SunnudagsMogginn - 08.08.2010, Blaðsíða 31
8. ágúst 2010 31
Þ
að vekur athygli þegar ferðast er um landið hversu gróskan er mikil. Er þá bæði
átt við mannlíf og náttúru.
Hvarvetna hefur fólk notað hugarflugið og um leið nýtt sér þá sérstöðu sem
felst í sögu og umhverfi hvers staðar til að hafa ofan af fyrir ferðafólki, en afla sér
á sama tíma lífsviðurværis.
En gróskan er líka mikil í náttúrunni, auðvitað vegna þess að vorið og sumarið hafa verið
með eindæmum veðursæl, en einnig vegna þess að beitin er orðin hófleg. Fyrir vikið má
víða sjá birki og víði spretta upp.
Nú er kominn tími til að menn velti því fyrir sér, hvort það eigi ekki að friða ákveðin
landsvæði og leyfa landinu að vaxa upp – eins og náttúran sjálf mælir fyrir um. Menn geta
horft til Hornstranda í þeim efnum, en þangað sækja Íslendingar á sumrin til að flýja skark-
ala þéttbýlisins og upplifa kyrrðina, ósnortna náttúru, stórbrotið landslag og auðugt dýralíf.
Á þeim stað hefur tekist að tengja söguna og náttúruna ferðamennskunni, en halda á sama
tíma fast í sérkenni þjóðarinnar, gamlar hefðir og gestrisnina í fámenninu. Ferðalangar
leggja ekki land undir fót til að upplifa það sama og þeir fá heima hjá sér. Þeir sækjast eftir
nýrri upplifun, en hún verður að vera raunveruleg, ekki byggð á sjónleik sem settur er á svið
til þess eins að kreista aura út úr þeim. Þá situr ekkert eftir. Þegar Íslendingar ferðast um
landið, þá eru þeir öðrum þræði að kynnast sjálfum sér, grafast fyrir um rætur sínar og upp-
runa.
Íslendingar þurfa að eiga sér athvarf, þar sem þeir geta horfið til náttúrunnar, án þess að
siðmenningin elti þá. Það er til dæmis ekki bara óþarft, heldur beinlínis óæskilegt að koma
alls staðar upp farsímasambandi. Staðarhaldarar á Hornbjargsvita sýttu það mjög, þegar þar
var skyndilega komið farsímasamband á tjaldstæðinu. Hver ferðast alla leið að ysta hafi til
þess að tala í síma?
Og eftir að hafa ekið hringinn um landið, að Vestfjörðum meðtöldum, þar sem vegirnir
hanga utan í fjallshlíðunum, eins og Þorgeir Hávarsson á hvönninni forðum, þá stendur upp
úr hversu stór partur af landslaginu vegirnir eru. Mikilvægt er að skynsamlega sé staðið að
lagningu vega, sem hlykkjast um landið þvert og endilangt.
Það verður að gera skýran greinarmun á vegum, sem eru beinlínis nytjavegir, þar sem
umferðin þarf að ganga hratt og örugglega fyrir sig, og vegum sem liggja um afskekktari
slóðir og er fyrst og fremst ætlað að greiða leiðina að náttúruperlum. Slíkir vegir liggja oft
um afar falleg og ósnortin landsvæði og er það mikið lýti ef þeir eru áberandi í landslaginu.
Það getur raunar verið upplifun í sjálfu sér að keyra gömlu slóðana, sem falla inn í lands-
lagið; þá ekur maður hægar og kemst einhvern veginn nær náttúrunni. Gott dæmi um það
er til dæmis gamli vegurinn vestan við Dettifoss, sem hlykkjast eins og árfarvegur um
landslagið, og er niðurgrafinn þannig að hann sést varla, nema maður sé staddur á honum.
Það fer um mann hrollur þegar maður sér hátt vegstæðið og svarta mölina, sem sker sig úr
landslaginu og á að koma í staðinn fyrir gamla vegslóðann. Það má á milli vera. Vegirnir
mega ekki verða að aðalatriði í landslaginu, nánast eins og framlenging á Miklubrautinni. Þá
verða náttúruperlurnar svipaðir áningarstaðir og vegasjoppur. Hvað er þá eftir af upplif-
uninni?
Athvarf í náttúrunni
„Það var sagt um íslenskan forsætis-
ráðherra að blaðrið í honum væri
efnahagsvandamál. Nú hefur utan-
ríkisráðherra tekið við keflinu.“
Hallur Hallsson í aðsendri grein í Morgunblaðinu
um framgöngu Össurar Skarphéðinssonar í Bruss-
el.
„Hann er í einu orði sagt: Flott-
ur!“
Leikstjórinn Erlendur Sveinsson um Thor Vil-
hjálmsson, en hann gerði heimildarmynd um
píslargöngu skáldsins til Santiago de Comp-
ostela á Spáni og talar Thor átta tungumál í
myndinni.
„Þegar maðurinn minn var
jarðaður fyrir nokkrum ár-
um, þá sagði presturinn í
ræðunni að hann hefði
verið afi 180 barna.
Ég fór bara hjá
mér.“
Marta Her-
mannsdóttir dag-
móðir, sem hef-
ur passað vel
yfir 200 börn.
„Ég verð með trukk í göngunni og
við erum að hanna stærsta kjól Ís-
landsögunnar, hann verður örugg-
lega hátt í sjö metrar á hæð og ég mun
klæðast honum.“
Páll Óskar Hjálmtýsson ætti ekki að fara
framhjá neinum, að minnsta kosti ekki
óséður, í Gay Pride-göngunni á laug-
ardag.
„Eitt sinn var maður sem
vildi titla sig brautryðj-
andi, en við vildum
ekki leyfa það. Svo
kom á daginn að
hann vann við að
ryðja brautir á
Keflavík-
urflugvelli.“
Guðrún María Guð-
mundsdóttir, rit-
stjóri já.is,
um titlana
sem fólk
vill nota í
síma-
skránni.
Ummæli vikunnar
Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík.
Stofnað 1913
Útgefandi: Óskar Magnússon
Ritstjórar: Davíð Oddsson Haraldur Johannessen
Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal
um nútímasögu og atburði sem efst eru á baugi um
þessar mundir. Hann sagði í Bandaríkjunum að
þegar Bretar börðust við nazistana árið 1940 hefðu
þeir þá þegar verið „junior partner“ Bandaríkjanna
í þeirri baráttu. Þessi orð hafa margan Bretann
sært, enda var þetta þegar þeir stóðu einir og van-
búnir, með eldmóð og staðfestu forsætisráð-
herrans sem beittasta vopn. Frakkland var í mol-
um, Rússar með griðasamninga við Hitler og
yfirburðir Þjóðverja miklir og Bandaríkin enn með
hlutleysisfánann á lofti. Þetta var þegar barátta
breskra flugliða í orrustunni um Bretland kallaði á
þá einkunn frá Winston Churchill að aldrei áður
hefðu svo margir átt svo fáum jafn stóra skuld að
gjalda. Bandaríkin komu ekki inn í stríðið fyrr en
eftir óvænta árás Japana á Perluhöfn. Og það tók
þá nokkurn tíma að ná vopnum sínum. En upp úr
1943 mátti þó öllum vera orðið ljóst að þeir myndu
framvegis vera í aðalhlutverkinu í þeim hildarleik
og ráða mestu um lyktir hans og um þróun verald-
armála á árunum á eftir.
Seinni mistök breska forsætisráðherrans eru
jafnvel enn undarlegri. Hann var að fjalla um stöð-
una fyrir botni Miðjarðarhafsins og var að lýsa
hættuþáttum þar og nefndi þá sérstaklega að Íran
hefði nú þegar fullgerð kjarnorkuvopn í fórum
sínum. Þetta hefðu verið mikil tíðindi og þótti
ótrúlegt að þau væru kynnt á óformlegum borg-
arafundi þar sem forsætisráðherann svaraði
spurningum almennings. Enda hafa ummælin ver-
ið dregin til baka í snatri. Forsætisráðherrann og
skrifstofa hans hafa beðist afsökunar á ummæl-
unum og gefið skýringu á hvað það var sem for-
sætisráðherrann hafði ætlað sér að segja, þótt
svona hafi tekist til. Þessi dæmi um mistök eru
mun alvarlegri en það að íslenski forsætisráð-
herrann hafi ekki vitað hvar Jón Sigurðsson var
fæddur og valið 17. júní til að láta þjóðina vita af
vanþekkingu sinni. Enda datt Downingstræti 10
ekki í hug að láta eins og slysin hafi aldrei orðið
með því að breyta útskriftum frá atburðunum, eins
og gert var á Íslandi, þegar Austurvallarræðunni
var breytt án nokkurra skýringa.
Litli og stóri
mætast á úthafinu.
Morgunblaðið/Ómar