SunnudagsMogginn - 08.08.2010, Blaðsíða 23

SunnudagsMogginn - 08.08.2010, Blaðsíða 23
orð um loftslagsmengun ef við bættum við fleiri álverum. Ég held að íslensk orkufyrirtæki ættu að vera í almannaeign og að nýtingarrétt- urinn ætti líka að vera almennings í land- inu. En svo getur einkaframtakið blómstrað allt í kring. Hvað einkavæðingu varðar vil ég vitna í afar athyglisverða grein Jóns Steinssonar sem birtist nú nýverið. Hann segir að það sé ekki víst að við getum treyst því að stjórnvöld semji svo vel um sölu auðlind- anna við einkaaðila að þjóðin fái úr því sannvirði fyrir auðlindina. Og hann nefn- ir þar möguleikann á spillingu og van- kunnáttu í samningagerð. Hann vísar til reynslu okkar af samningum ríkisins við einkaaðila og rifjar upp að Landsvirkjun hafi árum saman selt erlendum álrisum orku á verði sem er 20% undir meðalverði heimsmarkaðarins. Hann rifjar líka upp samningana um einkavæðingu bankanna og fleiri mikilvægra fyrirtækja í samfélag- inu og setur fram þá tilgátu að Sjálfstæðis- og Framsóknarflokkur hafi nánast eyði- lagt einkavæðingu sem hagstjórnartæki á Íslandi. Hljómar frekar sannfærandi og væri áhugavert að ræða það …“ Þú hefur gagnrýnt að Magma fá einka- rétt á nýtingu auðlinda í 65 ár með framlengingarrétti til annarra 65 ára. Ef einkarétturinn væri í styttri tíma vær- irðu þá hlynnt samningnum? Hversu stuttan tíma myndirðu sætta þig við al- mennt í slíkum samningum? „Það er náttúrlega ekki bara það sem þarf að breyta. Heldur verður að líta á samningana frá grunni. Það er mjög veik samningsstaða ef sveitarfélag sem er á barmi gjaldþrots fær alþjóðlegan risa til að yfirtaka skuldir og fær þannig aðgang að orkuauðlindum í 65, jafnvel 130 ár. Og ekki gleyma að það hvernig við bregð- umst við núna verður prófsteinn á hvern- ig allir aðrir samningar um aðgang að orkuauðlindum okkar verða. Þannig að þó að þetta séu „bara“ 10% af orkuauð- lindum okkar gæti þetta orðið samningur sem yrði fyrirmynd fyrir hin 90%. Per- sónulega finnst mér að orkuauðlindunum sé best borgið í almannaeigu – þannig getum við tryggt skynsamlega nýtingu þeirra og að arðurinn skili sér til fólksins aftur.“ Þá gagnrýnirðu að stærstur hluti söl- unnar til Magma sé fjármagnaður með innlendu kúluláni á 1% vöxtum á meðan Beaty láni félaginu verulegar fjárhæðir gegn 8% vöxtum. En stendur ekki eftir að Magma var tilbúið að greiða hæsta verðið, þar á meðal hærra en íslenskir lífeyrissjóðir, sem kusu að koma ekki að kaupum á HS Orku? „Þarf þjóðin ekki að ákveða hvort hún vill einkavæða aðgang að orkuauðlindum sínum áður en salan fer fram? Þurfum við ekki að endurskoða ferlið? Ég hef bent á ýmis atriði í samninginum við Magma sem aðrir hafa komið fram með, ekki í þeim tilgangi að bæta samninginn, heldur til þess að hvetja til þess að þessi sala verði stöðvuð. Í rauninni má segja að fyrstu mistökin hafi verið gerð þegar HS Orku var breytt í hlutafélag og það selt, fyrst í bútum til GGE og síðan til Magma. Við vitum raunverulega ekkert um það hvort Magma hafi boðið best. Og einhvern veg- inn er það mjög ólíklegt að þessi samn- ingur sé sá besti í boði. Það hafa ýmsir, m.a. Már Mixa, bent á að aðrir erlendir fjárfestar hafi ekki fengið svör við fyr- irspurnum sínum um fyrirhugaða sölu á HS Orku – sem bendir til þess að þetta ferli hafi ekki verið jafn gagnsætt og menn vilja vera láta. Minnir það ekki á einka- væðingu bankanna eins og henni er lýst í rannsóknarskýrslu alþingis?“ Þú segir vatnið dýrmætustu auðlind heimsins til framtíðar. Eru Íslendingar ekki nógu meðvitaðir um það, til dæmis hvað varðar sölu á vatnsréttindum? „Það eru margir að vinna að rann- sóknum á vatninu og möguleikum þess, bæði hér og í nágrannalöndum okkar, og þeir möguleikar eru miklir. En það virðist vera að einstök sveitarfélög hafi ákvörð- unarvald til þess að selja nýtingarrétt auðlinda til langs tíma án þess að ræða við þjóðina. Til dæmis hafa vatnsréttindi á Snæfellsnesi verið framseld til 95 ára til erlends aðila sem núna sætir rannsókn fyrir fjármálamisferli í Kanada. Vatnið er ótrúlega mikilvæg auðlind og við þurfum að gæta hennar vel og tryggja að nýtingin sé skynsamleg og að arðurinn hverfi ekki úr landi. Hvað græðum við á því að erlend fyrirtæki flytji allan gróða af atvinnu- starfsemi sinni hér út?“ Heldurðu að það sé verið að „prjóna“ niðurstöðu svo notað sé orðalag aðstoð- armanns menntamálaráðherra? „Ég missti af þessu … þótt ég lesi óvenjumikið fréttir núna.“ Styrmir Gunnarsson, fyrrverandi rit- stjóri Morgunblaðsins, tók undir gagn- rýni þína í pistli í Sunnudagsmogganum 25. júlí og sagði meðal annars: „Þrennt skiptir mestu um líf þjóðarinnar í þessu landi: Að hún haldi sjálfstæði sínu. Að hún haldi tungu sinni og menningu. Að hún haldi yfirráðum yfir auðlindum sín- um. Ef við höldum fast við þessi þrjú grundvallaratriði getum við tekizt á við dægurvandamál hverju sinni.“ Ertu sammála þessari greiningu? „Jú, ég hugsa það. Menningin kemur frá sambúð okkar við náttúruna og hvert annað. Og sjálfstæði okkar er ofið saman við frjósemi sambands okkar við landið og auðlindirnar.“ Tengslin við náttúruna virðast vera kjarni hugmyndafræði þinnar. Kannski er eitt vandamálið að á Íslandi var skor- ið á þau tengsl á tiltölulega skömmum tíma með fólksflutningum úr sveitum í þéttbýlið. En mótaði pönkið þig ekki á sínum tíma, sem er skilgetið afkvæmi steinsteypunnar og náttúrurómantíkin víðs fjarri? „Ég dáðist alltaf mest að þeirri hlið pönksins sem sneri að stjórnvöldum, yf- irvaldi og svona „anti-establishment“. Tónlistin heillaði mig aldrei. Í þá daga kristallaðist það hjá okkur tónlist- armönnunum í raunveruleikanum þannig að því var ekki tekið sem sjálfgefnu að skrifa bara undir hjá Skífunni og vera þjónn stórs fyrirtækis. Hópurinn í kring- um Grammið aðlagaði DIY pönksins ís- lenskum aðstæðum. Nýfundnu sjálfstæði okkar, óvenjumikilli ósnortinni náttúru af Evrópuþjóð að vera og háþroskaðri máltilfinningu. Mér finnst þetta ennþá eiga við. Eins og ég hef sagt áður getum við notfært okkur stöðuna okkar og tekið u-beygju út úr úreltum 20. aldar gildum beint inn í framtíðina. Snúið hindrun i tækifæri.“ Þú kemur úr hópi sem lét sig pólitík lítið varða en það virðist hafa snúist við á undanförnum árum. Kárahnjúkavirkj- un hafði mikið með það að gera, Jónsi var borinn út af fundi borgarstjórnar á þeim tíma, og nú síðast vann Besti flokk- urinn sigur í borgarstjórnarkosning- unum, en þar á lista eru margir úr þínu vinasamfélagi. Finnur þú fyrir auknum áhuga á að láta til þín taka á samfélags/ pólitíska sviðinu? „Í mínu tilfelli er þetta hálfgert slys. Ég sit hér í eldhúsinu að svara þér og er að velta því fyrir mér hvað sé eiginlega orðið að mér. Ég er náttúrlega að gera þetta fyrst og fremst vegna ástar minnar á nátt- úrunni. Svo tel ég mig líka hafa reynslu af því að semja við útlendinga. Í tónlist- arbransanum gerðu fyrst Sykurmolarnir og síðan ég sögulega samninga við dreif- ingarfyrirtæki. Þar sem við héldum eign- arrétti á tónlistinni okkar og fengum margfaldan prósentuhluta af hagnaði miðað við fyrri tónlistarmenn. Það er náttúrlega ljóðrænna og listrænna að hafa ekkert vit á samningum og láta bara aðra um þetta en við litum á þetta sem hluta af okkar tilvistarlegu yfirlýsingu. Við eigum okkur sjálf. En getum samt unnið með út- lendingum. Og samt haldið áfram að vera íslensk. Meira að segja þó að við syngjum á ensku.“ Hefur þetta áhrif á tónsmíðar þínar. Með öðrum orðum, eru þær að verða pólitískari? „Verkefnið sem ég er að gera núna fjallar að einhverju leyti um mín persónu- legu „trúarbrögð“, mína heimspeki. Þar sem ég fagna samofnu sambandi náttúru og tónlistar og tækni. Það er hægt að túlka það sem mitt persónulega pólitíska „statement“. Ekki svona flokkapólitík heldur hvernig ég upplifi mig í samhengi við umheiminn …“ Er engin hætta á því að pólitíska vafstrið skyggi á listamanninn? Þetta er búið að vera rosa tímafrekt. Ég tek hattinn ofan fyrir fólki sem nennir pólitík. Þetta er svona einhverskonar rökræðu rifrildatíðni sem heilinn á manni spænist upp í. Ég þrífst ekkert mjög vel í þessari orku. En þetta er bara svo mikið neyðartilfelli, hvernig við bregðumst við núna mun hafa áhrif á börnin mín, barna- börn. Þannig að þetta er ekki algerlega óeigingjarnt. Ég get ekki sest niður og skrifað róleg nema þetta mál leysist. Ég hef nærst á náttúru Íslands og ef ég ver hana ekki hverfur grunnrótin mín. Sem ég skrifa með.“ Hversu meðvituð ertu um að frægir einstaklingar geti nýtt sér nafn sitt til að hreyfa mikilvægum málum? Lítur þú jafnvel til manna eins og Bonos og Johns Lennons í þeim efnum? „Mér finnst það svona frekar glatað. Hallærislegt. Móðgar hégóma minn sem listamanns stundum, alvarlegur ljóð- rænuskortur. En þetta mál má bara ekki fara svona í gegn.“ Er rótin í þessari öflugu starfsemi þinni falin í lögum eins og „Declare In- dependence“? „Þegar ég samdi það var ég meira að hugsa það svona sem djók á ofvirka sjálf- stæðiskennd Íslendinga. Og að það væri svona ráðlegging til Færeyinga og Græn- lendinga. Og auðvitað mest djók á sjálfa mig. En fólki fannst það svona misfyndið. Kínverjar hlógu ekki hátt.“ Vaknaðir þú einn daginn við það að þú yrðir að fara að gera eitthvað í málunum eða er þetta búin að vera hægfara þróun? Meira svona hægfara. Platan mín Volta var að vísu svona meðvituð réttlætisplata, Gabríela vinkona mín var nýbúin að segja mér að í talnafræði væri ég talan 8. Sem stendur fyrir styrk og réttlæti. Mér fannst það náttúrlega alveg bráðfyndið og skemmtilegur vinkill sem ég hafði ekki hugsað út í áður, sérstaklega þegar maður hugsar út í foreldra mína. Þetta varð svo- lítið bensín í verkefnið.“ Skortir Íslendinga framtíðarsýn? Ertu bjartsýn á framtíðina fyrir hönd ís- lensku þjóðarinnar? „Hörmungarástand er oft besta tæki- færið til að hafa hamskipti. Við höfum allt sem til þess þarf. Hættan er náttúrlega að hoppa í skyndilausnir og upp í fang til „mömmu og pabba“, að einhver komi og bjargi okkur. En raunveruleikinn er að við verðum að taka eitt skref í einu og bjarga okkur sjálf. Sérhæfa lausnirnar að okkar aðstæðum og læra í leiðinni. Gera eitthvað séríslenskt. Sem er í senn mest alþjóðlegt. Ekki bara kaupa útlenskan pakkadíl. Ef við viljum hafa raunverulegar samræður og samvinnu við umheiminn í dag 2010, þá eiga allar þær samræður sér stað í nafni grænna lausna og að vinna með umhverf- inu. Hjónaband hátækni og náttúru. Stór- iðjuorðaforðinn er úreltur. Hvað koma múmínálfarnir þessu öllu við? „Þetta var nú meira svona tilviljun að frumsýning myndarinnar kom upp á meðan á þessu máli stóð. Eða var það?“ 8. ágúst 2010 23 Ljósmynd/Vera Pálsdóttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.