SunnudagsMogginn - 25.07.2010, Side 48

SunnudagsMogginn - 25.07.2010, Side 48
48 25. júlí 2010 L andið okkar er tilkomumikið og ljósmyndurum endalaus upp- spretta myndefnis. Margar ljós- myndabækur hafa verið gefnar út með myndum af stórbrotnu landslagi Íslands og nú hefur ný bók með ljós- myndum Emils Þórs Sigurðssonar bæst í safnið. Hún er þó meira en bók, svo að segja, því hún hefur að geyma geisladisk, Mín fegurstu ljóð, með 12 lögum sem sópransöngkonan Arndís Halla syngur við eigin ljóð en hún er jafnframt höf- undur flestra laganna. Síðast en ekki síst fylgir mynddiskur með bókinni sem hef- ur að geyma 215 ljósmyndir með tónlist og ljóðalestri en ljósmyndirnar eru flokk- aðar í eftirfarandi flokka: Landið, vatns- heimar, hafið, gróandinn, ísheimar, fák- ar og hulduheimar. Arthúr Björgvin Bollason sá um alla textavinnslu í bókinni, valdi ljóð og ljóðabrot við ljósmyndirnar og sá um ljóðalestur á mynddisknum. Meðal ljóðanna eru „Fákar“ eftir Einar Bene- diktsson, „Vor“ eftir Snorra Hjartarson og „Tíminn og vatnið“ eftir Stein Steinar auk ljóða eftir Arthúr sjálfan. Fagurt er frelsið, eða Magic of Freedom eins og bókin heitir á ensku, er þriðja ljós- myndabók Emils, hinar tvær heita Ice- land Original og Iceland: From the Air. Náttúran mynduð í rúm 30 ár Emil hefur undanfarin ár ferðast um landið og tekið myndir af fagurri náttúru og dýralífi og þá oft úr lofti. Myndirnar eru fjölbreyttar, m.a. af norðurljósum, eldgosinu í Eyjafjallajökli, hestum í túni, jurtum, leirhverum, húsum og fólki. Emil beinir linsunni jafnt að stóru sem smáu. Hann féll ungur að árum fyrir ljós- myndun, horfði sex ára gamall á föður sinn framkalla svarthvítar filmur í myrkrakompu heimilisins og fór að mynda af kappi sem unglingur. Sextán ára gamall fór hann í ljósmyndanám, hjá Stúdíói Guðmundar, fór þar á samning og lærði sína iðngrein. Hann var tímabundið í blaðaljósmyndun hjá Vísi og opnaði síð- ar Ljósmyndastofu Reykjavíkur. Náttúra Íslands hefur alltaf heillað hann og segist Emil hafa verið að festa hana á filmu í rúm 30 ár. „Ég myndaði svarthvítt á sín- um tíma og er núna að fara að dusta af því rykið og gera eitthvað úr því, því sumt af því er einhvers konar rarítet,“ segir Emil. Hann hefur myndað mikið fyrir Lands- virkjun og Landsnet í gegnum árin, framkvæmdir og tekið loftmyndir, en segist smám saman hafa fært sig meira út í hrein form og liti í ljósmynduninni. Emil notar ýmist stafræna ljósmynda- tækni eða stórar filmuvélar, Hasselblad þá einkum, við náttúrumyndatökuna. -Þú veitir hinu smáa í náttúrunni sömu athygli og hinu stóra, stráum í vindi og eldgosi í Eyjafjallajökli. „Já, það er nefnilega alveg heimur út af fyrir sig, ef maður fer á kaf inn í það, makró-myndatakan. Ég hef í sjálfu sér ekki verið mikið að stúdera það en það er alveg heimur út af fyrir sig,“ svarar Emil. Tónlistin bjó til myndir -Hvernig kom þetta verkefni til? „Þetta gerðist á svolítið skemmtilegan hátt. Ég var að vinna að þó nokkuð stóru verkefni og fór svo að hlusta á músíkina hennar Arndísar Höllu og þetta var akk- úrat þegar hrunið var að dynja á hérna á Íslandi. Allt í einu byrja myndirnar að renna fyrir augum mér um leið og ég hlusta á músíkina. Eftir að hafa upplifað þetta nokkrum sinnum hugsaði ég með mér að ég yrði að gera eitthvað í þessu og hafði samband við hana. Eftir ákveðna samningafundi, eða hvað svosem á að kalla það, var ákveðið að slá til. Og þetta verður svo gefið út á næsta ári í Þýska- landi af hennar útgáfu, fyrirtæki sem heitir Edel í Þýskalandi.“ Bókin er hins vegar komin út hér á landi, á íslensku og ensku og er 133 bls. að lengd. Fáar ljósmyndabækur með ljóðum -Hvernig kom Arthúr Björgvin að þessu? „Við fengum hann til að sjá um text- ann. Hann býr í Þýskalandi eins og Arn- Ísland í tón- um, ljóðum og myndum Ljósmyndarinn Emil Þór og óperusöngkonan Arndís Halla sameina krafta sína í nýútkominni bók, Fagurt er frelsið. Bókin hefur að geyma fagrar náttúrulífsmyndir og söngperlur á hljóm- diski auk ljóða. Helgi Snær Sigurðsson helgisnaer@mbl.is N ú stendur veiðitíðin sem hæst í ám og vötnum og því ástæða til að huga að tungu- taki veiðimanna. Sem betur fer er íslenskur orðaforði á þessu sviði allgóður, hvort sem talað er um veiði- tækin eða aðferðirnar, en þó eru nokk- ur ensk orð í umferð sem orðvísir og málspakir veiðimenn ættu ekki að þurfa að nota. Veiðitækin eru stöng og hjól, og á hjólinu er lína og baklína, en fremst á flugulínu er taumur og á endanum er öngull, fluga, maðkur, spónn eða annað agn. Orðið spúnn merkir sama og spónn en er bara hljóðlíking enska orðsins spoon sem einhvern tíma hefur verið þýtt sem skeiðardrag um þessa tegund veiðarfæris. Enska orðið spoon er auð- vitað náskylt orðinu spónn, sem í ís- lensku getur merkt hefilspón, eða skeið, gjarnan úr horni eða beini. Íslensk beyging spóns er ekki alveg vandalaus: spónn, spón, spæni, spóns/ spónar. Fleirtala: spænir, spæni, spónum, spóna. Í nýrra máli heyrist talað um spóna í fleirtölu. Óneitanlega er skemmtilegra að skoða spænina hjá þeim sem veiðir á spón, heldur en hlusta á tal um spúna. Í ís- lensku er talað um tvenns konar spæni, annars vegar þá sem má búa til úr skeið, og hlykkjast í vatninu, og hins vegar þá sem hafa svolitla plötu sem hringsnýst þegar spónninn er dreginn. Gaman væri að frétta af orðum sem gamalreyndir spónaveiðimenn nota til að greina þá sundur. Línur og taumar í veiðiskap hafa ýmsa eiginleika og lögun sem veiði- menn þurfa að geta talað um. Lengi hefur vafist fyrir þeim að lýsa línum sem mjókka í annan endann eða báða. Þessi vandi hefur líka vafist fyrir þeim sem þurfa að tala um raflínur, ljósleið- ara og aðrar leiðslur með þessa sömu lögun, að vera ekki jafnsverar alla leið. Á ensku er notað orðið taper í þessu sambandi, bæði sem nafnorð og sögn, áhrifssögn og áhrifslaus. Í veiðihúsum landsins þessar vikurnar má oft heyra talað um teiperaða tauma og línur. Reynt hefur verið að tala um keilu- laga línur, en keila tollir illa í vitund manna af ýmsum ástæðum. Hún er yf- irleitt stutt og sver og endar í oddi en línur eru langar og grannar og enda alls ekki í oddi. Keila getur verið uppmjó en lína gæti verið frammjó eða frammjókk- andi. Unnt væri að tala um mjókkandi línur eða tauma og að lína sé mjókkuð, eða að hún mjókki fram. Kunningi minn á bakkanum er ekki ánægður. Hann bendir á orðið mjór sé ekki rétta orðið til lýsa þvermáli lín- unnar, heldur grannur eða fínn, enda talar konan hans um fínan tvinna. Hann leggur til að veiðimenn taki upp orðið spírutaumur fyrir þann taum sem ekki er jafnsver alla leið. Línur eru þá spír- aðar í annan endann eða báða, eru spírulínur. Hér er sögnin spíra notuð sem áhrifssögn, ekki er átt við að línur hafi spírað, heldur að þær hafi verið spíraðar, þ.e. gerðar eins og spíra í lag- inu. Trillusjómaður af Húsavík lýsti veiði- ferð sinni í Laxá í Aðaldal með þessum orðum: „Ég tók prammann og reri upp að Laxhólma. Þar tók ég þrjá stóra og fékk strax í spyrðuna, en þá gerði trítlu til landsins og tók undan svo ég fór á flakk. Endaði svo í Holunni og lét stauta vel. Hann var við og ég brá hart við honum og endaði með hálfa aðra spyrðu.“ Flækja í fiskisögu ’ Óneitanlega er skemmtilegra að skoða spænina hjá þeim sem veiðir á spón, heldur en hlusta á tal um spúna. Bubbi Morthens að veiðum í Laxá í Aðaldal í fyrra, búinn að setja í einn vænan. Línur og taumar í veiðiskap hafa ýmsa eiginleika og lögun sem veiðimenn þurfa að geta talað um. Morgunblaðið/Einar Falur Tungutak Baldur Sigurðsson balsi@hi.is Lesbók

x

SunnudagsMogginn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.