SunnudagsMogginn - 08.08.2010, Blaðsíða 47

SunnudagsMogginn - 08.08.2010, Blaðsíða 47
8. ágúst 2010 47 LÁRÉTT 1. Vinningur sem ljóð Jón Helgason vann að hluta. (11) 6. Endist ys einhvern veginn í haug. (8) 9. Brekkan upp að Öskju er í Reykjavík. (11) 10. Hróp gerð lægri hjá ómeðhöndlaðri. (6) 12. Pappír Íslendings eru myndræn framsetning á landslagi. (9) 13. Klikka á íláti. (6) 15. Biðinni er einhvern veginn lokið hjá barninu. (9) 16. Heilablóðfallsdrag í félagsskap. (7) 17. Grimm sat einhvern veginn við það sem er ekki jafn mikið. (8) 19. Hvæsa: „manst að anda“ við að vera gerður úr einhverju. (11) 21. Komast krónur einhvern veginn í skífu. (8) 25. Fá gjörð í gegnum brenglaðar ráðleggingar. (7) 26. Borðaði skít og ryk frá þeim sem voru ekki rænu- litlar. (7) 27. Fyrsta klifur í þessum mánuði. (5) 28. Fá til baka innvols úr kastara frá samtengdum. (7) 30. Fyrir ofan hóp er ómegin. (7) 31. Með kurrt og pí og par inn kemur iðnaðarmað- urinn. (8) 32. Með lýsingarorð hverfðu á braut. Heitirðu því? (7) 33. Stalín stekkur í milli með vopnin. (6) 34. Útlendingurinn er grey með gráðu. (7) LÓÐRÉTT 2. Dirfska hjá Agli ruglast vegna veiðitækis. (11) 3. Drattaðist þegar pabbi fékk gull frá Gunnari. (8) 4. Drepur heilagur angi með örvæntingu. (11) 5. Heilsa og fæ það, að sögn, sem er ambrósía. (8) 7. Daníel heiðra með ávexti. (5) 8. Fýld og huglaus út af því sem gert er úr rúgmjöli. (7) 11. P.S. Ek Katli í flæktan hnút. (9) 14. Svei, lesa og skrifa ekki fullum stöfum! (10) 18. Uppsprettan sem gefur pening. (11) 19. Sætindi úr grasi? (9) 20. Dýrast fari berlega í flækju hjá stólpum. (10) 21. Ær er með gaspur og rugl um sjómann. (8) 22. Kembdir í burtu og kláraðir. (10) 23. Karlkynsrjúpa gerir strik í reikninginn út af kryddi. (5) 24. Veiði set hjá einni með óþolinmæði. (8) 29. Vá ávöxturinn í leikhúsverkinu. (6) Verðlaun eru veitt fyrir rétta lausn krossgátunnar. Senda skal þátt- tökuseðilinn ásamt úrlausninni í umslagi merktu: Krossgáta Morg- unblaðsins, Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Frestur til að skila úrlausn krossgátu 8. ágúst rennur út fimmtudaginn 12. ágúst. Nafn vinningshafans birtist í blaðinu 15. ágúst. Heppinn þátttakandi hlýtur bók í vinning. Vinningshafi krossgátunnar 1. ágúst er Valdís Björgvinsdóttir. Hún hlýtur í verðlaun bókina Friðlaus eftir Lee Child. JPV gefur út. Krossgátuverðlaun Á Politiken-mótinu í Kaup- mannahöfn sem nú stendur yfir hylla Danir sinn fremsta skák- mann, Bent Larsen sem varð 75 ára hinn 5. mars sl. Meðal atriða á dagskrá tileinkaðri honum er einvígi sem Peter Heine Nielsen teflir við Peter Svidler. Þeir tefla nokkrar stuttar skákir sem hefj- ast með hinni svonefndu Lar- sen-byrjun, 1. b3. Larsen sló í gegn á Ólympíu- mótinu í Moskvu 1956 en þar náði hann bestum árangri 1. borðs manna og var þegar í stað útnefndur stórmeistari. Hann var lengi að gera upp við sig hvort hann ætti að leggja skák- ina fyrir sig en þegar sú ákvörð- un var tekin héldu honum engin bönd; hann varð efstur með öðrum á millisvæðamóti í Amst- erdam 1964 og gaf þá skýringu á frammistöðu sinni að fyrir mót- ið hafi flestir keppendur legið yfir nýjustu bókum Boleslavskís en hann hafi gramsað í skákum gömlu meistaranna og dregið úr pússi sínu ýmsar fornar byrjanir eins og t.d. Vínartafl. Á þessum árum var Bent einn harðvítugasti mótarefurinn og fyrir það afrek að vinna fimm mót í röð árið 1967 hlaut hann fyrstur manna Skák-Óskarinn. Í Belgrad árið 1970 tefldi hann á 1. borði fyrir heimsliðið gegn Sovétríkjunum fyrir ofan Bobby Fischer sem eftir mikið japl, jaml og fuður gaf heið- urssætið eftir. Kom það mjög á óvart. Þó Larsen tapaði í aðeins 17 leikjum annarri skák sinni gegn þáverandi heimsmeistara Boris Spasskí var hann fljótur að jafna metin og lagði síðan Stein að velli þegar Spasskí tók sér frí í lokaumferðinni. Sov- étmenn unnu þó 20½ : 19½. Í júlí 1971 háði Larsen hið fræga einvígi við Fischer í Den- ver og tapaði 0:6. Var aldrei eftir það litli glaði drengurinn, eins og einhver orðaði það. Hann var aldrei með aðstoðarmann en treysti á mátt sinn og megin og fyrir vikið var hann dálítið brokkgengur í einvígjum á þess- um árum. Vann þó nokkra góða sigra, t.a.m. yfir Portich ’68 og Tal ’69. Þriðja sigurinn á milli- svæðamóti vann hann í Biel 1976. Eftir Bent Larsen liggur frá- bært verk á sviði skákbók- mennta. Í ritinu „50 valdar skákir“ dró hann athygli les- enda að dálæti sínu á framrás kantpeðanna. Hann var geysi- lega sterkur í endatöflum og baráttuvilji hans var nánast ódrepandi. Vissulega tapa ég oft, sagði hann einu sinni, en ekki jafn mörgum hálfum vinningum eins og keppinautarnir, bætti hann við. Leikbragð eitt í mið- tafli má rekja til Larsens og kemur það fram í eftirfarandi skák (og fyrir fróðleikfúsa – gegn Van Scheltinga ’64) þegar honum tekst að opna línu fyrir drottningu. Það hefst með leiknum 20. g4! og inniheldur m.a. hinn eitursvala varnarleik, 28. Ka1! Lokin eru snilldarleg. Larsen vann þetta mót – Friðrik varð í 2. sæti. Lugano 1970: Bent Larsen – Lubomir Kava- lek Larsens-byrjun 1. b3 c5 2. Bb2 Rc6 3. c4 e5 4. g3 d6 5. Bg2 Rge7 6. e3 g6 7. Re2 Bg7 8. Rbc3 O-O 9. d3 Be6 10. Rd5 Dd7 11. h5 f5 12. Dd2 Hae8 13. h5 b5 14. hxg6 hxg6 15. Rec3 bxc4 16. dxc4 e4 17. O-O-O Re5 18. Rf4 Hd8 19. Kb1 Bf7 20. g4 Rxg4 21. f3 exf3 22. Bxf3 Re5 23. Dh2 Bxc4 24. bxc4 Rxf3 25. Dh7+ Kf7 26. Rcd5 Hg8 27. Rxe7 Hb8 28. Ka1 Dxe7 29. Dxg6+ Kf8 30. Re6+ Dxe6 31. Bxg7+ Ke7 32. Bf8+ Hgxf8 33. Hh7+ – og Kavalek gafst upp. Eftir 33. … Hf7 kemur 34. Hxf7+ Dxf7 35. Dxd6+ o.s.frv. Danir hylla Bent Larsen 75 ára Helgi Ólafsson | helol@simnet.is Skák Nafn Heimilisfang Póstfang
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.