SunnudagsMogginn - 08.08.2010, Blaðsíða 25

SunnudagsMogginn - 08.08.2010, Blaðsíða 25
8. ágúst 2010 25 af því þetta fór svo vel með alla hina, þá hafi þau sambönd ekki verið nein ást, bara vinátta. En stóra ástin er Leifur. Eftir að hann dó finnst mér alltaf að pínulítill hluti af mér sé dáinn. Við vorum ekki alltaf sómahjón en við elskuðumst.“ Það hlýtur að hafa verið skelfilegt að missa hann. „Ég missti fótanna í nokkur ár, varð ógurlega veik, bæði andlega og lík- amlega. Þótt ég væri fullorðin kona með mikla lífsreynslu leið mér eins og sex ára barni sem hefði verið skilið eftir. Þá kom hersingin, hinir mennirnir. Fyrsti mað- urinn sem kom til mín með blóm þegar Leifur dó, var Magnús Tómasson, sem kom með tólf hvítar rósir. Eins á ég Þór mikið að þakka að ég komst út úr þessari þráhyggjukenndu sorg sem beygði mig, næstum, algjörlega. Ég hlýt að vera eins og kötturinn, ég hef svo mörg líf.“ Karl og kerling í okkur öllum Heldurðu að ástin eigi eftir að birtast aftur? „Nei. Ég átti kærasta frá því ég var fjórtán ára þangað til ég var fimmtíu og fimm ára. Ég hafði alltaf tilfinningalegt bakland frá karlmönnum. Nú er komið nýtt tímabil. Ég held að ég leggi það hvorki á mig né einhvern annan að stofna til nýs sambands. Ég er líka búin að læra að vera ein. Það kunni ég ekki áður af því ég var aldrei ein. Ég finn það æ oftar þeg- ar ég kem heim að ég er fegin að vera ein. Ég get verið eins leiðinleg hér heima og ég vil, ein með sjálfri mér. Það er ágætt.“ Þú ert ekkert erfið í sambúð, er það? „Við vorum öll erfið, ég og þessir menn mínir. Enginn átti neitt inni hjá hinum. Þess vegna gátum við endað sem vinir. Við vorum öll jafn sek. Öll vorum við listamenn. Það er ekkert þægilegt að vera listamaður. Maður er alltaf að vinna með tilfinningarnar og ber þær oft utan á sér. Ég er mjög tilfinningarík. Þegar ég er að leikstýra og eitthvað gott gerist þá fæ ég gæsahúð.“ Heldurðu að kynin séu ólík? „Það sést strax á börnum að kynin eru ólík. En ég held að það sé karl og kerling í okkur öllum, mismikið þó. Ég held líka að listamenn hafi oft meiri tengsl við karlinn og konuna í sjálfum sér en annað fólk. Halldór Laxness gat skrifað um Sölku Völku, stúlkuna sem er á gelgju- skeiði, vegna þess að hann hafði aðgang að báðum kynjum í gegnum sína skynjun á lífið. Í sambúð okkar Leifs vissum við eiginlega ekki hvort okkar var karl og hvort var kerling. Kannski gekk það svona vel þess vegna. Leifur var heima að semja, elda og baka. Ég kom heim og las Morgunblaðið og skammaðist yfir því að það væri alltaf spagettí í matinn.“ Vissi ekkert um góðærið Þú valdir þér leikstjórastarfið sem lífs- starf. Hefurðu aldrei hugsað um at- vinnuöryggið? „Það er eiginlega orðið um seinan. Ég er búin að dröslast í þessu í þrjátíu og fimm ár og öryggið hefur verið lítið sem ekkert. Listamenn eru svo mikil börn, allavega ég. Stundum langar mig til að vera skynsöm en ég er ekki skynsöm. Ég þakkaði mínum sæla í vor þegar mér var sagt upp að ég kann að taka atvinnumissi og get lifað með honum, meðan svo margir missa alveg fótanna þegar þeir lenda í þeirri stöðu. Ég lifi í þeirri trú og því trausti að þegar einar dyr lokast þá opnist einhverjar aðrar. Af hverju ætti það ekki að gerast núna eins og öll þessi þrjátíu og fimm ár?“ Þú finnur tækifæri í kreppunni. Hvernig finnst þér íslenskt þjóðfélag vera á krepputímum? „Ég er svo utan við mig að ég vissi ekk- ert um þetta góðæri. Mér finnst skelfilegt að þetta þjóðfélag skuli hafa verið svona gjörspillt. Alla ævi hef ég viljað sjá það góða í fólki og ég er svo barnslega einföld að halda að allir vilji vel. Líf sem snýst um að eignast sífellt meira er ömurlegt. Ekki vildi ég eiga tvö hús, búgarð, sum- arbústað, skíðaskála og þyrlu. Þá myndi maður ekki gera neitt annað en að snúast í kringum þær eignir. Það myndi ræna mig allri hugarró. Það sem skiptir mig mestu máli í lífinu er að vera glöð og finnast gaman og geta látið gott af mér leiða.“ Á hvað trúirðu? „Ætli ég trúi ekki á Guð. En ég trúi því að Guð birtist fólki á mismunandi hátt og ég heyri í mínum Guð í tónlist Bachs, Mozarts og Beethovens. Og mér finnst að list sem er ekki mannbætandi sé einskis verð. Þetta er mín lífsskoðun.“ Morgunblaðið/Eggert ’ Ég kann ekki að tala um neitt annað en listir. Það er eins og sjómaður sem talar um fisk- veiðar og sjóinn. Allt mitt líf hefur snúist um listir. Allir vinir mínir, all- ir elskhugar mínir og allir mínir elskulegu eiginmenn hafa verið við- riðnir listir á einn eða annan hátt.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.