SunnudagsMogginn - 08.08.2010, Síða 18

SunnudagsMogginn - 08.08.2010, Síða 18
18 8. ágúst 2010 B yrjum á byrjuninni. Það er dragg en ekki drag, eins og Georg Erlingsson Merrit, framkvæmdastjóri Dragg- keppni Íslands, ítrekar við mig. Keppnin 2010 var haldin síð- astliðinn miðvikudag í Íslensku óperunni þar sem 3 drottn- ingar og 4 kóngar sjarmeruðu til sigurs. Það var ofurgellan Tæra Bænks sem var kynnir að þessu sinni en þema keppn- innar var hinn tvíræði frasi stallsystur hennar, „Wanna be on top?“ Keppendur vildu sennilega bæði vera á toppnum og ofan á því öllu var til tjaldað og á sviðinu þetta kvöld braust fram allur tilfinningaskalinn: hlátur, grátur og gnístran tanna. Kóngar kvöldsins voru tvíeykið Freðinn og Tvistgeir sem unnu dómnefndina á sitt band með karlmanns-ást sinni en þeim veittu harða samkeppni geð- sjúklingurinn Donnie Marron, sem þótti kynþokkafyllsti kóngurinn, og ræstitæknirinn Stanislav Smirnoff. Drottningarnar voru hver annarri glæsilegri en það var Mary Fairy, nýkomin úr Ölp- unum, sem var krýnd á end- anum. Franska dívan Louise DiPaoli Mikael þótti kynþokka- fyllst kvenna en dularfulla fljóðið Tila Star fór tómhent heim. Fröken Star þekkir mót- lætið vel frá uppvaxtarárum sínum í Berlín en dyggir stuðn- ingsmenn hennar létu skoðanir sínar á dómnefndinni bersýni- lega í ljós úr áhorfendaskar- anum. Og það sannaðist sem alþekkt er: Það er ekkert dragg án drama. Mary Fairy situr eins og sönn dama með leggina í kross. Georg Erlingsson Merritt framkvæmdastjóri keppninnar og kynnir var flottur í leðurdragi. Listafólkið gluggar í skemmtilegan dagskrárbæklinginn í pásunni. Atriði Berlínardrottningarinnar Tilu Star var ansi blóðugt. Geðsjúklingurinn og leik- fangasmiðurinn Donnie Marron. Tila Star á myrka fortíð að baki og ótal leyndarmál. Atli Freyr Arnarsson er maðurinn á bakvið drottninguna. Bak við tjöldin Myndir: Eggert Jóhannesson eggert@mbl.is Texti: Hólmfríður Gísladóttir holmfridur@mbl.is Viltu vera ofan á?

x

SunnudagsMogginn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.