SunnudagsMogginn - 08.08.2010, Blaðsíða 38

SunnudagsMogginn - 08.08.2010, Blaðsíða 38
38 8. ágúst 2010 að eiga þessar myndir. Ég man ekki hve- nær ákvörðunin var tekin, ætli það hafi ekki verið fimm árum seinna. Þetta eru ekki beint örlög, heldur leyfir maður hlut- unum stundum bara að þróast.“ – Hvernig hefur það verið fyrir þig per- sónulega að vinna þessa mynd, þar sem þú ert frá Flateyri? „Það hafa verið kostir og gallar við það, sem ég áttaði mig á í upphafi. Það er regla í mínu fagi sem rithöfundur að íhuga tengslin við efnið, ekkert endilega hvort þau eru góð eða slæm, heldur hvernig þeim er háttað. Þegar ég hafði yfirvegað það, og það gerðist ekki á einu kvöldi, þá tók ég þá stefnu að gera björgunarsöguna og sam- antekt um áhrif flóðsins á ýmsar hliðar mannlífsins. Það nýttist mér vel að þekkja marga sem tengdust flóðinu sterkum böndum, til dæmis skólafélaga úr barna- skóla og stráka sem ég hitti alltaf öðru hverju. Ég heyrði því alltaf sögur og þurfti ekki mikla rannsóknarvinnu eða byggja upp traust til að fá nánari upplýsingar um það sem var viðkvæmt fyrir fólk.“ Viðtölin tóku mikla orku Þegar Einar er spurður hvort eitthvað hafi komið honum á óvart við gerð mynd- arinnar kemur ýmislegt upp í hugann. Þó er það aðallega tvennt. „Það sem kom mér mest á óvart var hve margir vildu að þetta yrði skrásett í ein- hverju formi og einnig hvað þetta gat tekið mikla orku. Ég man eftir tilvikum þar sem ég fann að ég þurfti að hvíla mig vel á milli viðtala, ekki það að maður tæki þetta inn á sig, heldur var þetta bara svo dramatískt. Ég ákvað svo í fyrravor að taka bara eitt, tvö viðtöl á viku, alveg hámark. Svo fór ég bara í labbitúr,“ Einar hlær, „það var eina vitið. Þótt þetta væru ekki tárfellandi dramatísk viðtöl, þá var sagan á bak við þau svo mögnuð að hún snertir alla. Það kostaði orku að hlusta og meðtaka – og svo er ég bara svo mikil kelling.“ Einar brosir. „Það var líka erfitt að velja rödd fyrir myndina. Það er ekki hægt að koma mörg hundruð manns fyrir í einni mynd. Í raun var erfiðast að finna út úr því, hvernig ég ætti að velja þessa rödd. Það er hluti af frá- sagnaraðferðinni að nota ekki þul, heldur fá fólk til að segja frá. Það varð að reyna að fá flæði í frásögnina og staðsetja atburðina og svo eru kannski einn eða tveir ein- staklingar sem segja frá atburðum sem fleiri hafa lent í. Það var frekar erfitt ferli að finna lausn á því í þessu knappa formi. Það eru fleiri þúsund manns sem tengjast þessu beint eða óbeint. Það bjó kannski ættingi í Þýskalandi sem fylgdist með þessu á sínum tíma í gegnum fjölmiðla og það er allt annað en að upplifa þetta á Flat- eyri og lifa það af, en svo eiga þeir kannski sama frænda sem varð undir flóðinu.“ Jákvæðni og bjartsýni Einar segir að það hafi líka verið þung vinna að fjármagna myndina, kannski ekki erfið, en þung. „Fjármögnun var ekki lokið að fullu fyrir hrunið og það er þung vinna sem fylgir fjármögnun heimildarmynda hérna á Íslandi. Ég ætla ekkert að kvarta undan því, en það hefði getað verið léttara. En framlög margra fyrirtækja og einstaklinga hafa skipt sköpum, þótt ekki sé um háar fjárhæðir að ræða. Bara það að fá lánað hús getur skipt sköpum þegar á þarf að halda og það hefur gengið mjög vel. Það er ekki alltaf stærðin sem skiptir máli, bara hjálp í smátíma. Svo fengum við litla styrki, sem skiptu sköpum bara á þeim tímapunkti, þannig að margir eiga þakkir skildar fyrir að hafa hjálpað til.“ – Það er þá mikill áhugi fyrir því að myndin komi út? „Já, ég finn fyrir miklum áhuga, en svo veit maður náttúrlega ekkert hvernig fólk tekur myndinni.“ – Hvað stendur upp úr eftir að hafa skoðað þessa atburði svona vel? „Það tengist kannski ekki beint flóð- unum, heldur stöðunni eins og hún er í dag. Maður finnur að margir hafa dregið mikinn styrk úr þessari reynslu – styrk sem lýsir sér í bjartsýni og framtíð- arhugmyndum, þó að snjóflóðið sé mörg- um enn í fersku minni. Þeir sem eru frá Flateyri eða tengjast staðnum á annan hátt, til dæmis hagsmunaböndum eða tilfinn- ingaböndum, hafa allir áhuga á því að byggja staðinn upp aftur og eru að átta sig á því að fimmtán ár eru ekkert langur tími. Þetta er í raun stuttur tími, Og þess vegna kemur mest á óvart hvað viðhorfin til fram- tíðarinnar eru jákvæð. Ekki það að ég hafi haldið að viðhorfin yrðu neikvæð, en ég finn að þessi jákvæðni á sér djúpar rætur. Fólk veltir fyrir sér tækifærum til að bæta atvinnuástandið, auðga mannlífið, fá fólk til að flytja til staðarins, halda uppi skólastarfi, og um- fram allt halda staðnum í byggð og við- halda reisn hans. Einn viðmælandi lýsti þessu þannig að þegar tíu ár hefðu verið liðin frá snjóflóðinu á Flateyri þá hefði Flateyri verið eins og boxari sem fengið hefði þungt högg og væri kominn á hnén, en færi ekki alveg niður. Og núna er hann staðinn upp.“ – Hvers vegna tókstu viðtal við Vigdísi Finnbogadóttur fyrir myndina? „Vegna þess að allir eru sammála um að hún hafi reynst heimafólki mjög vel. Hún kom ekki bara inn í þetta sem forseti, þá- verandi forseti, heldur líka sem samein- ingartákn. Og hún náði til fólksins. Það var ekki hægt annað en að tala við hana og hún veitti góðfúslega leyfi fyrir því.“ Eyðileggingin blasir við en myndin er tekin við endamörk flóðsins skammt frá kirkjunni. Morgunblaðið/RAX Fórnarlambanna minnst með blysför við Ingólfstorg. Morgunblaðið/Sverrir Einar Þór Gunnlaugsson vinnur nú að leik- riti og bíómynd er í biðstöðu, en vegna samdráttarins segist hann ekki hafa ákveðið hvort hann fer af stað með verk- efni erlendis eða hér heima. „Ég fékk styrk úr leikritunarsjóði Þjó- leikhússins, Prologos, og er að skrifa leikrit og er langt kominn með það,“ segir hann. – Hefurðu komið nálægt starfi leikhúsa áður? „Nei, ekki nema bara á unglingsárun- um. Svo lék ég í tónlistarmyndböndum og stuttmyndum þegar ég bjó í London til að skrapa saman fyrir leigunni þegar ég var í námi. Ég var líka statisti í Þjóðleikhúsinu meðfram skóla. En ég hef skrifað kvik- myndahandrit og þó að það sé mjög ólíkt, þá eru ákveðin grunnatriði sem nýtast, eins og persónusköpun og fleira.“ Það breytti sýn Einars á lífið þegar hann fór í sjálfboðaliðastarf í Níkaragva ár- ið 1988. „Þá tók ég alveg nýjar ákvarðarnir í lífinu,“ segir hann. „Ég hafði skipulagt það í þaula, eins og fólk gerir um tvítugt. Ég var búinn að skrá mig í háskólanám í Madrid og ætlaði bara að gerast fræðimaður, læra spænsku og finna mér ein- hverja góða afsökun til að ferðast út um allan heim. En þegar ég fór til Níkaragva á tímum Kontrastríðsins, skipti ég ekki bara um stefnu heldur gjörsamlega um viðhorf til lífsins. Ég missti alla trú á háskólunum á Vesturlöndum, alla trú á heimspeki og alla trú á fjölmiðlum. Þetta gerðist á nokkrum mánuðum. Andrúmsloft stríðs breytti þessu öllu. Ég fór samt í háskóla, en lagði fyrir mig kvikmyndagerð, því ég hafði misst trú á öllu öðru. Ég vildi nýta tímann og læra og þá fannst mér þetta ágætis lending, að geta unnið við framkvæmd og í sköpun. Ég var samt algjörlega óákveðinn um hvað ég ætlaði að gera í framtíðinni. Ég trúði þessu varla sjálfur, því ég hélt að ég væri svo rosalega skipulagður, en svona getur lífið verið. Þótt maður haldi að maður sé alltaf að hugsa með heilanum þá er það hjartað sem ræður för – annars væri maður með stöðugan hausverk. Eftir þetta bjó ég erlendis, í Lond- on og á Spáni, í sautján ár og flutti ekki heim fyrr en árið 2008.“ Hann segist þó hafa ætlað að flytja heim til Íslands fyrir tíu árum, en þá fannst honum spillingin of mikil. Ekki væri búandi á Íslandi. Og Einar segist sjá tækifæri í hruninu. „Það er náttúrlega margt spennandi að gerast. Ég hefði aldrei trúað að mað- ur ætti eftir að upplifa svona miklar breytingar – að það yrði hlutskipti okkar kyn- slóðar að taka þátt í þessu. Allt fjármálakerfið hrundi og það er mikil pólitísk krísa. Það eru gríðarlegar breytingar og þeim fylgja tækifæri og nýir farvegir sem verða til.“ Hann segir andrúmsloftið allt annað en það var fyrir tíu árum þegar hann ætl- aði að flytja heim. „Þá upplifði ég Ísland sem mjög spillt land og að mörgu leyti mjög óhagkvæmt, stjórnsýsluna og hagsmunatengslin, alveg eins og umræðan og uppgjörið gengur út á í dag. Það eru ekki gerðar kröfur um faglegar ráðningar og gagnsæi að ástæðulausu. Maður upplifði það að einhver flokksbundinn ein- staklingur fékk mjög mikla fyrirgreiðslu á láni á meðan einhver ungur sjómaður á Vestfjörðum fékk ekki smáyfirdrátt til að halda hjallinum sínum. Þetta var óþolandi. En það að upplifa að þetta hafi hrunið svona fljótt, það er náttúrlega sögulegt.“ – Og þú sérð þetta sem tækifæri? „Já, þetta er það, þetta er langtímaverkefni. Ég vona bara að í öllum flokkum verði öfl sem geri byltingu innan þeirra og stofnað verði nýtt lýðveldi. Það er eig- inlega það eina í stöðunni held ég, nýtt lýðveldi og ný stjórnarskrá og ekkert kjaftæði. Flott þekkingarsamfélag sem er ofsalega hreinskiptið.“ Einar brosir og leggur áherslu á síðustu orð sín: „Burt með allt þetta spillta lið.“ Tækifæri í hruninu Morgunblaðið/RAX
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.