SunnudagsMogginn - 08.08.2010, Blaðsíða 8

SunnudagsMogginn - 08.08.2010, Blaðsíða 8
8 8. ágúst 2010 Áhugi fólks á geimverum er óþrjót- andi enda finnst okkur mannfólk- inu margt sem ókunnugt er vera spennandi þótt við hræðumst það um leið dálítið. Ótal frásagnir hafa borist frá fólki víða um heim sem segist hafa séð geimverur og fljúg- andi furðuhluti og eru margir sem segja sannanirnar einfaldlega of margar til að hægt sé að loka bæði eyrum og augum fyrir því að við séum ekki ein í heiminum. Fyrr í vor sagði breski stjarneðlisfræð- ingurinn Stephen Hawking í fjöl- miðlum að nær öruggt væri að geimverur væru til en hyggilegast væri að forðast þær því að íbúar á öðrum hnöttum kynnu að vilja gera innrás á jörðina til að ræna auðlindum hennar. Forsvarsmenn búlgörsku geimrannsóknastofn- uninnar hafa kannski tekið þess orð til sín. Þeir ætla í það minnsta að hafa vaðið fyrir neðan sig og hafa hafið rannsóknir á hinum framandi verum sem fara fram með því að leggja um 30 spurningar fyr- ir þær og nota hugskeyti við sam- skiptin. Þannig ættu þeir í það minnsta að vita hvað geimverurnar vilja helst þegar og ef þær gera inn- rás á jörðina. Geimverum ætlað að svara spurningalistum vísindamanna Stóra spurningin er hvað býr úti í geimnum? Reuters W inston Churchill, forsætisráðherra Bretlands, setti hnefann á loft á móti Þjóðverjum í seinni heims- styrjöldinni og hét því með fræg- um orðum að barist yrði til síðasta blóðdropa og aldrei nokkurn tímann gefist upp. Nasistarnir hræddu hann ekki en þegar kom að fljúgandi furðuhlutum virðist Churchill helst hafa viljað skríða upp í rúm og draga sængina yfir haus. Nú hafa nefnilega komið fram upplýsingar í skjölum, sem nýverið voru gerð opinber, um að Churchill hafi fyrirskipað að skjölum um fljúgandi furðu- hluti sem breska leynilögreglan safnaði skyldi haldið leyndum í 50 ár vegna þess að hann ótt- aðist að fréttir af þessu tagi gætu valdið ofsa- hræðslu meðal landsmanna. Ríkisstjórnin tók þessa ógn svo alvarlega að leyniþjónustan hélt sérstaka fundi um málið og ráðherrar ríkisstjórn- arinnar óskuðu eftir vikulegum skýrslum um málið. Kannski fannst Churchill bara nóg komið og fannst þjóð sín eiga skilið að fá sér te og gúrku- samlokur í ró og næði eftir stríðshörmungarnar. Eða kannski brást hann bara við eins og títt var á þessum árum en löngum hefur bandaríska leyni- þjónustan CIA verið sökuð um álíka yfirhylmingu. Áhugamenn um geimverur hafa til að mynda lengi vel vísað til atburðanna í Roswell árið 1947 sem sterkustu sönnun þess að líf sé á öðrum hnöttum en þar áttu geimverur að hafa brotlent og verið svo fluttar af vettvangi í leynilegri aðgerð Bandaríkjastjórnar. Raddir samsæriskenninga- smiða hafa löngum verið háværar og jafnvel borist inn í sjónvarpsþætti eins og þeir kannast við sem horft hafa á þættina The X-Files. Þar hefur FBI- fulltrúinn Mulder sínar skoðanir á afskiptum stjórnvalda og leggur sitt af mörkum við að opna skúffur sem þau vilja hafa læstar. Hér verður lögð fram sú kenning að í raun megi bera saman fréttir af geimverum og íslenskar þjóðsögur um álfa, tröll og ýmiss konar vættir. Á tímum kalda stríðsins ríkti mikil hræðsla í heim- inum og ógn af kjarnorkusprengjum sem gereytt gætu öllu lífi á jörðinni. Það var því í fyrsta lagi al- gjör óþarfi að hræða fólk meira með fréttum af ókunnugum verum utan úr geimi sem enginn vissi í raun hvað gætu gert. Í öðru lagi var við lok seinni heimsstyrjaldarinnar farið að reyna ýmiss konar nýjar flugvélar og loftför. Þau fóru hraðar en fólk hafði áður vanist og þar sem fólk bjó ekki yfir nægilegri tæknilegri kunnáttu kunna ljós og skrýtin hljóð frá þessum farartækjum að hafa ver- ið útskýrð með sögum af fljúgandi furðuhlutum. Rétt eins og við Íslendingar kenndum umskipt- ingum um óþekkt barnanna okkar og bjuggum til sögur um grimma ketti og vættir sem ætu óþekk börn. Loks má ýja að því að trú fólks á fjölmiðla hafi verið sterkari á árunum upp úr 1940 og fréttir af fljúgandi furðuhlutum því haft meiri áhrif á fólk en þær gera nú á dögum, þegar fólk er orðið flestu vant og vísindalegar kenningar og útskýringar hafa eytt mörgum hindurvitnum og flökkusögum. Í sambandi við það sem enn fæst ekki útskýrt er hins vegar gott að geta skellt því á geimverurnar. Fáir myndu vilja fá geimveru á borð við þessa inn á gólf til sín í kaffi- boð enda er hún hvorki sérlega frýnileg né vinaleg að sjá. Reuters Bara nútíma- draugasögur? Churchill vildi sópa geimver- unum vandlega undir teppið Vikuspegill María Ólafsdóttir maria@mbl.is Hér er Churchill ef til vill í góðum félagsskap geimvera án þess að hafa nokkra hugmynd um en hann er talinn hafa trúað á þær þrátt fyrir allt. Edgar Mitchell, einn þeirra sem tóku þátt í Apollo 14 leið- angri NASA á tunglið, vakti at- hygli í fyrra þegar hann tjáði sig um atburðina í Roswell ár- ið 1947. Þá eiga geimverur að hafa brotlent í bænum og fullyrðir Mitchell, sem ólst upp í bænum, að íbúum bæj- arins hafi verið hótað öllu illu ef þeir leystu frá skjóðunni. Geimverur eru til segir Edgar. Íbúunum hótað öllu illu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.