SunnudagsMogginn - 08.08.2010, Blaðsíða 43

SunnudagsMogginn - 08.08.2010, Blaðsíða 43
8. ágúst 2010 43 U m daginn fór ég og veiddi. Hef ekki veitt mikið gegnum tíðina. Sem sagt fiska. Veitt ýmislegt annað svo sem. Ég er borgarbarn og hef því ekki þurft að veiða mér til matar. Við veiddum nú reyndar stundum strákarnir hérna á árum áður. Í höfn- inni. En veiðin var dræm. Eitt og eitt dekk kannski. En maður borðar ekki dekk. Það þykir hinsvegar fínt að vera með smádekk í rauðvíni. Fór einu sinni á fínan veit- ingastað þar sem þjónninn mælti með ákveðnu rauðvíni. Og vínið var með angan af kattarhlandi og dekki. Fokdýrt auðvitað. Þannig að maður á ekki að afskrifa dekk. Mér finnst hinsvegar ekkert svo gaman að drepa fiska. Sem er vandamál ef maður er að veiða. Reyndar þarf að stríða fiskinum aðeins áður en hann er veiddur. Veit ekki alveg hvort er verra. Að drepa fiskinn eða stríða honum. Að dingla einhverju snakki fyrir framan fiskinn áður en maður leggur til atlögu. Fisk- urinn er auðvitað alveg grun- laus. Hann heldur að hann sé bara að fá snakk. Svo bara fer snakkið inn í augað á honum og síðan ekki söguna meir. Ekki beint pent. Pældu bara í því sjálfur, kæri lesandi. Þú ert kannski staddur á veitingastað og pantar þér tiramisu og allt í einu kemur kokkurinn fram og rotar þig. Og rauðvínið með dekkinu fer bara út um allt. Ekki beint pent. Reyndar hljóta fiskar að vera alveg rosalega heimskir. Guð blessi þá, en ég meina vá. Hversu lengi hefur mann- skepnan veitt? Það mætti halda að þeir hefðu lært eitthvað á öllum þessum tíma. Haldið fundi og svona. En nei. Þeir falla alltaf fyrir snakkgildrunni. Ár eftir ár horfa þeir á vini sína hverfa hvern á eftir öðrum úr sjó, vötnum og ám. En þeim er bara alveg sama. Eru bara góðir með sig. Hugsa bara, iss þetta kemur ekki fyrir mig. Kannski eru fiskar bara eins og KR-ingar, halda alltaf að þeir eigi möguleika? Flestum finnst ekkert að því að drepa fiska. En mörgum finnst alveg agalegt að drepa hvali. Samt er þetta lið eig- inlega allt meira eða minna úr sama vatninu. Þannig. Hvort sem það er gott eða slæmt að drepa hvali þá er alla- vega ekki verið að reyna að ginna hvalina með einhverju snakki áður en að þeir eru drepnir. Maður veit eiginlega ekki hvernig það snakk ætti að líta út. Mynd af fiskbúð? Einu sinni hlekkjaði Benedikt Erlingsson leikari sig við hvalveiðiskip. Minnir að þetta hafi verið í kringum 1987. Hann var þannig að mótmæla hvalveiðum sem hann kall- aði siðlausar. Sem er auðvitað sjónarmið út af fyrir sig. En mér finnst laxveiðar miklu siðlausari. Fyrst er laxinn ginntur með einhverju snakki, síðan stingst inn í hann öngull, hugsanlega í gegnum augað og því næst er hann dreginn í land. Ef hann er ekki dauður þegar honum er landað þá tekur einhver sig til og rotar hann með steini. Siðlaust? Uh, já. Hvalir eru þó allavega bara drepnir með byssu. Ég legg til að næst þegar Benedikt ætlar að mót- mæla, að hann hlekki sig við Veiðibúðina að Laugavegi 178. Þá erum við að tala saman. Reyndar er ég mikill aðdá- andi Benedikts Erlingssonar. Í leikhúsinu altso. Ég meina hver er það ekki? Og til að bæta gráu ofan á svart, halda menn upp á það að drepa lax. Eftir að hafa murkað lífið úr nokkrum fiskum setjast veiðimenn við drekkhlaðið borð í einhverjum kofa uppi í sveit og éta á sig gat. Borga fyrir það morðfjár auð- vitað. Og skola svo öllu niður með rauðvíni með fullt af dekkjum í. Pent? Veit ekki. Veiðimennska og Benedikt Erlingsson Pistill Bjarni Haukur Þórsson ’ Og vínið var með angan af kattarhlandi og dekki. Fokdýrt auðvitað. Gatan mín G ömlu verslunarhúsin í Stykkishólmi standa niður við höfnina. Eftirtekt vekur hve myndarlega hefur verið staðið að endurgerð húsanna og í raun eru þau staðarprýði. Upp frá höfninni liggja götur og ein þeirra er Skólastígur. „Þetta er elsta gatan í bænum og forðum var þetta leiðin, sem bændur sem hingað komu, fóru þegar þeir sóttu í verslun. Enn má sjá minjar um hestastein við eitt húsið hér við götuna hvar klárar bænda áðu áður og bruddu mél,“ segir Jóhanna Guðmundsdóttir, skólastjóri Tónlistarskólans í Stykkishólmi. Jóhanna er fædd og uppalin á Selfossi en kom á Snæfellsnesið árið 1975. Hún var fyrstu tvö árin í Ólafsvík en fluttist þá í Hólminn. Fyrstu búskap- arár sín þar bjuggu hún og Guðmundur Teitsson eiginmaður hennar við Höfðagötu. Bakaríið sem Guðmundur starfrækti um árabil var þar þá til húsa. Síðastliðin þrjátíu ár hafa þau hins vegar bú- ið að Skólastíg 32, sem er efsta húsið við götuna. „Húsin við þessa götu eiga sér mörg merka sögu að baki. Barnaskólinn var hér einu sinni og óhætt er að segja að þá hafi hjarta bæjarins slegið hér. Hjartað er sannarlega stórt og mikilvægt líffæri rétt eins og það ónefnda líffæri í líkama bæjarins sem tónlistarskólinn er – en hann er nú í gamla barnaskólanum. Á vetri hverjum erum við með um 120 nemendur sem nærri lætur að sé um það bil tíund bæjarbúa. Meðan barnaskólinn var hér við götuna var haldið úti heimavist fyrir nem- endur sem komu úr nærliggjandi sveitum. Í dag er þetta hús nýtt sem dvalarheimili fyrir aldraða. Af því leiðir að meðalaldur íbúa hér við Skólastíg er frekar hár. Annars er hér fólk á öllum aldri og ná- býli fólksins hér alveg með ágætum. Við fjöl- skyldan erum afskaplega sæl að búa hér og fyrir mig er það það óneitanlega kostur að búa og starfa við sömu götu.“ Margt hefur breyst hér í Hólminum á síðustu ár- um. Bærinn hefur stækkað þó svo íbúatalan hald- ist svipuð en í dag eru Hólmarar um 1.100 talsins. Elsti hluti bæjarins liggur upp frá höfninni en austar og inn af svonefndri Maðkavík er kirkjan og svonefnt Flatahverfi sem reist var fyrir rúmlega þrjátíu árum. Nýjustu húsin eru við göturnar Hjallatanga og Tjarnarás sem eru á vinstri hönd þegar ekið er inn í bæinn. Þá eru víða hús sem fólk að sunnan nýtir sem afdrep í frístundum og yfir sumartímann. Raunar eru slík hús í Stykkishólmi í tugum talin. „Hvert einasta byggðarlag á sinn svip og menn- ingu. Í Ólafsvík er alltaf talsvert líf og fjör og mikil umsvif, rétt eins og gerist í plássi þar sem vinnu- dagur er langur og allt snýst um sjósókn og afla- brögð. Bæjarbragurinn hér í Stykkishólmi er tals- vert öðruvísi sem helgast ef til vill af því að atvinnulífið hér er fjölbreyttara og rækt hefur ver- ið lögð við alla sprota í menningarstarfsemi svo úr hefur orðið mikil gróska. Það er ekki lítils virði. Hér er öflugt tónlistarstarf og tónlistarskólinn einn sá elsti á landinu, myndlistarmenn eru hér allmargir, leikfélag, handverksfólk, aðstaða fyrir rithöfunda til lengri og skemmri dvalar auk þess sem skemmtilegu ljósi er varpað á sögu mannlífs hér á sýningu Byggðasafns Snæfellinga í Norska húsinu hér við enda Skólastígs. Þetta samanlagt hefur orðið mannlífinu hér í Stykkishólmi til framdráttar; hér er menningarlegur bragur og slíku samfélagi finnst mér einkar gott að búa í.“ sbs@mbl.is Ljósmynd/Frosti Eiðsson Elsta gata bæjarins Sk óla stí gu r Súgandisey 1 2 Landey MaðkavíkA ða lga ta Nesvegur Borgarbraut La nd ey jar su nd Stykkið Að alg ata Stykkishólmur Grunnasundsnes 1. Héðan af Skólastíg er skammt að labba upp á Bók- hlöðuhöfðann, sem við köllum svo. Á höfðanum er frábært útsýni yfir Breiðafjörð og á góðum degi sést þar inn á Fellsströnd í Dölum og í Klofning, á Barða- strönd og til Látrabjargs og sé horft út Nesið sést Kirkjufell við Grundarfjörð og Snæfellsjökull. Nei, það er ekki hægt að telja eyjarnar á Breiðafirði af höfðanum en æðimargar sjást þaðan vissulega. 2. Það er skemmtilegt að ganga út í Súgandisey, sem er hér við höfnina. Þar er til dæmis viti sem lýsir sjófarendum, var reistur fyrir rúmlega 150 árum og er enn í góðu lagi. Einn sérstæðasti staðurinn í eynni er Ástarhreiðrið sem svo er nefnt; laut þaðan sem má horfa hér yfir bæinn. Meðal ungra elsk- enda hefur í gegnum tíðina verið vinsælt að hafa viðkomu í lautinni, enda bjóða allar aðstæður þar frá náttúrunnar hendi upp á elskulega samveru. Uppáhaldsstaðir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.