SunnudagsMogginn - 08.08.2010, Blaðsíða 10

SunnudagsMogginn - 08.08.2010, Blaðsíða 10
10 8. ágúst 2010 E f boðskapurinn um spýtustrákinn Gosa yrði að áhríns- orðum í tilviki Jóns Ásgeirs Jóhannessonar, að nef hans lengdist í hvert sinn sem hann segði ósatt, þá ætti nefið á hinum fallna útrásarvíkingi fullt erindi í Heimsmetabók Guinness. Af ókunnum ástæðum birti morgunútvarp Rásar 2 drottningarviðtal við Jón Ásgeir nú á fimmtudagsmorgun, þar sem svo mikið er víst, að sannleikurinn var ekki leiðarljós þessa við- mælanda RÚV. Ekkert nýtt kom fram í þessu viðtali Sveins Helga- sonar við Jón Ásgeir. Stytta hefði mátt viðtalið í þessar upphróp- anir: Ó! Ó! Æ! Æ! Aumingja ég! Allir eru vondir við mig! Sveinn spurði hvort eignalistinn sem hann skilaði til dómara í Bretlandi, sem sýndi eignir upp á rúmlega 200 milljónir króna, gæti talist trúverðugur. Mað- urinn sem bar í eiðsvörnum vitnisburði fyrir sama dómara að hann hefði undanfarin ár eytt á milli 55 og 66 milljónum króna á mánuði í persónulega neyslu svaraði bara að hann hefði lagt allt undir og svo hefði farið sem fór. Þetta var nota bene sama morgun og Viðskiptablaðið birti úttekt um hverjir væru helstu auðmenn Íslands í dag og byggðu blaða- mennirnir úttekt sína á auð- legðarsköttum í álagningarskrá skattsins. Þar skipar umrædd- ur Jón Ásgeir fjórða sæti listans og er áætlað að hann eigi 653 milljónir króna í eignum á Ís- landi, umfram skuldir. Hvern- ig stemma þessar upplýsingar við eiðsvarinn vitnisburð Jóns Ásgeirs? Svo skautað sé hratt yfir nef- lengingarorðræðu Jóns Ásgeirs, áður en ég kem að því sem ég tel vera eina lykilatriðið í viðtalinu, þá sagðist hann ekki tjá sig um málefni Gaums! Hann sagði að Hagar kæmu sér ekki við! Hann sagði að hann stjórnaði engu hjá 365 miðlum! Hann sagðist ekki hafa haft Lárus Welding í vasanum og hann hefði ekki stjórnað Glitni! Fyndið?! Hvað finnst ykur, lesendur góðir? Sveinn spurði: „Jón Ásgeir. Svo ég spyrji bara hreint út. Áttu peninga í skattaskjólum, Jómfrúaeyjum, Tortola eða skúffufyr- irtækjum sem eru falin einhvers staðar?“ Og maðurinn sem átti eitt sinn lystisnekkjuna Thee Viking sem skráð var á Tortola og sagði Agli Helgasyni í Silfrinu haustið 2008 að hann hefði aldrei heyrt minnst á eyjuna Tortola svaraði: „Nei. Ég myndi geta gefið skattayfirvöldum umboð til að leita alls staðar í heiminum að fjár- munum í mínu nafni.“ „Í MÍNU NAFNI“ tel ég að sé lykilatriði og rifja upp það sem ég fjallaði um í pistli fyrir viku, bókina Den of Thieves (Þjófabælið). Dennis Levine, einn úr fjórmenninga- glæpaklíkunni á Wall Street sem bókin fjallaði um, sá nú auðveld- lega við þessu „Í mínu nafni“. Hann flaug einfaldlega til Bahama- eyja, stofnaði þar í svissneskum banka reikning í nafni Mr. Diamond (Herra Demantur) og selflutti reiðufé á milli, því aldrei mátti vera hægt að rekja slóð peninganna til hans. Hann flutti svo gríðarlega fjármuni reglulega til baka til New York, sem hann flutti í 100 dollara seðlum frá eyjunum. Og hvað gerði hann við hið illa fengna fé? Jú, hann keypti sér toppíbúð á Manhattan; hann keypti sér lúxusbíla og hann barst mikið á. En hann misreiknaði sig á því hver var rannsóknargeta og viljinn til eftirfylgni hjá bandaríska verðbréfaeftirlitinu og bandaríska saksóknaranum. Það var til mynd af Mr. Diamond í Bank Leu og það var einfaldlega hægt að fá starfsmenn bankans til þess að bera saman myndina sem til var í bankanum við myndir af Dennis Levine og staðfesta að um einn og sama manninn væri að ræða. Það skyldi þó ekki vera að það hafi ekki bara verið bruðl, íburð- ur, sólundun, snobb og sýndarmennska sem þeir Jóhannesson og Levine áttu sameiginlegt, heldur einnig aðferðin til þess að fela slóð peninganna? Spyr sú sem ekki veit. En hitt veit ég, að ég held að skattayfirvöld og rannsakendur hér á landi ættu að taka Jón Ás- geir á orðinu, þiggja tilboð hans um umboð og vaða inn í skatta- skjólin, hvar sem er í heiminum, vopnuð ljósmyndum af kapp- anum og kanna hvort þessi hluti frásagnar hans af eigin fjármálum átti við álíka mikil rök að styðjast og restin af viðtalinu rýra. Ó!Ó! Æ!Æ! Aumingja ég! Agnes segir Agnes Bragadóttir agnes@mbl.is Jón ÁsgeirGosi ’ Skattayfirvöld og rannsak- endur hér á landi ættu að taka Jón Ásgeir á orðinu, þiggja tilboð hans um umboð og vaða inn í skattaskjólin, hvar sem er í heiminum 7.00 Sef vært í friði og ró, sæll og glaður. 8.30 Vakna mjög mjúklega við að lítill kútur strýkur á mér mallann og vekur mig blíðlega með orðunum: „Pabbi minn.“ 9.20 Eftir burstun og morg- unmat förum við með litla kút til dagmömmu. Syngjum alla leið lagið um afa minn og ömmu mína sem úti á bakka búa. Þetta er lítið ferðalag sem kemur mér og minni alltaf vel inn í daginn. 10.00 Mættur á fund með tölvukörlum. Ótrúlegt hvað tæknin getur verið snúin, ein- földustu hlutir verða eins og flóknustu völundarhús, enda- lausir ranghalar og u-beygjur. Ég er ennþá að hrista hausinn yfir vitleysisganginum. 11.00 Fer heim og fæ mér ilmandi kaffisopa með frúnni al- veg eins og í auglýsingunni, við skröltum svo saman niður í búð þar sem mjög annasamur dagur er framundan. Hversdagsróm- antíkin svífur yfir okkur. 12.30 Eftir að hafa farið yfir stöðu dagsins, afgreitt viðtal ásamt spúsu minni vegna skó- línunar Kron by Kronkron og undirbúið komu nýju skónna sem eru að lenda í Kron og Kronkron er ég sendur í útrétt- ingar að kaupa perur, gólfsápu og tuskur; á stóru heimili verður peran að vera í lagi – og gólfin hrein. 13.15 Kem við á Gló í list- húsinu og sæki þar ljúffengan hráfæðismat, mæli eindregið með því. Gott fyrir sál og lík- ama. 14.00 Fyrsti sendiferðabíll- inn er kominn, nýja skólínan er komin í hús. Skónum er komið inn, ótrúlegur spenningur er farinn að myndast fyrir að kíkja í kassana, þetta er alltaf jafn gaman. 15.00 Seinni bíllinn kominn í hús og Kron er orðin sprengfull af glæsilegum vetrarskóm. 16.00 Litli kútur sóttur til dagmömmu. Dáist að heimsins bestu dagmömmu fyrir óbilandi lífshamingju og dugnað. Litli kútur sæll og glaður með spænskukunnáttu í farteskinu. 17.00 Aftur mættur í vinn- una núna í gervi ruslakarlsins. Nokkrar ferðir á Sorpu með tóma kassa. 18.15 Mættur á Rauðhettu og úlfinn að klippa nokkra hausa, mér finnst alltaf mjög notalegt að taka aðeins í skærin. Eftir notalegt spjall og nokkrar klippur og einn kaffi labba ég slakur út í lífið með bros á vör. 22.00 Klára seinustu mæl- ingar á kjól með Hugrúnu minni. Tilbúinn í prufugerð. 23.00 Klára annars mjög skemmtilegt viðtal við Morg- unblaðið, líður svolítið eins og stilltum skólapilt að skrifa í dag- bókina sína. 23.40 Bursta tennurnar, þvæ mér í framan og fer að sofa. Góða nótt og dreymi ykkur fal- lega. Dagur í lífi Magna Þorsteinssonar, annars eiganda Kron og Kronkron Morgunblaðið/Ernir Nesti og nýir skór Götulistakona setur upp skrýt- inn svip á opnunarhátíð listahá- tíðarinnar Edinburgh Fringe í Edinborg. Hátíðin var sett í dag og stendur út ágústmánuð en hátíðin hefur verið haldin frá árinu 1947. Edinburgh Fringe er þekkt fyrir að vera stærsta listahátíð í heimi en þar koma fram þúsundir listamanna af ýmsum ólíkum sviðum, rithöf- undar, leikarar og margir fleiri. Veröldin Listahátíð í Edinborg Þessi kann sannarlega að gretta sig og geifla.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.