tom nokkur Petty til liðs við eina af efnilegustu hljómsveit Flórída-ríkis, Mudcrutch. Þar hitti hann fyrir þá Mike Campbell og Ben- mont Tench sem síðar áttu eftir að gerast með- limir hljómsveitar Petty, The Heartbreakers. Petty sem var nýjasti meðlimur Mudcrutch var sendur til Los Angeles og falið það verkefni að landa útgáfusamningi, sem honum tókst. Það var þó ekki nóg til að halda hljómsveitinni sam- an og stuttu eftir flutninginn til borgar englanna var Mudcrutch lögð niður. Hefst þá saga The Heartbreakers. Petty hafði heyrt upptökur sem Campbell og Tench höfðu unnið að með Ron Blair og Stan Lynch og saman stofnuðu þeir félagar hljómsveitina The Heart- breakers, þar sem tólf strengja Rickenbacker- gítar og rödd Pettys var drifkrafturinn og stuttu seinna kom út platan Tom Petty and the Heart- breakers. Í fyrstu seldist hún illa, þrátt fyrir að á henni væri að finna smelli eins og „Breakdown,“ sem var heilt ár að komast inn á topp fjörutíu listann í Bandaríkjunum og lagið sem hvert mannsbarn ætti að kunna „American Girl,“ sem tekið var upp af sjálfum Roger McGuinn úr The Byrds. En þó að hljómsveitin væri komin á flug brotlenti Petty stuttu seinna þegar endurnýja átti samning hans við útgáfuna og árið 1979 lýsti hann sig gjaldþrota. Það tók hann nærri ár að ná sér á strik aftur og eftir að hafa bankað upp á hjá Backstreet Records snéri Petty aftur með plöt- una Damn the Torpedoes sem selst hefur í millj- ónum eintaka og er löngu orðin ein af meist- arastykkjum rokksögunnar. Í gegnum tíðina hefur uppreisnarseggurinn Petty ekki alltaf verið sammála útgefendum sín- um í því hvernig eigi að stunda viðskipti með tónlist og aldrei hefur hann legið á skoðunum sínum. Þegar MCA-útgáfan ætlaði að rukka 9.98 dollara fyrir plötuna hans Hard Promises sem var einum dollar meira en flestir rukkuðu þá, hótaði Petty að hætta við útgáfuna eða einfald- lega kalla hana 8.98$. MCA lét undan og síðan þá hefur platan náð platínusölu og Petty verið þekktur fyrir að hugsa vel um aðdáendur sína. Hann bauð upp á frítt niðurhal af fyrstu smá- skífu plötunnar Echo og neitaði að hækka miða- verð á tónleikaferðalagið, ákvarðanir sem ekki voru útgefendum hans að skapi. Eftir nærri fjóra áratugi í tónlistarbransanum er Petty ekkert að slá slöku við. Árið 2008 end- urvakti hann Mudcrutch og fyrsta plata þeirra kom út. Hann er nú á tónleikaferðalagi um Bandaríkin að fylgja eftir útgáfu nýjustu plötu Tom Petty & The Heartbreakers, Mojo. Ameríska undrið Hann gaf út sína fyrstu hljómplötu árið 1976 og flestir kunna a.m.k eitt af lögum hans. Hann hefur barist við og gagnrýnt útgefendur allan sinn feril. Þetta er að sjálfsögðu Tom Petty, maður fólksins. Matthías Árni Ingimarsson matthiasarni@mbl.is Uppreisnarseggurinn Tom Petty hefur samið nokkur af þekktustu lögum rokksögunnar og nýlega kom út nýjasta platan hans, Mojo. Hljómsveitin The Traveling Wilburys var ein sú fyrsta sem var nefnd súpergrúppa í tónlist- arheiminum, en meðlimir hennar voru engir meðaljónar þegar kom að tónlist. Hana skipuðu nefnilega stór stjörn- urnar George Harrison, Jeff Lynne, Roy Orbison, Tom Petty og Bob Dylan. Sveitin gaf út tvær plötur á árunum 1988 til 1990, Traveling Wilburys Vol. 1 og Traveling Wilburys Vol. 3. Stórstjörnurnar Orbison (v), Lynne, Dylan, Harrison og Petty. Traveling Wilburys Tónlist Í vikunni var tilkynnt hvaða hljómsveitir og tónlistarmenn eru tilnefndir til hinna virtu Mercury-verðlauna. Hljómsveitinar The XX og Mumford & Sons verða að teljast líklegir sigurvegarar en þær hafa báðar átt góðu gengi að fagna það sem af er árinu. Elli- smellurinn og fyrrum meðlimur The Jam og Style Council, Paul Weller, er einnig til- nefndur í ár og í fyrsta skipti í ein 16 ár. Tilnefningar í ár eru: Biffy Clyro, Corinne Bailey Rae, Dizzee Rascal, Kit Downes Trio, Foals, I Am Kloot, Laura Marling, Mumford & Sons, Paul Weller, Villagers, Wild Beasts og The XX. Reuters Mercury-verðlaunin
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.