SunnudagsMogginn - 15.08.2010, Blaðsíða 12

SunnudagsMogginn - 15.08.2010, Blaðsíða 12
12 15. ágúst 2010 Laugardagur Bragi Guðmundsson Hún kemur eins og ferskur vindur á hverju hausti þessi ljúfa tilfinning, hatrið á Manchester United. Sunnudagur Sigríður Inga Sigurðardóttir var að horfa út um gluggann og hélt hún sæi sel. En … þetta var einhver kall að synda! Þriðjudagur Friðrik Friðriksson Tók Ironman Light í dag: 10 k hlaup, 27 k hjól og 1 k sund. Tók svo eina íbú- fen til öryggis. Fjölskyldan lék svo í tónlistarmyndbandi hjá Hafdísi Huld þar sem Margrét fór á kostum og sló út sviðsvana foreldrana. Föstudagur Þórunn Birna Guðmundsdóttir Nýj- asta nýtt í vinkonuhópnum: skokk, sund eða hjólað og endað í heita pottinum í hverfislauginni … nýtt hverfi í hverri viku!! Sundlaug Garðabæjar … DONE! Stefán Baldursson gleymdi brúðkaups- afmælinu aftur í ár. Huggunin í ár að kon- an mundi ekki eftir því heldur. Hvað segir það okkur? Fésbók vikunnar flett Var það rétt ákvörðun að taka Spaugstofuna af dagskrá? Spaugstofan hefur verið á skjám lands- manna síðastliðin 24 ár. Margir myndu segja að þetta væri komið gott og tími til kominn að þessi fasti liður á RÚV yrði tekinn út fyrir eitthvað nýtt og ferskt. Ég er ekki sammála því, ég veit ekki bet- ur en að þessir kröftugu orkuboltar hafi alltaf verið með puttann á púlsinum og alltaf tóku þeir fyrir nýtt efni hverrar líðandi stundar í hverjum einasta þætti. Hvað gerist þegar þeir verða teknir af dagskrá? Hver ætlar að gagnrýna sam- félagið okkar með jafn frumlegum hætti og þeir? Vissulega gæti ég svo sem stillt á útvarp Sögu og hlustað á þunglynd gamalmenni kvarta yfir áferð klósett- pappírsins sem Bónus selur eða álíka áhugaverða gagnrýni um hvað mætti laga á Íslandi í dag. Spaugstofan hafði mikil áhrif á ís- lenskt samfélag. Þeir notuðu grín til að deila á ýmislegt sem hrjáði samfélagið sem er auðvitað tilvalið til þess að fá fólk til þess að hlusta því þegar fólk horfir á eitthvað kómískt er það opnara og mót- tækilegra heldur en ef það horfir á alvar- lega umræðu í Kastljósi eða Silfur Egils. Mjög oft opnuðu þeir augu manns fyrir ýmiss konar atburðum sem fóru framhjá manni í fjölmiðlum. Þeir bentu okkur oft á alls konar uppátæki stjórnmála- manna, blésu þá svo upp í nýjan og hlægilegan búning sem endurspeglaði í raun ádeilu á atvikið eða manneskjuna sjálfa. Núna er einmitt tíminn þar sem hvað mest er að gerast í íslensku samfélagi, bankahrun, spilling, eldgos, Jónína Ben og Gunnar í Krossinum! Núna er tíminn þar sem það ætti að vera hvað mest að gera hjá þeim Spaugstofukörlum. Svo er ákveðið að taka þá af dagskrá? Er ekki í lagi? Hvað með það þó að þeir séu dýrir í framleiðslu? RÚV er með nógu mikið af skítaefni sem enginn horfir á sem þeir geta bara hent út í staðinn. Í alvöru. Eða er ég kannski bara ein um það að hafa engan áhuga á að vita mörk dagsins eða skemmta mér yfir bíómynd með talandi hundi á laugardagskvöldi? Ég er ung og ég geri mér fulla grein fyrir því sem uppistandari að minn húmor nær ekki alltaf til hinna eldri kynslóða svo sem eins og ömmu minnar eða mömmu minnar. Nú virðist sem heimurinn snúist einungis um að það sé séð til þess að unga fólkinu sé skemmt. Gott og vel, ekki leiðinlegt fyrir mig sem unga manneskju, hins vegar heldur leiðinlegt fyrir konu eins og ömmu mína sem er orðin áttræð blessunin. Hún elskar Spaugstofuna, enda fylgist hún með öllum fréttum og veit nákvæmlega hvað er að gerast í dag í heiminum, á Ís- landi. Á hvað á hún að horfa á núna og hlæja að? Steindanum okkar? Ég er ekki viss um að hún myndi endast heilan þátt. Spaugstofuhúmorinn var ávallt að mínu mati stílaður meira inn á eldri kynslóðina, sem er gott vegna þess ekki eru þeir margir íslensku grínþættirnir sem stíla inn á þennan stóra markaðs- hóp. Svo skal ekki gleyma að Spaug- stofan var langvinsælasti sjónvarps- þáttur Íslandssögunnar. MÓTI Þórdís Nadia Óskarsdóttir Uppistands- stelpa E f við lítum á grínsöguna í Bret- landi þá má næstum nefna hvaða grínista sem er allt frá Peter Sell- ers til Ricky Gervais, allir hófu þeir feril sinn ungir hjá BBC. Þetta á líka við um grínhópa eins og Monty Python, The Young Ones og League of Gentlemen. Þeir fengu sitt uppeldi á BBC en „útskrifuðust“ síðan til einkarekinna sjónvarpsstöðva eða í bíómyndirnar sem sannarlega þurftu á vin- sældum þeirra að halda. Svona var þessu líka farið á sínum tíma á RÚV. Árið 1987 hóf ungur grínhópur þar störf undir nafninu Spaugstofan. Þetta var samansafn efnilegra grínista sem urðu fljótt vinsælustu grínistar landsins. Þættirnir 89 og 90 á Stöðinni voru ómissandi og allir vildu Spaugstofuna kveðið hafa. Sig- urgangan gekk allar götur til ársins 1992 þegar þeir færðu sig yfir á Stöð 2. Skömmu síðar fóru enn yngri grínistar að hasla sér völl innan veggja RÚV og var und- irritaður þar á meðal. Það má því segja að á þessum tímabili, allt frá því Spaugstofan hóf göngu sína 1987 til ársins 1995, hafi RÚV í raun og sann starfað eins og Rík- issjónvarpsstöð ætti að starfa með ungum grínistum, þ.e. gefa þeim tækifæri til að blómstra og láta þá útskrifast svo yfir á sjónvarpsstöð sem þarf meira á establiser- uðum vinsældum að halda. En þessi þróun fór í öfuga átt árið 1996 þegar „gömlu mennirnir“ í Spaugstofunni hættu á Stöð 2 og komu aftur á RÚV og sópuðu með því okkur ungu grínurunum yfir til Stöðvar 2. Kom ekki að sök fyrir okkur en kom hins- vegar mikið að sök fyrir alla þá hugsanlegu og væntanlegu ungu grínista sem hefðu getað fengið „RÚV uppeldið“, líkt og Spaugstofan og við höfðum fengið. En það er ekki við Spaugstofuna sjálfa að sakast. Þeir gerðu bara sitt. Urðu eldri. Gerðu grín að sér yngri mönnum. Þeir urðu að mjólk- urkú fyrir auglýsingatekjur. Nokkrir dag- skrárstjórar komu og fóru og enginn hafði kjark í að slátra þessari mjólkurkú. Þegar við bættist svo tal um að þeir fé- lagar væru „nauðsynlegir“ vegna þess að í hverju lýðræðisríki væri mikilvægt að gera grín að valdamönnum fór umræðan að snúast um eitthvað annað en akkúrat það hvers vegna þeir Pálmi, Örn, Siggi, Rand- ver og Karl væru einu mennirnir á öllu landinu sem gætu haldið slíku prógrammi lifandi. Þessi málflutningur var mjög ríkjandi í kringum hrunið. Nú sem aldrei fyrr væri Spaugstofan „nauðsynleg“. Á sama tíma hafði Morgunblaðið farið í mjög þarfa andlitslyftingu þegar hinum 75 ára gamla Sigmund var skipt út fyrir hinn mun fyndari og beittari skopteiknara Halldór Baldursson. En það er önnur saga og kannski þýðir nú voða lítið að reyna að bera hið íslenska RÚV saman við BBC. Væri nærtækara að líkja RÚV við pólskt auglýsingasjónvarp þar sem bandarískar sápur, ódýrir spurningaþættir og söngvakeppnir ráða ríkjum í afþreying- unni. Líkjum Stöð 2 frekar við BBC. Þó að ég hafi í fimmtán ár verið mjög fylgjandi því að Spaugstofan hætti á RÚV finnst mér lítill mannsbragur á uppsögn þeirra nú. Allt gert í skjóli niðurskurðar og hvað á að koma í staðinn? Nýr spurn- ingaþáttur? MEÐ Sigurjón Kjartansson Handritshöfundur, tónlistarmaður og háðfugl
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.