SunnudagsMogginn - 08.08.2010, Blaðsíða 44

SunnudagsMogginn - 08.08.2010, Blaðsíða 44
44 8. ágúst 2010 Grínarinn Gilliam leikstýrði beinni útsend- ingu með Arcade Fire í New York. Reuters Bein útsending var á Youtube frá tónleikum Arcade Fire í New York á fimmtudaginn var og var það enginn annar en leikstjórinn og Monthy Python-grínarinn Terry Gilliam sem leikstýrði útsendingunni. Tónleikarnir gengu þó ekki hnökralaust fyrir sig því í uppklapps- laginu „Sprawl II (Mountains Beyond Mount- ains)“ bilaði trommuheili og Win Butler ákvað að byrja lagið aftur. Það gekk ekki bet- ur en svo að illa heyrðist í honum og ákvað hann því að syngja í míkrófóninn hjá konunni sinni, Regine Chassagne, og kláraði lagið með því að smella á hana kossi. Terry Gilliam leik- stýrði útsendingu Win Butler söngvari Arcade Fire segist mjög hrifinn af tónlist Jay Reatard. Ef maður hefði slegið nöfnin Arcade Fire og Jay Reatard inn í Google í síðustu viku hefðu niðurstöðurnar ekki verið margar, því tónlist þessara listamanna á lítið sem ekkert sam- eiginlegt. En meðlimir Arcade Fire komu tón- leikagestum í Mann Center í Fíladelfíu heldur betur á óvart í vikunni, allavega ef marka má myndbönd frá tónleikunum á Youtube, þegar sveitin spilaði ábreiðu af laginu „Oh It’s Such a Shame,“ eftir Memphis-ræfla-rokkarann Reatard heitinn. Win Butler, leiðtogi og söngv- ari Arcade Fire, kynnti lagið bara sem lag eftir Jay Reatard áður en talið var í og ein fjöl- mennasta sveit í bransanum tók sannkallaða stórtónleikaútgáfu af laginu. Heiðruðu minningu Jay Reatards Ég hef löngum velt því fyrir mér hvað þurfi til að plata frá hljómsveit geti talist popp- eða rokkklassík. Þarf hún að vera eldri en tíu ára? Þarf ákveðinn fjöldi laga að hafa náð inn á vin- sældalista? Eða koma sér- útvaldir poppspekingar frá öll- um heimshornum saman á leynilegum fundum og segja: „þessi plata er klassík“ eða „þessi plata er ekki klassík“. Hvernig sem þetta nú allt saman á sér stað þá held ég að flestir geti verið sam- mála mér þegar ég segi að plötuna Fune- ral frá kanadísku hljómsveitinni Arcade Fire hafi mátt kalla klassík frá fyrstu hlustun. Þó það séu ekki liðin nema sex ár frá því hún kom út. Hvar sem maður kemur nið- ur á Funeral fer ekkert á milli mála að um mjög sérvitra og úthugsaða plötu er að ræða. Hún er skrítin, falleg, sorgleg, leikræn og einlæg á köflum og stundum eru lögin á henni samsuða þessu öllu saman. Platan var tekin upp að vetri til í Mont- real í Quebec þar sem hljómsveitar- meðlimir höfðu safnast saman frá hinum og þessum stöðum í Norður-Ameríku og stofnað hljómsveitina. Á annan tug tón- listarmanna tók þátt í upptökunum og gefur þessi fjöldi mismunandi hugmynda og hljóðfæra lögunum áferð sem fáar aðr- ar plötur geta státað sig af. Auk þess gefa hjónin Win Butler og Régine Chassagne þetta litla extra sem þarf þegar þau koma sannfæringu sinni um allt á milli himins og jarðar á framfæri til hlustandans, til dæmis í lagakvartettinum „Neighbor- hood #1 (Tunnels),“„Neighborhood #2 (Laïka),“ „Neighborhood #3 (Power Out)“ og „Neighborhood #4 (7 Kettles).“ Þau eiga það öll sameiginlegt að grafa djúpt niður í sálarlíf mannfólksins og taka þar á ýmsum erfiðum málefnum. Í mínum huga er ekkert eitt lag á plöt- unni sem stendur framar öðru. Það sem gerði hinsvegar fyrstu hlustun á Funeral svona góða var að maður vissi aldrei hverju maður gæti átt von á í næsta lagi frá stórsveit Arcade Fire. Poppklassík Funeral – Arcade Fire Skrítin, falleg, sorgleg, leikræn og einlæg Matthías Árni Ingimarsson. A nnað slagið gerist það að hljóm- sveit sem að formi og innihaldi ætti eiginlega að vera dæmd til að lúra neðanjarðar er samþykkt af al- menningi og borin um á gullstól - henni til óvæntrar ánægju og stundum meira að segja óvæntrar óánægju. Það mætti týna til dæmi eins og Sigur Rós, Air, Mugison og Franz Ferdinand; allt saman aðilar sem lögðu upp með ákveðna listræna sýn - án málamiðlanna - og einhverra hluta vegna hittir hún naglann á meðalhöfuðið. Lögin komast í útvarp og auglýsingar, hljóm- leikar eru bókaðir í höllum og útgáfurisar gína yfir eins og soltnir hrægammar. Sumar sveitanna kikna undan álaginu, og fara jafnvel að poppa sig upp í hálfgerðu með- vitundarleysi en nöfnin sem ég nefndi hér að framan ern allt saman prýðileg dæmi um listamenn sem hafa ekki farið þá leið. Líkt er með umfjöllunarefnið hér, sem pólast um hjónakorni Régine Chassagne og Win Butler. Að baki eru tvö meistarastykki, Funeral (2004, sjá hér að neðan) og Neon Bible (2007). Allir vildu Arcade Fire kveðið hafa á þessu tímabili og poppbarónar á borð við David Bo- wie og Bono lögðust flatir fyrir snilldinni. Er hljómleikaferðalaginu í kjölfar Neon Bible lauk í febrúar 2008, eftir rúmlega 120 tónleika, tók við hæfilega rólegur tími. Tón- leikar til styrktar Barack Obama og tónleika- myndin Miroir Noir var þó á meðal umsvifa en netmiðlar loguðu á meðan, uppfullir af ágisk- unum um hvenær yrði tekið til við næstu snilld. Það var svo loks í maí síðastliðnum að til- kynning barst um næstu plötu. Skyldi hún heita The Suburbs (sem vísar í uppvöxt bræðrana Win og Will Butlers í Houston, Tex- as) og sama dag skyldi koma út tólf tomma í takmörkuðu magni með tveimur laga plöt- unnar. Það var Markus Dravs sem sá um að upptökustýra en platan var tekin upp á heim- ili þeirra hjóna í Montreal, hljóðveri sveit- arinnar í Quebec og svo í New York. Vinnslu- aðferðin var óvenjuleg að því leytinu til að hvert og eitt klárað lag var fyrst pressað á tólftommu lakkplötu sem var síðan aftur tek- in upp á stafræna tækni. Dómar sem hafa borist eru …kemur ekki á óvart …lofsamlegir en Will Butler lýsir hljómnum sem blöndu af Depeche Mode og Neil Young í viðtalið við BBC!? „Það verður gaman að spila nýju lögin á tónleikum,“ segir hann á ekki jafn grínaktug- um nótum. „Manni líður eins og uppfinninga- manni sem er að koma upp úr kjallaranum eftir árs langa vinnu.“ Úthverfa- blús Fáar sveitir utan meg- instraumsins hafa vakið jafn mikla athygli und- anfarin ár og hin kan- adíska Arcade Fire. Síð- asta plata, Neon Bible, kom út fyrir þremur ár- um og hafa áhugasamir beðið eftir næsta breið- skífuskammti með önd- ina í hálsinum. Arnar Eggert Thoroddsen arnart@mbl.is Arcade Fire anno 2010. Allt er þá þrennt er, í tilfelli nýju plötunnar. Umslag The Suburbs er í átta mismunandi tilbrigðum. Hægt er að sjá þau á opinberri vefsíðu sveitarinnar. Engin skýring hefur enn borist á þessu uppátæki, en á umslögunum má sjá sama bílinn sem stendur framan við átta mis- munandi hús í dæmigerðum út- hverfum. Víst er að hörðustu aðdáendur þurfa að verða sér úti um aukavaktir í vinnunni til að punga út fyrir herlegheitunum. Eitt af umslögunum. Átta mismun- andi umslög Tónlist Morgunblaðið átti viðtal við Tim Kingsbury, einn af stofnendum Arcade Fire árið 2007, þegar Neon Bible var nýkomin út. Í skemmti- legu viðtali hafði hann m.a. þetta að segja: „Við erum í alvörunni að reyna að búa til tón- list sem við getum með stolti boðið fólki að kaupa eða að hlusta á. Ég hef verið í bönd- um þar sem þetta er ekki málið, þar snerist þetta meira um að semja fyrir okkur sjálf, skítt með áhorfendur. En með Arcade Fire hefur þetta verið öðruvísi.“ Tim Kingsbury sagði Morgunblaðinu allt af létta árið 2007 er Neon Bible kom út. Leggja sig öll fram
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.