SunnudagsMogginn - 08.08.2010, Blaðsíða 4
4 8. ágúst 2010
Vikufréttaritið Newsweek kom
fyrst út 17. febrúar 1933 og á því
rúmlega 77 ára útgáfusögu að
baki. Stofnandi Newsweek var
Thomas J.C. Martyn sem áður rit-
stýrði erlendum fréttum í tímarit-
inu Time.
Fyrsta tölublaðið kom út undir
nafninu News-Week í 50.000 ein-
taka upplagi. Á forsíðu fyrsta tölu-
blaðsins voru sjö ljósmyndir úr
fréttum vikunnar. Hvert eintak
kostaði 10 cent og ársáskriftin
fjóra dollara.
Útgáfufélag Washington Post keypti Newsweek
árið 1961. Vikuritið hefur fengið fleiri viðurkenningar
frá samtökum bandarískra ritstjóra tímarita en nokk-
urt annað vikufréttarit.
Ritstjórn Newsweek er í New York en blaðið er
með svæðisskrifstofur í sex öðrum borgum Banda-
ríkjanna og tíu utan Bandaríkjanna. Þær eru í Bag-
dad, Peking, Höfðaborg, Jerúsalem,
London, Mexíkóborg, Moskvu, Hong
Kong, París og Tókýó.
Auk hinnar bandarísku útgáfu News-
week koma út þrjár mismunandi al-
þjóðlegar útgáfur af tímaritinu á
ensku. Það eru Atlantshafsútgáfan,
Asíuútgáfan og útgáfa fyrir Rómönsku-
Ameríku.
Upplag vikuritsins er nú meira en
fjórar milljónir eintaka og Newsweek
er á boðstólum í meira en 190 þjóð-
löndum í hverri viku. Newsweek kemur
einnig út á japönsku, kóresku,
spænsku, arabísku, pólsku og rússnesku.
Fréttavefurinn Newsweek.com var opnaður í októ-
ber 1998 en þá hafði tímaritið verið á netinu í sam-
vinnu við aðra í um fjögur ár.
Jon Meacham, ritstjóri Newsweek, hefur tilkynnt
að hann muni láta af starfi fljótlega eftir að eig-
endaskiptin verða um garð gengin.
Alþjóðleg fréttaveita
D
r. Sidney Harman,
bandarískur við-
skiptajöfur sem auðg-
aðist m.a. á sölu
hljómtækja, varð hlutskarpastur
þeirra sem gerðu tilboð í frétta-
vikuritið Newsweek. Útgáfufélag
dagblaðsins Washington Post og
vikuritsins Newsweek, The Wash-
ington Post Company, tilkynnti 2.
ágúst sl. að gert hefði verið sam-
komulag um að selja Harman
tímaritið Newsweek. Kaupverðið
var einungis einn bandaríkjadalur.
„Þegar við leituðum að kaup-
anda að Newsweek vildum við fá
einhvern sem er jafn sannfærður og við um mik-
ilvægi góðrar blaðamennsku. Við fundum þann
kaupanda í Sidney Harman,“ sagði Donald E.
Graham, stjórnarformaður og forstjóri The
Washington Post Company, að því er fram kem-
ur í fréttatilkynningu um söluna. „Hann hefur
heitið því að halda ekki aðeins áfram að gefa út
líflegt, trúverðugt og fyrsta flokks fréttatímarit,
heldur einnig jafn öflugan vef Newsweek.com –
og hann stefnir að því að halda í meirihlutann af
mjög hæfu starfsfólki Newsweek.“
Margir höfðu sýnt Newsweek áhuga. Aðrir
sem lögðu inn loka-kauptilboð í Newsweek
voru fjárfestingarfélagið OpenGate Capital, vog-
unarsjóðurinn Avenue Capital Group, sem m.a. á
hlut í útgáfu The National Enquirer og Star Ma-
gazine, og Fred Dasner, áður einn af útgefendum
U.S. News & World Report og New York Daily
News.
Kaupandinn er háaldraður
Ekki verður annað sagt en að nýr
eigandi Newsweek sé kominn á
virðulegan aldur. Raunar eru flestir
á hans aldri löngu sestir í helgan
stein. Sidney Harman er nýorðinn
92 ára en hann fæddist 4. ágúst 1918
í Montreal í Kanada. Hann fæddist
því áður en Kötlugosið varð í októ-
ber 1918 og Ísland fékk fullveldi 1.
desember sama ár.
„Þrátt fyrir aldur minn kem ég
með orku og ferska nálgun,“ sagði
Harman eftir kaupin. „Ég er reynd-
ur í viðskiptum og veit mínu viti.
Ég ber einnig djúpa virðingu fyrir hlutverki
blaðamennskunnar.“
Harman kveðst telja Newsweek vera eina af
þjóðargersemum Bandaríkjamanna og hefur lýst
mikilli ánægju yfir því að taka við kyndlinum af
Graham-fjölskyldunni, útgefanda Washington
Post, sem hefur átt Newsweek í um hálfa öld.
Halli hefur verið á rekstri Newsweek en Harman
hefur sagt að hann ætli sér ekki að græða á út-
gáfunni.
Auðgaðist á hljómtækjaframleiðslu
Margir kannast við nafn Harmans af vörumerk-
inu Harman Kardon en fyrirtækið stofnaði hann
árið 1953 ásamt Bernard Kardon. Harman nam
eðlisfræði og að loknu námi fór hann að vinna í
verkfræðideild David Bogen Company, sem
framleiddi stór hátalarakerfi. Kardon var þar
yfirverkfræðingur. Þeir breyttu hátalarakerfum í
hljómflutningstæki fyrir sjálfa sig en fyrirtækið
hafði ekki áhuga á því. Þeir stofnuðu því Harm-
an Kardon til að smíða hljómflutningstæki.
Fyrsta tækið sem þeir fjöldaframleiddu var
FM-útvarpsviðtæki. Ári eftir stofnun kynnti
Harman Kardon fyrsta viðtækið sem skilaði há-
gæðahljómi (hifi). Harman keypti Kardon félaga
sinn út úr fyrirtækinu 1956. Fyrirtækið varð
einnig fyrst til að framleiða útvarpsviðtæki með
magnara sem tók á móti útsendingum í víðómi
(stereó) árið 1958. Þessi tæki voru öll einföld í
notkun og ætluð almenningi.
Harman seldi fyrirtækið og keypti annað
snemma á 7. áratug síðustu aldar. Hann keypti
síðan Harman Kardon aftur og önnur þekkt
hljómtækjafyrirtæki á borð við JBL, AKG, Studer
og Infinity. Hann nefndi fyrirtækjasamsteypuna
Harman International Industries (HII). Harman
Kardon varð fyrst til að nýta hljóðbætitækni frá
Dolby Laboratories í tækjum fyrir almenning.
Sidney Harman studdi Jimmy Carter í forseta-
framboði hans 1976 og varð aðstoðarvið-
skiptaráðherra í ríkisstjórn hans. Harman seldi
þá HII-samsteypuna. Kaupandinn Beatrice Fo-
ods náði ekki tökum á rekstr-
inum og þegar Harman
hætti opinberum
störfum keypti hann
HII aftur.
Sidney Harman er
kvæntur Jane Harm-
an, en hún situr á
Bandaríkjaþingi fyrir
kjördæmi í Kaliforn-
íuríki.
Öldungur
kaupir
Newsweek
Sidney Harman
auðgaðist á
hljómtækjasmíði
Harman Kardon Sidney Harman hóf smíði hljómflutningstækja fyrir almenning árið 1953. Myndin er kringum 1955.
Vikuspegill
Guðni Einarsson gudni@mbl.is
Harman Kardon og
önnur fyrirtæki í
Harman International
Industry, Inc. hafa átt
stóran þátt í að gera
almenningi kleift að
njóta útvarpssend-
inga og hljóðritana í
miklum tóngæðum.
Harman Kardon var í
fararbroddi í fram-
leiðslu víðóma (ste-
reó) útvarpstækja á
6. áratug síðustu ald-
ar. JBL hátalarar voru
ríkjandi í hljóðverum,
líkt og AKG hljóð-
nemar og Studer upp-
tökutæki.
Úr mónó
í stereó
Sidney Harman varð 92 ára 4.
ágúst síðastliðinn og lætur
aldur ekki aftra sér.
ódýrt og gott
Grísahryggur, úrbeinaður, danskur
kr.
kg999
Verð áður 1998 kr.
50%afsláttur