SunnudagsMogginn - 08.08.2010, Blaðsíða 11

SunnudagsMogginn - 08.08.2010, Blaðsíða 11
8. ágúst 2010 11 E f segja má að sagan refsi þeim sem ekki lærðu af henni þá refsar fjármálasagan enn meira því hún refsar einnig þeim sem voru of ákafir að læra af henni. Aftur og aftur hafa kreppur endurvarpað veikleikum stjórnkerfisins sem byggt er á lærdómi dregn- um af fyrri krísum. Krísan í dag er engin undantekning og sú næsta verður það ekki heldur. Þessu heldur Paul Sea- bright, höfundur The Company of Strangers: A Natural History of Economic Life og kennari í hagfræði við Tou- louse School of Economics, fram í grein sinni um það sem fólk hafi ranglega lært af heimskreppunni svokölluðu á fjórða áratugnum. Gild ástæða fyrir óttanum Það fjármálaeftirlitskerfi sem við þekkjum í dag er byggt á þremur meginstoðum sem samkvæmt lærdómnum af heimskreppunni áttu að standast. Í fyrsta lagi að fólk haldi að aðalástæðan fyrir því að bankar leggist á hliðina sé að hræðsla grípi sparifjáreigendur, frekar en að hræðsla grípi sparifjáreigendur þar sem bankar eigi það á hættu að bregðast þeim. Líkt og sú lífsspeki að ljónin vilji frekar éta þig ef þú hleypur í burtu þá er örlítið sannleikskorn í því að bankarnir leggist á hliðina sökum ótta sparifjáreig- enda. En þetta korn er afar smátt og ekki til þess fallið að reiða sig á fyrir venjulega, ótryggða sparifjáreigendur. Í raun grípur ótti um sig af góðri og gildri ástæðu. Jafnvel á tímum heimskreppunnar féllu flestir bankarnir á slæmri stjórnun og ólöglegum aðgerðum, rétt eins og tíðkast enn í dag. Í öðru lagi trúði fólk því að sparifjáreigendurnir sem helst yrðu hræddir myndu ætíð vera smáir eigendur, það er að segja heimili og smærri fyrirtæki, frekar en sam- steypur og atvinnufjárfestar. Við vitum í dag að þetta er ekki rétt, en hingað til hefur ekki verið nein sérstök ástæða til að trúa öðru. Stórar samsteypur (og aðrir bank- ar) eru nefnilega alveg jafnfljótar að láta sig hverfa og heimilin og smærri eigendur ef þær fréttir berast að ekki sé hægt að taka út fé með stuttum fyrirvara eða eins mikið og þarf í einu lagi. Lánastarfsemi á milli banka og innborganir frá stórum samsteypum jukust gríðarlega á árunum fram að kreppunni og á þetta sérstaklega við um endurhverf lánaviðskipti sem sjá atvinnufjárfestum, bönkum og stórum samsteypum fyrir sömu þjónustu og almennir bankar veita einstaklingum og litlum fyrirtækjum. Fram að þeim breytingum sem gerðar voru á fjárhagskerfinu í kjölfar kreppunnar var slík skuggastarfsemi rekin fyrir ut- an vanabundið kerfi hefðbundinna innstæðubanka. Í raun hefði skuggafjármálakerfið aldrei vaxið svo hratt ef stjórn- unin á kerfinu hefði ekki tekið mið af því sem menn töldu vera lexíurnar frá fjórða áratugnum. En hrun skugga fjár- málakerfisins eftir fall Lehman Brothers var ekkert síður bankaáhlaup þótt atvinnufjárfestar kæmu þar við sögu. Að þessu sinni, ólíkt því sem gerðist á fjórða áratugnum, hættu bankarnir að treysta hver öðrum áður en við hin gerðum okkur grein fyrir því að tími væri kominn til að hætta að treysta þeim. Þriðja ranga lexían var sú að ef fólk gæti aðeins haldið í trú sinni á fjármálakerfið (og það teygt sig lengra út í hagkerfið) þá mætti treysta kerfinu sjálfu fyrir að dafna og komast af. Þetta kveikti á viðvör- unarbjöllum meðal löggjafa í hvert sinn sem hrikti í stoð- um trúarinnar (til að mynda þegar tölvubólan sprakk í lok tíunda áratugar síðustu aldar). Sú bóla var í raun ekki ógn við bankakerfið heldur frekar ógn við eftirspurnina. Fáir þorðu þó að spyrja spurninga þegar sjálfstraustið jókst á ný eins og þegar húsnæðislánabólan blés upp á rústum föllnu tæknigeirabréfanna. Lexían sem enginn þurfti Sú hugmynd að það sem reiða mætti sig á skapaði hættu fyrir bankakerfið var of skrýtið til að vera sennilegt. Sú lexía að traustvekjandi aðgerðir hafi komið í veg fyrir hrun árið 2000 hafi einmitt verið lexían sem efnahagskerfið þarfnaðist ekki. „Hvers vegna vorum við öll svo ginn- keypt fyrir þeirri hugmynd að við gætum í heildina orðið ríkari af því að selja hvert öðru hlutabréf og eignir á of háu verði?“ spyr Seabright og segir að fólk hafi verið óraunsætt en það sé engin skýring. Til að komast að kjarnanum verð- um við að vita hvers vegna sum form óskynsemi nái sterkari tökum á okkur en önnur. Forvitnilega vísbend- ingu um slíkt segir Seabright að finna í rannsóknum í taugafræði sem útskýra hvernig mögulegt sé að kitla sjálf- an sig. Kitl orsakast af óvæntri tilfinningu á vissum hluta húðarinnar. Þar sem að heili þess sem kitlar sig sjálfur býst við kitlinu, tilfinningu sem búin er til í litla heila, þá kitlar tilfinningin ekki lengur. Það má hins vegar ná því fram að kitla sjálfan sig í gegnum millistig, t.d. vél sem breytir hreyfingu fingranna yfir í tilfinningu, en þessi milliliður verður að vera nógu óbeinn til að litli heili geri ekki ráð fyrir honum. Að kitla sjálfan sig segir Seabright hins vegar jafn vita gagnslaust og að reyna að verða ríkari með því að skrifa sjálfum sér ávísun eða að selja húsið sitt á tvöföldu markaðsverði og ekki sé hóti betra að stunda slíkt á milli tveggja vina. Í nokkur ár hafi okkur tekist að sniðganga þá staðreynd að við gætum ekki kitlað okkur til gróða og jafnvel hafi venjulegir borgarar ætíð gert sér grein fyrir því að í lokin þyrfti einhver að borga. Það hafi aðeins verið hagfræðingar sem kannað hafi fyrrum krísur sem féllu fyrir hugmyndinni um að enginn myndi tapa. Stefnumót- endur í dag sem horfi til heimskreppunnar virðast trúa því að það að skapa traust sé ólíkt því að skapa góðar ástæður fyrir því að vera fullur trausts. Það var ekki reynt að fela það að síðustu álagsprófin á bankana í Evrópu voru hönn- uð sem traustvekjandi aðgerð fremur en að markmiðið væri að kanna hugsanlega veikleika í kerfinu. Sem dæmi má nefna að ekki var gert ráð fyrir greiðslufalli hjá gríska ríkinu. „Þetta er að sjálfsögðu eins og að kanna hvernig slökkvitækin á heimilinu þínu dugi á innbrotsþjófa, já- kvæðar niðurstöður munu aðeins sannfæra þá sem hafa lært lexíur heimskreppunnar vel og síðan mistekist að gleyma þeim,“ segir Seabright. Paul Seabright er kennari í hagfræði við Toulouse School of Economics. ©Project Syndicate, 2010 Íbúar Grikklands hafa mótmælt niðurskurði og skattahækkunum síðastliðna mánuði og hafa á tíðum brotist út hörð mótmæli á götum úti. Reuters Refsivöndur reynslunnar Hagfræðingurinn Paul Seabright segir að dreginn hafi verið rang- ur lærdómur af heimskreppu fjórða áratugarins. María Ólafsdóttir maria@mbl.is Enginn verður ríkur á því að skrifa sjálfum sér ávísun.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.