SunnudagsMogginn - 08.08.2010, Blaðsíða 18

SunnudagsMogginn - 08.08.2010, Blaðsíða 18
18 8. ágúst 2010 B yrjum á byrjuninni. Það er dragg en ekki drag, eins og Georg Erlingsson Merrit, framkvæmdastjóri Dragg- keppni Íslands, ítrekar við mig. Keppnin 2010 var haldin síð- astliðinn miðvikudag í Íslensku óperunni þar sem 3 drottn- ingar og 4 kóngar sjarmeruðu til sigurs. Það var ofurgellan Tæra Bænks sem var kynnir að þessu sinni en þema keppn- innar var hinn tvíræði frasi stallsystur hennar, „Wanna be on top?“ Keppendur vildu sennilega bæði vera á toppnum og ofan á því öllu var til tjaldað og á sviðinu þetta kvöld braust fram allur tilfinningaskalinn: hlátur, grátur og gnístran tanna. Kóngar kvöldsins voru tvíeykið Freðinn og Tvistgeir sem unnu dómnefndina á sitt band með karlmanns-ást sinni en þeim veittu harða samkeppni geð- sjúklingurinn Donnie Marron, sem þótti kynþokkafyllsti kóngurinn, og ræstitæknirinn Stanislav Smirnoff. Drottningarnar voru hver annarri glæsilegri en það var Mary Fairy, nýkomin úr Ölp- unum, sem var krýnd á end- anum. Franska dívan Louise DiPaoli Mikael þótti kynþokka- fyllst kvenna en dularfulla fljóðið Tila Star fór tómhent heim. Fröken Star þekkir mót- lætið vel frá uppvaxtarárum sínum í Berlín en dyggir stuðn- ingsmenn hennar létu skoðanir sínar á dómnefndinni bersýni- lega í ljós úr áhorfendaskar- anum. Og það sannaðist sem alþekkt er: Það er ekkert dragg án drama. Mary Fairy situr eins og sönn dama með leggina í kross. Georg Erlingsson Merritt framkvæmdastjóri keppninnar og kynnir var flottur í leðurdragi. Listafólkið gluggar í skemmtilegan dagskrárbæklinginn í pásunni. Atriði Berlínardrottningarinnar Tilu Star var ansi blóðugt. Geðsjúklingurinn og leik- fangasmiðurinn Donnie Marron. Tila Star á myrka fortíð að baki og ótal leyndarmál. Atli Freyr Arnarsson er maðurinn á bakvið drottninguna. Bak við tjöldin Myndir: Eggert Jóhannesson eggert@mbl.is Texti: Hólmfríður Gísladóttir holmfridur@mbl.is Viltu vera ofan á?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.