SunnudagsMogginn - 25.07.2010, Blaðsíða 49

SunnudagsMogginn - 25.07.2010, Blaðsíða 49
25. júlí 2010 49 Ljóð eftir Vilborgu Dagbjartsdóttur úr ljóðabókinni Síðdegi. Ég átti ljós örlítið flöktandi ljós Ég skýldi því með höndunum Snögg vindstroka slökkti ljósið Litla ljósið mitt Ég sat eftir ein í myrkrinu Ljósið Arndís Halla Ásgeirs- dóttir sópr- ansöngkona hefur verið rödd Apassio- nata-hestasýning- arinnar í Evrópu um árabil og hafa yfir þrjár milljónir sýning- argesta hlýtt á söng hennar. Hún hefur komið víða við á söngferlinum, hefur sungið hlutverk næturdrottningarinnar í Töfraflautu Mozarts og opnað kvik- myndahátíðina í Feneyjum árið 2007, svo fátt eitt sé nefnt. Á öðrum af tveimur geisladiskum sem fylgja bókinni, Mín fegurstu ljóð, syngur hún tólf lög sem flest eru eftir hana sjálfa, við eigin ljóð. Blaðamað- ur spurði Arndísi hvort hún hefði sam- ið lögin og ljóðin sérstaklega fyrir bókina. „Nei, ekki allt. Á geisla- disknum tók ég þau lög sem mér fannst passa skemmtilega við, þetta er mín músíkstefna, svona kross- klassík. Ég er að syngja á þessari sýningu úti og hef verið að búa til og gera mikið svona popp-klassík, sem er líka með einhverjum íslenskum lit. Stundum tek ég það út í rytma og flesta texta flyt ég á íslensku, líka á sýningunni,“ segir Arndís Halla. „Mik- ið af þessu eru lög sem ég tók á geisladiski sem ég gaf út í fyrra, Edda, og svo bætti ég nokkrum lög- um við.“ Fyrir mynddiskinn valdi hún svo tónlist sem henni fannst passa við hvern kafla sem hæfði best ljós- myndunum og ljóðalestrinum. Fegurstu ljóð Arndísar Arndís Halla dís Halla og við höfum áður gefið út myndabók sem hét Iceland Original, við Arthúr Björgvin, og okkar samstarf hefur gengið mjög vel. Hann stakk upp á að hafa ljóð í þessu, lýrík, og láta verkið sem slíkt standa eitt og sér. Ég held að það hafi ekki verið mikið af þessu, að vera með ljóð á móti svona myndabókum.“ Undurfagurri náttúrunni er erfitt að lýsa með orðum, þó margir hafi vissulega reynt það. Það er við hæfi að enda þessa grein á orðum hins hagorða Arthúrs Björgvins Bollasonar, fengnum úr inn- gangstexta bókarinnar á bls. 11: „Foss sem steypir sér kátur fram af hamrabrún, hver sem þeytir freyðandi vatnsstrók uppí bláskyggðan vorhimin, sól sem dansar á kyrrum haföldum á sumarnóttu, jökull sem ber við himin og veldur því að landið hættir að vera jarð- neskt – allt þetta og miklu meira er Ís- land. Og allt er þetta nær óþýðanlegt, óskýranlegt í orðum fyrir þann sem ekki er runninn af sömu rót. Það er ekki hægt að þýða fossniðinn á framandi tungur, til þess er hann of séríslenskur. Það er held- ur ekki hægt að snúa blámanum sem litar íslenskan vorhimin, á önnur mál; og það er ekki hægt að þýða íslensku sum- arnóttina eða þann ójarðneska blæ sem umvefur jöklana í ljósaskiptunum – allt er þetta of séríslenskt til að fólk af öðru þjóðerni geti skilið það til fulls, þegar það er bundið í orð. Orð eru vanmáttug og verða ósköp fátækleg, þegar kemur að töfrum íslenskrar náttúru.“ ’ Allt í einu byrja myndirnar að renna fyrir augum mér um leið og ég hlusta á músíkina. Eftir að hafa upplifað þetta nokkrum sinnum hugsaði ég með mér að ég yrði að gera eitthvað í þessu og hafði samband við hana. Ósar Þjórsár, ein af ljósmyndum Einars sem finna má í bókinni Fagurt er frelsið. Í bókinni eru staðirnir sem ljósmyndirnar voru teknar á merktir inn á landakort. Emil Þór með vinnutæki í höndum, Eyjafjallajökull gýs í bakgrunni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.