SunnudagsMogginn - 08.08.2010, Blaðsíða 6

SunnudagsMogginn - 08.08.2010, Blaðsíða 6
6 8. ágúst 2010 Í ár hafa verið gerðar nokkrar breytingar á dagskránni frá fyrri árum, nýir viðburðir koma inn og aðrir detta út. Einhverjir hafa ef- laust rekið augun í það að ekki verður haldin Regnbogamessa að þessu sinni en hún hefur ann- ars verið fastur liður á sunnu- deginum. Þorvaldur Kristinsson, forseti Hinsegin daga, segir ástæðuna einfaldlega þá að þegar nýju húskaparlögin gengu í gildi 27. júní síðastliðinn var haldin Regnbogahátíð í Fríkirkj- unni og því þótti skipuleggj- endum allt í lagi að sleppa messunni í ár. Enda hafi alltaf verið lögð áhersla á að halda í fjölbreytnina, svona í anda há- tíðarinnar. Á sunnudeginum verður hins vegar haldin í fyrsta sinn fjöl- skylduhátíð í Viðey, svokölluð Regnbogahátíð. Þrátt fyrir hið mikla ævintýri sem gleðigangan er hefur borið á því að börnin fái ekki notið hennar til fulls vegna smæðar sinnar og mannfjöldans og því kviknaði sú hugmynd að halda sérstakan viðburð fyrir börnin. Leikarar munu skemmta börnunum og farið verður í leiki en einnig verða regnbogaveit- ingar í Viðeyjarstofu. Nokkrar breytingar frá dagskrá fyrri ára Í ár verður í fyrsta skipti boðið upp á sérstaka fjölskylduhátíð. Morgunblaðið/Heiddi N ú standa yfir Hinsegin dagar í Reykjavík með tilheyrandi viðburðaveislu, gleði og látum. Hinsegin dagar, eða Gay Pride, eru hátíð samkynhneigðra, tví- kynhneigðra, transfólks og allra þeirra sem styðja réttindabaráttu þeirra. Hér á Íslandi og eflaust víð- ar, má segja að Hinsegin dagar, sem ná hámarki sínu í hinni miklu Gleðigöngu, séu hátíð okkar allra. Stoltgöngur eru farnar árlega út um allan heim en þátttaka þjóðarinnar í fögnuðinum hér á landi hlýtur að teljast einsdæmi. Samkvæmt tölum frá Hinsegin dögum hafa frá árinu 2006 60-80 þús- und manns mætt árlega niður í miðbæ til að berja gönguna augum og samfagna með samkyn- hneigðum samlöndum sínum. Ástandið víða hræðilegt Víða annars staðar í heiminum er ástandið ekki jafngott. Í löndum eins og Serbíu, Rússlandi, Lett- landi, Taívan og Ísrael hefur göngufólk mætt harðri andspyrnu, mótmælum og ofbeldi. Fordómana má oftast rekja til trúarbragða eða öfgasinnaðra stjórn- valda, sem ofsækja þá sem eru öðruvísi og falla ekki undir þröngar skilgreiningar um það hvernig mað- urinn á að vera og ekki vera. Þorvaldur Kristinsson, forseti Hinsegin daga, segir til að mynda þróunina í málefnum samkynhneigðra í Austur-Evrópulönd- unum hafa verið svipaða og hér á landi en vegna áhrifa kaþólsku kirkjunnar og fasískra hreyfinga í sumum þessum ríkjum, sé hún langtum hægari. Hann vill meina að í samanburði við mörg önnur vestræn og „frjálslynd“ lönd stöndum við einnig mun betur að vígi en mörg þeirra. „Samkyn- hneigðir hér á landi lifa miklu opnara lífi en margir annars staðar á Vesturlöndum, t.d. í Bandaríkj- unum. Þó svo að þú sért kominn út úr skápnum þar og lifir þínu lífi með þínum vinum, áttu kannski fjölskyldu einhvers staðar í órafjarlægð sem veit ekkert. Hér heima erum við svo fá að „þjóð veit þá þrír vita“. Ungir krakkar sem eru að stíga sín fyrstu skref út úr skápnum vita að mamma og pabbi munu frétta það ansi fljótt og þó að þetta verði kannski erfið skref gerir það þau að sterkari ein- staklingum að vera opinská.“ Ennþá að mörgu að huga Þegar lög ný hjúskaparlög gengu í gildi í júní mátti víða lesa og heyra að nú væri algjöru jafnræði náð. Samtöl við homma, lesbíur, tvíkynhneigða og transfólk gefa þó annað til kynna. Ein lesbía sagði í samtali að baráttunni yrði aldrei lokið, það yrði að minnsta kosti að berjast fyrir því að viðhalda jafn- réttinu og kveða niður fordóma. Þorvaldur segir að mörgu að huga. „Mér verður stundum hugsað til þess að við höfum kannski gleymt okkur í þessu ferli og farið of geyst. Í baráttunni við að fá jafnrétti á við gagnkynhneigt fólk höfum við ef til vill beygt okkur undir gildismat meirihlutans og tileinkað okkur lífsstíl sem er ekki endilega sá sem við vilj- um.“ Hann er þó sammála því að í dag sé óvíða betra að vera „hinsegin“ en á Íslandi. Að vera hinsegin Gott að vera glaður á Íslandi Fjöldi þeirra sem koma og samfagna samkynhneigðum í Gleðigöngunni hér á landi er einsdæmi í heiminum. Morgunblaðið/Júlíus Litir, gleði og væntumþykja á Hinsegin dögum. Morgunblaðið/Heiddi Vikuspegill Hólmfríður Gísladóttir holmfridur@mbl.is Laugardagur 7. ágúst 11.00 – Upphitun á Barböru 14.00 – Gleðiganga 15.30 – Hinsegin hátíð við Arnarhól 23.00 – Hinsegin hátíðardansleikur – DJ Páll Óskar á Nasa, kvennaball í Iðnó, dansleikur á Barböru Sunnudagur 8. ágúst 12.00 – Dansleikur á Barböru fram eftir degi 13.00 – Regnboga- hátíð fjölskyldunnar í Viðey Dagskrá Hinsegin daga www.noatun.is FLJÓTLEGT OG GOTT Hafðu það gott með Nóatúni NÝTT KJÖTFARS KR./KG 545 779 BBESTIR Í KJÖTI ÚR KJÖTBORÐI 30% afsláttur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.