SunnudagsMogginn - 08.08.2010, Blaðsíða 36

SunnudagsMogginn - 08.08.2010, Blaðsíða 36
36 8. ágúst 2010 E inar Þór Gunnlaugsson kvik- myndagerðarmaður hefur und- anfarin ár unnið að gerð heim- ildarmyndarinnar Norð Vestur, sem verður frumsýnd í haust. Þá eru 15 ár liðin frá því að snjóflóðið féll á Flateyri, en myndin segir björgunarsögu flóðsins. Einar er sjálfur frá Hvilft í Önundarfirði. Hann sleit barnsskónum á Flateyri, gekk þar í skóla og þar eru hans æskustöðvar. Hann þurfti að hugsa sig lengi um áður en hann fór út í gerð myndarinnar, þar sem atburðirnir standa honum afar nærri. En nú verður ekki aftur snúið. Fyrst leitarhundarnir Einar útskrifaðist frá London Film School árið 1992 með leikstjórn sem aðalfag og fór síðan í meistaranám í City University í London þaðan sem hann útskrifaðist í list- rænni stjórnun og stefnumörkun árið 2001. Hann var einn fimm leikstjóra Villiljóss, sem frumsýnd var árið 2001, og hefur leikstýrt tveimur leiknum íslenskum kvikmyndum til viðbótar; Þriðja nafninu frá árinu 2003 og Heiðinni frá 2008. Árið 1997 kom út eftir hann heimildarmyndin Leitarhundar, sem fjallaði um hundana sem hjálpuðu til við björgunarstörf eftir snjóflóðin í Súðavík og á Flateyri árið 1995. Við gerð þeirrar myndar safnaðist mikið efni sem Einar nýtir sér í þessari nýjustu mynd sinni. Björgunarsagan sögð Blaðamaður tók hús á Einari í miðbæ Reykjavíkur til að forvitnast um gerð myndarinnar Norð Vestur og hvernig til- finning það er að rifja þessa atburði upp. Við setjumst við eldhúsborðið og fáum okkur kaffi. „Myndin segir björgunarsögu vegna snjóflóðsins á Flateyri í október 1995,“ segir Einar. „Hún flokkast sem mynd í fullri lengd og verður um 100 mínútur. Hún segir líka að hluta til frá byggðinni á norðanverðum Vestfjörðum, það er að segja bæjarkjörnunum í kringum Ísafjörð, sem mér fannst mikilvægt til þess að við skiljum björgunaraðgerðirnar. Það eru bæjarfélögin í kring sem eru með björg- unarsveitir og það eru líka þessi fjöll sem skilja að og eru illfær á veturna. Ég reyni að láta það koma fram, hvar staðirnir eru og hvað þeir eiga sameiginlegt og hvaða karakter þeir hafa. Ég segi þó mest frá Flateyri, sem um leið er lýsandi fyrir bæjarkjarnana í kring, þar sem sjávarútvegur er aðalatvinnugreinin. Alls staðar er einn skóli, ein kirkja, eitt kaupfélag, ein sjoppa og þetta er svipað að mörgu leyti. Svo aðgreina einstakir atburðir þessi þorp og sögu þeirra, eins og snjóflóð- in. Í atvinnusögunni eru það eigendaskipti á frystihúsum og togurum og fleira, en í að- alatriðum er þetta mjög svipað. Ég fékk mikið af myndum frá heima- mönnum, bæði á Flateyri og nágranna- byggðum, sem ég nýti í myndinni. Einnig hefur vinur minn sem er gamall Flateyr- ingur, Halldór Bragason, lagt mikla vinnu í að gera þrívíddarmyndir af Flateyri í réttum hlutföllum, sem gefa góða mynd af öllum aðstæðum og atburðarásinni.“ Í kjölfar flóðanna Eins og áður kom fram segir fyrri hluti myndarinnar björgunarsöguna en sá seinni fjallar um ýmis málefni sem breytt- ust eftir flóðin, eða árið sem þau féllu. „Eitt af því sem breyttist var viðhorf fólks til rannsókna á snjóflóðavarnagerð og byggingu snjóflóðavarnargarða, hvern- ig skilgreina á áfallahjálp og hvaða virkni eða hlutverk hún hefur,“ segir Einar. „Þar skapast reynsla hjá verkfræðingum, hjúkrunarfólki og náttúrlega fjölmiðlum – og það hefur áhrif á samskipti þeirra. Þessir stóru atburðir höfðu áhrif á alla þessa mála- flokka. Og líka á það hvernig björg- unarsveitirnar skipuleggja sig og hvernig tæknin spilar inn í öll samskipti. Allir björgunarsveitarmenn eru komnir með far- síma og miklar kröfur gerðar um það að all- ir séu í sambandi. Það var ekki hægt fyrir 20 árum og jafnvel ekki 15 árum.“ Ástæður byggðaröskunar Einar segir að ýmsar ástæður séu fyrir fækkun í byggðalaginu: „Þar fléttast sam- an tækniþróun, almenn byggðaþróun, at- vinnuþróun og tækifæri til menntunar, auk náttúruhamfaranna. Það varð fækkun á Flateyri eftir flóðið, en það er mikilvægt að átta sig á því að fleiri þættir spila þar inn í. Ég reyni að draga þá fram í myndinni.“ Hann segir að margir hafi dregið lær- dóm af þessum atburðum. „Það er líka til Björgunar- sagan á Flateyri Heimildarmynd um björgunarsögu snjóflóðsins á Flateyri 1995 verður frumsýnd í haust. Leikstjórinn er borinn og barnfæddur Flateyringur og hefur áður gert heimildar- mynd um leitarhundana sem komu við sögu við björgunarstörf eftir snjóflóðin á Flateyri og í Súðavík. Sigríður Guðfinna Ásgeirsdóttir „Eitt af því sem breyttist var viðhorf fólks til rannsókna á snjóflóðavarnagerð og byggingu snjóflóðavarnargarða, hvernig skilgreina á áfallahjálp og hvaða virkni eða hlutverk hún hefur,“ segir Einar í viðtalinu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.