SunnudagsMogginn - 08.08.2010, Blaðsíða 54

SunnudagsMogginn - 08.08.2010, Blaðsíða 54
54 8. ágúst 2010 H égóminn er sterkt afl – og efn- aðir hollenskir 17. aldar borg- arar voru vandlega áminntir um fánýti veraldlegra gæða með svonefndum vanitas-kyrralífs- myndum. Í slíkum myndum sjást iðulega frábærlega útfærðar uppstillingar á lysti- semdum lífsins hvað snertir mat, drykk og ýmis efnisleg gæði, ásamt táknum fyrir fallvaltleika lífsins. Kyrralífsmyndir voru vinsælar á hollenskum heimilum; þær tjáðu – innan ákveðinna siðferðilegra marka – efnahagslega velsæld eins og hún birtist í hversdagslegri, borgaralegri til- veru. Nú þegar drjúgur hluti heimsins er löngu orðinn gegnsýrður af markaðs- og neysluhyggju, virðast hugtök á borð við vanitas hafa glatað áhrifamætti sínum. Á sama tíma dynja látlaust á fólki sviðsetn- ingar sem flytja skilaboð um innantóman hégóma; ávanabindandi og sefjandi ímyndir neyslusamfélagsins sem beina at- hyglinni frá hverfulleika, hrörnun og hin- um óhjákvæmilegu endalokum. Öfgar í því hégómasamfélagi sem hér hefur verið við lýði gefa vissulega tilefni til gagnrýnnar, samfélagslegrar sjálfskoð- unar. Ætla má að hugmyndin að sýning- unni „Vanitas – Kyrralíf í íslenskri sam- tímalist“ sem nú stendur yfir í Listasafni Reykjavíkur, Hafnarhúsi, hafi kviknað í slíku samhengi. Þar eru til sýnis verk eftir 11 listamenn, verk sem þó eru ekki bein- línis kyrralífsverk en vísa öll með ein- hverjum hætti til hins hversdagslega og/ eða skammvinna. Myndröð Spessa, Vopn byltingarinnar, ber keim af kyrralífshefð- inni í bland við heimildaljósmyndun. Þar hefur hann myndað potta, skeiðar, katla og önnur heimilisáhöld sem almenningur notaði sem tjáningartæki í búsáhaldabylt- ingunni svonefndu, og þeirra á meðal er raunar klósettbursti. Í verkinu dregur Spessi fram óvænta, sögulega merkingu hversdagslegra hluta – í samhengi mót- mæla sem beindust gegn hégómadýrkun. Þarna er á ferðinni áhugaverð myndgerv- ing vanitas-hugtaksins. Þá má skilja sýninguna sem tilraun til að nema staðar, kyrra hugann og íhuga til- veruna. Þetta tekst vel í hljóðlátum en sterkum skúlptúrverkum Magnúsar Tóm- assonar, Ragnhildar Stefánsdóttur og Ólafar Nordal, verkum sem fela í sér hug- leiðingar um lífsins gang, varnarleysi og andlegt inntak. Nokkuð mörg verk snúast um ummerki (neyslu eða athafna), tóm ílát, umbúðir eða sorp og hversdagslegar frásagnir sem þeim tengjast. Verk Rósu Gísladóttur er dálítið aðþrengt en það býr yfir ævintýralegum ljóma og áhrifamætti sem hefði mátt njóta sín betur. Vanitas er notað á þematískan og frem- ur almennan hátt á þessari sýningu en það gefur svigrúm til ólíkra hugleiðinga. Sýn- inguna skortir þó fyrir vikið ákveðna skerpu eða þunga og athygli sýningargesta flöktir úr einu í annað – t.a.m. frá hug- renningum um upphleðslu sorps, listrænt samhengi fundins fjörudóts og hégóma listheimsins til vangaveltna um lífræn rotnunarferli. Sérstakt er að sjá málverk eftir Kjarval af mygluðum flatkökum úti í hrauni við hlið „ostabókar“ Dieters Roth (með mygluðum osti). Það má kannski segja um verk þeirra að þau séu eins konar kyrralífs/landslags-„bræðingur“ en ásetningur listamannanna er harla ólíkur. Myndlist Vanitas, Kyrralíf í íslenskri samtímalist bbbmn Listasafn Reykjavíkur – Hafnarhús Áslaug Thorlacius, Bragi Ásgeirsson, Dieter Roth, Haraldur Jónsson, Jóhannes S. Kjarval, Magnús Tómasson, Ólafur Gíslason, Ólöf Nordal, Ragnhildur Stefánsdóttir, Rósa Gísladóttir, Spessi. Til 29. ágúst 2010. Opið alla daga kl. 10-17. Aðgangur ókeypis. Sýningarstjóri: Hafþór Yngvason. Anna Jóa Ragnhildur Stefánsdóttir, Ávextir, 1999. Í einkaeign. Ljósmynd/Kristján Pétur Gunnarsson Með kyrrum kjörum S aga íslenska torfbæjarins er einstæð og er fram- lag okkar til alþjóðlegrar byggingalistar. Í síð- ustu þönkum um þjóðminjar var fjallað um húsasafn Þjóðminjasafnsins, þar sem varðveitt eru aldargömul hús. Þar á meðal eru merkustu torfbæir landsins og torfkirkjur í upprunalegri gerð. Hin einstöku torfhús endurspegla sögu þjóðarinnar, lífsbaráttu, verksvit og fegurðarskyn. Unnið hefur verið að því á vegum þjóðminjavörslunnar og fræðimanna að auka þekkingu á torfbæjunum til að varðveita sem best hinar merku þjóðminjar og gera þær aðgengilegar almenningi. Torfbæir voru eitt sinn aðalhúsakostur Íslendinga og nær saga þeirra aftur til landnáms á Íslandi. Landnáms- menn fluttu með sér torfhúsagerðina frá Noregi, og hér hélt hún velli, þróaðist í nýju umhverfi og ól af sér ein- stæða verktækni. Þau torfhús sem enn eru varðveitt eru vitnisburður um þjóðararf, sem á rætur í norrænum langhúsum víkingaaldar. Torfbæir eru afsprengi aldalangrar þróunar og er saga þeirra órofin, jafnvel allt frá fyrstu öldum byggðar, svo sem á Keldum á Rangárvöllum. Torfbæir eru þyrping húsa sem tengd eru saman. Hvert hús var byggt í ákveðnum tilgangi og endurbyggt eftir því sem þurfa þótti og aðstæður leyfðu. Það er því sjaldnast svo að öll hús í torfbæjum séu frá sama tíma. Það er því skilgrein- ingaratriði hversu gamlir þeir eru þó svo byggingarár einstakra húsa sé oft þekkt. Af torfbæjunum hafa þróast allnokkrar formgerðir sem breyst hafa í aldanna rás og hafa húsin verið löguð að aðstæðum og stíl á hverjum tíma. Húsaskipan flestra uppistandandi torfbæja ber merki síðasta stigsins í langri þróun. Greindar hafa verið mismunandi gerðir af skipulagi torfbæja sem eru að vissu marki héraðsbundnar. Þannig eru stóru norðlensku torfbæirnir af sömu gerð, hinni svokölluðu norðlensku gerð. Innbyrðis húsaskipan þeirra er áþekk frá einum bæ til annars þó að húsin séu mismörg á hverjum stað. Það sem einkennir þá er að framhús snúa öll stöfnum fram á hlað, svonefndir burstabæir. Bæjargöngin liggja inn af framhúsunum og eru bakhús hornrétt á bæjargöngin. Í þessari húsagerð er efniviður úr nánasta umhverfi húsanna nýttur, torf, grjót og jafnvel rekaviður. Þau torfhús sem varðveist hafa á Íslandi eiga margt sameig- inlegt, þó er mikil fjölbreytni í hvernig húsagerðin er út- færð. Þessa fjölbreytni má að einhverju leyti rekja til mismunandi áherslna í hverjum landshluta, sem og mis- munandi aðstæðna og aðferða húsbyggjenda. Torf- húsagerð að fornu markaðist af tiltækum efniviði. Lítill torfskurður var þannig víða á Vestfjörðum en hins vegar var þar mjög gott hleðslugrjót og eru hleðslur torfhúsa á því svæði nær eingöngu úr grjóti. Í húsasafninu bera hjallur í Vatnsfirði og Litlibær í Skötufirði því vitni. Gott byggingartorf er hins vegar í Skagafirði og Eyjafirði og eru veggir torfbæjanna í Glaumbæ í Skagafirði og Laufási í Eyjafirði til marks um það. Á Grenjaðarstað í Aðaldal í Þingeyjarsýslu hefur hraungrýti þótt hentugast í veggi bæjarins og er dæmi um byggingarefni á svæðum sem mörkuð eru af eldsumbrotum. Sama máli gegnir um veggi torfbæjarins á Þverá í Laxárdal. Áhugavert er fyrir þá sem ferðast um landið að skoða torfbæina frá þessu sjónarhorni og virða þá fyrir sér í samhengi við umhverfi þeirra. Í sumar hafa ferðamenn notið þess að heimsækja byggðasöfnin og torfbæi Þjóð- minjasafns Íslands um allt land og upplifa umhverfi þeirra þar sem saga og náttúra verður eitt. Torfhúsin falla vel að íslensku landslagi, eru byggð úr efniviði úr nánasta umhverfi og hafa í gegnum aldirnar veitt skjól í íslenskri veðráttu. Þau eru til vitnis um íslenskt hand- verk og hugvit í mannvirkjagerð, sambúð lands og þjóð- ar á Íslandi. Hörður Ágústsson, einn okkar merkustu fræðimanna á þessu sviði, komst þannig að orði: „Torf- húsið, torfbærinn íslenski, er þó framar öllu eitt af mörgum svörum mannsins fyrr og síðar við þeim vanda að reisa sér skjól gegn veðrum og vindum, búa sjálfum sér og sínum athvarf í starfi og leik við tiltekin skilyrði á tilteknum tíma. Hann er þáttur í sögu hússins á jörð- inni.“ Höfundur er þjóðminjavörður og formaður safna- ráðs. Sjá nánar á www.thjodminjasafn.is og í hand- bókinni: Safnabókin 2010. Söfn, setur, sýningar. Höf- uðkirkjur og þjóðgarðar. Á Núpsstað er ein af örfáum torfkirkjum sem enn eru til á landinu og er hún í umsjá þjóðminjavarðar. Íslensku torf- húsin minjar um hugvit og fegurðarskyn Þankar um þjóðminjar Margrét Hallgrímsdóttir margret@thjodminjasafn.is Morgunblaðið/Jónas Erlendssson Lesbók
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.