SunnudagsMogginn - 08.08.2010, Blaðsíða 42

SunnudagsMogginn - 08.08.2010, Blaðsíða 42
42 8. ágúst 2010 hófst samvinna þessara listamanna sem stendur enn. Fyrsti eftirmáli The Woman in the Room er stuttmyndin Dollar Baby, sem King þótti það vel lukkuð að þeir gerðu heiðursmanna- samkomulag um að Darabont leikstýrði og skrifaði aðlögun sögunnar Rita Hay- worth and the Shawshank Redemp- tion, einni fjögurra í safninu Different Seasons. Síðan hafa ekki skilið með þeim leiðir. Áður en Darabont sneri sér að leikstjórninni hafði hann unnið sig í álit sem handritshöfundur mynda á borð við A Nightmare on Elm Street 3: Dream Warriors, The Blob og The Fly II. Fyrsta leikstjórnarverkið í fullri lengd var sjónvarpsmyndin Buried Alive (’90), með Tim Matheson og Jennifer Jason Leigh. Hún kostaði litlar tvær milljónir dala en fékk prýðisdóma – þó bólaði ekki á snilldinni sem átti eftir að koma í ljós. Darabont fylgdi myndinni eftir með því að gerast handritshöfundur hjá George Lucas, þar sem hann skrifaði The Young Indiana Jones’ Chronicles, skammlífa sjónvarpsþáttaröð. Frægðin var handan við hornið og birtist Darabont í allri sinni dýrð árið 1995, þegar The Shawshank Re- demption var frumsýnd við einróma lof gagnrýnenda sem almennings. Hún var m.a. tilnefnd til Óskarsverð- launanna sem besta mynd ársins og Darabont fyrir handritið, en myndin hlaut alls 8 tilnefningar. En þetta var árið sem Hollywood hélt ekki vatni yfir Forrest Gump. Ég hvet fólk til að sjá þær á ný og dæma hvor hef- ur elst betur. Munurinn er sá að Shawshank … er ein- faldlega ein þeirra hágæðamynda sem maður getur skellt í tækið hvenær sem er, hún er ætíð jafn fullnægjandi upplifun – sannkölluð klassík. Forrest Gump er góð sem barn síns tíma, brennimerkt fljótfærnislegu leikaravali, að Hanks og Mykelti Williamson undanskildum. Á síðu gagnabankans IMDb trónir The Shawshank Redemption hvorki meira né minna en í efsta sæti listans yfir öndveg- isverk kvikmyndasögunnar, Forrest Gump stendur sig einnig dável, en er 38 sætum neðar. Nú tóku við ein fimm róleg ár hjá Darabont, þau hefur hann m.a. notað til að undirbúa næsta stórvirki, The Green Mile (’99), sem hann skrifaði og leikstýrði eftir bók vinar síns, King. Hér segir frá viðskiptum fanga- L eikstjórans Franks Darabonts er sárt saknað. Hann er auðvitað kunnastur fyrir hina ómót- stæðilegu The Shawshank Redemption, snilld- arlega kvikmyndagerð samnefndrar nóvellu eftir Stephen King. Margir kenna rithöfundinn afkastamikla við hroll- vekjur, sem er ekki alls kostar rétt; þó þær séu fyrirferð- armiklar þá fæst hann við margt annað. The Shawshank Redemption fjallar t.d. um mann sem er dæmdur saklaus í fangelsi, nýtir þar tímann til að grafa sér flóttaleið sam- fara því sem hann bruggar erkifjandmanni sínum, fang- elsisstjóranum, grimmileg en sanngjörn örlög. Sagan og myndin á einnig mýkri hliðar, einlæga vináttu þess sak- lausa og eins samfanga hans, stórkostlegan flótta og að lokum langþráða endurfundi vinanna utan múrsins, þar sem pálmatrén blakta í hlýrri strandgolunni í Mexíkó. Áætlunin hefur gengið fyllilega upp. Sögufléttan er skot- held, spennandi, fyndin, prýdd frábærum persónum. Hún er sjálfsagt í hópi snjöllustu verka Kings en margir eru á því að leikstjórinn Frank Darabont hafi gert mynd sem tekur sögunni fram og byggja þá skoðun m.a. á mögnuðu leikaravali og leikstjórn og handriti sem fangar ádeiluna, óréttlætið, hefndina og vináttuna á einkar sannfærandi hátt. Öll þau fjölmörgu blæbrigði sem gera bókina hrífandi komast til skila með láði. Ef þú hefur ekki séð The Shawshank Redemption, þá láttu það ekki bíða lengi, hún er einhver besta og ánægjulegasta af- þreying sem þú getur átt von á að sjá á lífsleiðinni og fáar myndir hafa verið sýndar um dagana sem skilja mann eftir í jafn ósviknu sólskinsskapi. Darabont er fæddur í flóttamannabúðum í bænum Montbéliard í Frakklandi í ársbyrjun 1959, sonur ung- verskra hjóna sem flýðu land eftir uppreisnina 1956, sem brotin var niður af Sovétinu. Darabont flutti ungur með fjölskyldunni vestur um haf, þar sem hún settist að í Los Angeles. Hann er því aðeins rétt liðlega fimmtugur og ætti aldursins vegna að geta bætt við mörgum góðum myndum til viðbótar á mishæðóttum, hrífandi ferli sem hefur m.a. fært honum þrjár Óskarstilnefningar auk fjölda annarra og tug verðlauna hér og þar. Um tvítugt kynntist Darabont kvikmyndagerð og ein sú fyrsta sem hann var viðriðinn var The Woman in the Room. Hún er byggð á sögu úr smásagnasafninu Night Shift, eftir Stephen King, og þarna við upphaf ferilsins varða við mislitan hóp fanga á dauðadeild og yfirnátt- úrlega sem hádramatíska hluti sem henda þá flesta. The Green Mile var tilnefnd sem besta mynd ársins og Dara- bont fékk aðra tilnefningu til Óskars fyrir handritið. Myndin nálgast Shawshank að gæðum, en afleitur og óþarfur lokakafli skemmir heildaráhrifin. Gott ráð að stöðva diskinn þegar kemur að eftirmálanum. Myndin nýtur einnig mikillar hylli hjá neytendum IMDb, situr í 91. sæti. The Majestic var frumsýnd 2001, en nú var enginn King að styðjast við. Darabont leikstýrir Jim Carrey að vísu röggsamlega en myndin fór framhjá án þess að gára yfirborðið. Darabont er frægur í kvikmyndaborginni fyrir hand- ritaráðgjöf og hefur hann m.a. lagt sínar „læknishendur“ á mörg verka Stevens Spielberg, líkt og Minority Report og Saving Private Ryan. Spielberg fékk hann einnig til að skrifa handritið Indiana Jones and the Kingdom of the Crystal Skull, og líkaði vel það sem Darabont gerði. Sama varð ekki sagt um viðbrögð framleiðandans, George Lu- cas, sem hafnaði því með öllu og allir vita hvílík hörm- ung varð til. Árið 2007 leiddu þeir enn saman hesta sína King og Darabont, afraksturinn varð hrollvekjan The Mist, sem á sín augnablik en kemst hvergi nærri fyrri samvinnu þessara ágætu manna. Hvað sem því líður þá hyggjast þeir vinna saman að The Long Walk, sem er smásaga eftir King, tímasetningin hefur ekki verið ákveðin. Kvikmyndaunnendur bíða og vonast eftir að aftur vænkist hagur Darabonts, enginn efast um hæfileikana. Um þessar mundir hefur hann nokkur álitleg járn í eld- inum, m.a. hina frægu sögu Rays Bradbury, The Ill- ustrated Man, sem áður var kvikmynduð á 7. áratugnum með Rod Steiger og Claire Bloom og lélegum árangri. Darabont hefur einnig gengið með í kollinum endurgerð Fahrenheit 451, annarrar frægrar sögu eftir Bradbury, sem var filmuð árið 1966 af François Truffaut með Oscar Werner og Julie Christie. Samkvæmt nýjustu fréttum verður það þó að öllum líkindum mynd um föðurlands- svikarann, hina hötuðu Tokyo Rose, sem útvarpaði jap- önskum áróðri yfir til landa sinna í síðari heimsstyrjöld- inni, sem verður næsta verkefni leikstjórans góða. Það skiptir ekki mestu máli hvað barnið á að heita, árang- urinn verður tilhlökkunarefni. Morgan Freeman og Tim Burton í eftirminnilegum hlutverkum sínum í Shawshank Redemption. Hvað nagar Frank Darabont? Kvikmyndaáhugamenn bíða eftir nýju stórvirki frá Darabont, höfundi einnar bestu myndar kvikmynda- sögunnar, en fátt bendir til að biðinni sé að ljúka. Sæbjörn Valdimarsson saebjorn@heimsnet.is Frank Darabont Kvikmyndir Leikstjóri: Frank Darabont. Aðal- hlutverk: Tom Hanks, Michael Clarke Duncan, James Cromwell. 190 mín. 1999. Nýr fangi kemur í fangelsið þar sem Paul Edgecombe (Hanks), ræður ríkjum yfir dauðadeildinni, sem er kölluð Græna mílan vegna þess að gólfið frá fanga- geymslunni að rafmagnsstólnum er lagt eiturgrænum dúk. Sá nýi er tröllvaxinn svertingi með lundarfar barns og hefur hann verið sakaður um að nauðga og myrða tvær ungar stúlkur. Áður en langt um líður tekur yfirfangavörðinn að gruna að hann geti verið saklaus. Græna mílan er falleg saga um vináttu og yf- irnáttúrulega hæfileika og hvernig þeir koma að notum við ýtrustu aðstæður. Darabont vinnur úr því með mestu ágætum án þess að grípa til neinna sér- stakra flugeldasýninga. Hér er flest gert á lágstemmdum nótum og af mikilli og djúpri virðingu fyrir King. Darabont reynir talsvert á trúgirni áhorfandans en misbýður honum eiginlega aldrei nema í upphafs- og lokakaflanum, er vel hefðu mátt missa sig. Leikhópurinn er frábær, en senuþjófurinn er Duncan sem leikur svertingjann risavaxna með barnshjartað og lýsir af þeim kærleika sem er kjarni sögunnar. Tom Hanks og Michael Clarke Duncan í Green Mile. Reuters Kraftaverk í Köldufjöllum Kvikmyndaklassík The Green Mile bbbbm
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.