SunnudagsMogginn - 08.08.2010, Blaðsíða 39

SunnudagsMogginn - 08.08.2010, Blaðsíða 39
8. ágúst 2010 39 R auðvín Spánar eru aðgengilegri fyrir leikmenn en rauðvín frá mörgum öðrum víngerðarlöndum. Lengi vel var það fyrst og fremst ein þrúga sem þar réð ríkjum þegar gæðavín voru annars vegar og eitt eða tvö héruð sem þurfti að leggja á minnið. Það hefur mikið breyst á Spáni á skömmum tíma og stöðugt fjölgar svæðunum sem áhugavert er að fylgjast með og þrúgunum sem marka sér sess. Eftir sem áður er það hins vegar þrúgan Tempranillo sem ber höfuð og herðar yfir aðrar spænskar þrúgur og víngerðarhéraðið La Rioja sem er þungamiðjan í gæða- framleiðslu Spánverja. Rioja-vínin eru með traustustu vínum sem hægt er að hugsa sér. Þau svíkja mann sjaldan og eru yfirleitt það sem kalla má „öruggur valkostur“ þegar kemur að því að velja vín með mat, ég tala nú ekki um ef maturinn er nauta- steik. Rioja er staðsett í norðausturhluta Spánar, rétt suður af Baskahéruðunum en hér- aðið dregur nafn sitt af ánni Rio Oja sem er kvísl út frá meginfljóti svæðisins, Ebro. Rioja skiptist í þrjú undirsvæði, Rioja Alta, Rioja Baja og Rioja Alavesa. Land- fræðilega er Rioja Alta í Baskahéraðinu og Rioja Baja í reynd í Navarra þótt víngerð- arsvæðið flokkist sem Rioja. Framleidd eru bæði rauðvín og hvítvín í Rioja en það eru fyrst og fremst þau rauðu sem skipta máli. Tempranillo er alla jafna uppistaðan í Rioja-vínum en aðrar þrúgur héraðs- ins eru Garnacha og Graciano. Töluverð umræða hefur verið um það í Rioja hvort heimila eigi notkun á „erlendum“ þrúgum á borð við Ca- bernet Sauvignon. Nýlega var ákveðið að heimila notkun á slíkum þrúgum við gerð hvítvína og eru nú margir framleiðendur farnir að búa sig undir það með ræktun á t.d. Sauvignon Blanc og Chardonnay sem verða notaðar samhliða hinni innlendu Viura. Hvað rauðvínin varðar þá er ekki heimilt að nota ut- anaðkomandi þrúgur nema í undantekningartilvikum. Þannig má finna einstaka vín þar sem Cabernet er lítill hluti af blöndunni. Lega héraðsins er að mörgu leyti einstök. Kantabríufjöllin vernda Rioja fyrir hinu svala loftslagi Norður-Spánar og Demanda-fjallgarðurinn í suðri skýlir fyrir veð- urofsanum sem stundum einkennir hásléttu Spánar. Nokkur munur er á svæðunum þremur. Rioja Alta (Efri-Rioja) og Rioja Alavesa er að finna í hlíðum Kantabríufjalla. Svalir loftstraumar frá Atlantshafi hafa áhrif á veðráttu og úrkoma er nokkur. Í Rioja Baja (Neðri-Rioja) er loftslagið hins vegar mun þurrara og heitara. Vín af vestursvæðunum tveimur eru því sýru- og ávaxta- rmeiri og yfirleitt fágaðri, en vínin frá austursvæðinu Rioja Baja þyngri og áfengari og raunar er ræktun á grænmeti og ávöxtum mikilvægari fyrir íbúana þar en vín- rækt. Algengt er að blanda saman vínum frá framleiðslusvæðunum enda eiga flest víngerðarhúsin ekki ekrur sjálf heldur kaupa þrúgur af sjálfstæðum vínræktendum. Rioja Alta og Alavesa eru þau svæði sem henta Tempranillo best en í Rioja Baja eru kjöraðstæður fyrir Garnacha. Það sem ræður flokkun Rioja-vínanna er hversu lengi þau hafa verið geymd áður en þau eru sett á markað. Ef vínin eru seld ung án þess að hafa verið geymd í eik falla þau undir skilgreininguna Sin Crianza. Næsti flokkur þar fyrir ofan er Crianza en það eru vín sem eru komin á þriðja ár áður en þau eru seld og hafa þar af þroskast í það minnsta ár á eikartunnum. Þá koma Reserva-vínin en þau hafa verið látin þroskast að minnsta kosti í þrjú ár og þar af ekki styttri tími en ár á tunnu. Efsti flokkurinn nefnist Gran Reserva en til að hljóta þá skilgreiningu verður vínið að hafa þroskast að minnsta kosti tvö ár á tunnu og þrjú ár á flösku áður en það er sett á markað. Þessi flokkun segir hins vegar langt í frá alla söguna enda fjölmargir aðrir þættir sem hafa áhrif á gæði vínsins. Þannig getur Crianza frá frábærum framleiðanda ver- ið meira vín og betra en Reserva eða Gran Reserva frá miðlungsgóðum framleið- anda. Það sem öðru fremur hefur einkennt þróun Rioja-vínanna síðustu árin eru þau skil sem myndast hafa á milli framleiðenda sem framleiða „hefðbundin“ vín og þeirra sem framleiða „nútímaleg“ Rioja-vín. Hefðbundnu vínin eru mun eikaðri og þyngri en þau nútímalegu leggja miklu meiri áherslu á ferskleika og ávöxtinn í Tempranillo. Báðir stílarnir geta verið mjög aðlaðandi. Sömuleiðis fjölgar stöðugt svokölluðum „einnar ekru vínum“ þar sem unnið er samkvæmt þeirri reglu að allar þrúgur sem notaðar eru í vínið koma af afmörkuðu svæði en eru ekki blanda af þrúgum af mismunandi ekrum og jafnvel mismunandi svæðum Rioja líkt og hefð er fyrir. Margir framleiðendur bjóða nú einnig upp á eins konar „ofurvín“ eða „alta ex- pression“ þar sem notaður er gamall vínviður og allt gert til að gera vínin sem höf- ugust – og dýrust. Næst: Pénedes Rauður er litur Rioja Vín 101 Tuttugasti hluti Steingrímur Sigurgeirsson Matur Síldarréttir og rúgbrauð Gott í grenndinni Friðrik V. Þ að voru ansi magnaðar stundir sem við eyddum í sumar í Neskaupstað og gam- an fyrir mig að upplifa fæðingarbæinn minn 40 árum seinna. Reyndar voru hátíðarhöld í bæði skiptin sem við komum, rokkhátíðin Eistnaflug í fyrra skiptið og fjölskylduhátíðin Neistaflug í seinna skiptið. Norðfirðingar hafa greinilega gaman af að taka á móti gestum og eru orðnir ansi góðir í því, enda hafa þeir haldið hátíðina Neistaflug um versl- unarmannahelgina síðastliðin 18 ár. Ég upplifði mig svolítið eins og á Fiskidaginn mikla á Dalvík þar sem við erum nú stödd með okkar bás eins og undanfarin ár. Þar hafa heimamenn gríðarlega gaman af hátíðarhöldum sjálfir og eru líkt og Norðfirðingar tilbúnir að leggja ýmislegt á sig til að hátíðarhöldin verði glæsileg, dagskrárliðir eins og hverfagrillhátíðin á föstudeginum og lokahá- tíðin á sunnudeginum voru algjörlega til fyr- irmyndar, þar sem heimafólk skemmti sér kon- unglega undir öruggri leiðsögn og stjórn Gunna og Felix sem hafa stýrt hátíðarhöldunum síðastliðinn áratug eða meira. Það var einnig gaman hvað heimamenn voru duglegir að mæta á fjölskylduhlaðborðið sem við stóðum fyrir á Hótel Eddu Neskaupstað en þar var að sjálfsögðu áberandi sjávarfang. Fiskur, síld og villibráð kemur fyrst í hugann þegar maður veltir fyrir sér hráefni af svæðinu. Ég er ansi hugfanginn af síldinni, ekki bara vegna voldugrar verksmiðju Síldarverksmiðjunnar, heldur líka vegna róta minna. En foreldrar mínir fluttu ung og barnlaus austur úr vesturbæ Reykjavíkur til að vinna í síld og þar fæddumst við eldri systir mín. Það var ótrúlega skemmtileg upplifun fyrir mig að horfa á pínulitla bláa húsið fyrir neðan barna- skólann sem stendur nánast úti á götu og útskýra fyrir undrandi 14 ára gömlum syni mínum að þarna hafi ég alist upp fyrstu ár lífs míns. Þess vegna finnst mér við hæfi að gefa uppskriftir að síldarréttum sem við Íslendingar mættum vera duglegri að bjóða upp á. Ég læt einnig fylgja skemmtilega rúgbrauðsuppskrift sem er ómiss- andi með síldarréttum. Síldar- og kartöflusalat Forréttur fyrir 4 manns 4 flök kryddsíld 10-12 nýuppteknar kartöflur 1 rauðlaukur 1 rauð paprika ½ búnt steinselja 1 box íslenskir kirsuberjatómatar Salt og pipar 2 msk. ólífuolía Aðferð Skerið kartöflurnar, paprikuna og síldina í grófa bita, saxið lauk og steinselju smátt. Blandið öllu saman í stórri skál, skerið tóm- atana í tvennt og blandið saman við ásamt olíunni, smakkið til með salti og pipar. Geymið í kæli í 2 klukkustundir. Berið fram sem forrétt með fersku salati og ný- bökuðu brauði. Heitreykt síld með eggjum og kartöflum Forréttur fyrir 4 manns 4 flök heitreykt síld 4 stórar nýjar kartöflur 4 egg 1 stk. rauðlaukur 4 stk. radísur Dill Sjóðið kartöflurnar og skerið í sneiðar, harðsjóðið eggin og sker- ið í tvennt. Berið síldina fram með volgum kartöflum og eggjum, skreytið með þunnt skornum rad- ísum, rauðlauk og dillkvistum. Rúgbrauð 5 bollar rúgmjöl 3 bollar heilhveiti 1½ l súrmjólk 4-5 tsk. natrón 2-3 tsk. salt 500 g síróp Aðferð Öllu blandað vel saman. Hrær- ið. Deigið er sett í fernur og bakað við 90-100°C í 8-10 tíma. Þetta deig passar í fjórar 1 lítra fernur (ath.: setjið bara deig í hálfa fernu).
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.