SunnudagsMogginn - 15.08.2010, Blaðsíða 23

SunnudagsMogginn - 15.08.2010, Blaðsíða 23
15. ágúst 2010 23 Flestir þessir sjúklingar eru aldraðir ein- staklingar. Langflestir einstaklingar með hjartabilun eru komnir yfir 65 ára aldur. Sjúklingar sem fara í hjartaígræðlu skera sig því úr að þessu leyti þar sem þeir eru yngri. „Langvinn hjartabilun er stórt heil- brigðisvandamál því þessir einstaklingar þurfa mikla heilbrigisþjónustu,“ segir Ax- el. „Þeir þurfa oft að leggjast inn á sjúkra- hús og eru yfirleitt á fjölþættri og flókinni lyfjameðferð. Þetta kallar á nákvæmt eft- irlit. Þannig gerir hjartabilun miklar kröf- ur til heilbrigðisþjónustunnar. Því má segja að hjartabilun sé krefjandi sjúkdóm- ur, fyrir sjúklinginn, aðstandendur hans og þá aðila sem veita heilbrigðisþjón- ustuna.“ Færri innlagnir Mikill kostnaður felst í endurteknum í innlögnum á sjúkrahús, og þess vegna var eitt af meginmarkmiðum með stofnun Göngudeildar hjartabilunar á Landspítala að draga úr innlögnum á spítalann. „Hjartabilunargöngudeildum er yfirleitt stýrt af hjúkrunarfræðingum með stuðn- ingi lækna,“ segir Axel. „Rannsóknir hafa sýnt að slík göngu- deildarstarfsemi dregur úr sjúkrahús- innlögnum, sem er mikilvægt frá heilsu- hagfræðilegu sjónarhorni. Þá bætir það einnig lífsgæði fólks umtalsvert að þurfa ekki að leggjast inn, heldur geta sótt þjón- ustu og stuðning á stað þar sem þekking og reynsla er til staðar og aðgangur greið- ur.“ Anna G. Gunnarsdóttir hjúkrunarfræð- ingur hefur haldið utan um göngudeild- arstarfsemina frá upphafi. „Það þurfti að berjast talsvert fyrir því að fá að hefja þessa starfsemi og sannfæra stjórnendur um gagnsemi hennar,“ segir Axel. „Allt bendir til þess að árangurinn sé góður og í dag er þessi starfsemi mikilvægur hlekkur í þjónustu við hjartasjúklinga.“ ’ Við höfum ekki íslenskar tölur, en ef við yfirfærum þetta á Ísland, þá má gera ráð fyrir að um 8-12 þús- und Íslendingar séu með einkenni hjartabilunar. Stjórnstöð hjartadælunnar í höndum sjúklingsins, eina Íslendingsins sem er með hjartaælu, og sjá má hvernig hún tengis kapalnum annarsvegar og raf- hlöðunum hinsvegar. Hann þarf að standa klár á því, að aftengja og tengja rafhlöðuna, eftir þörfum, og hann má ekki aftengja þær báðar í einu. og virtist ætla að skila góðum árangri, en þá fór bara eitt- hvað annað að bila í staðinn.“ – Hvað gerðist þá? „Ég man ekki langt aftur í ártölum, en seinni árin hef ég verið að fá hjartsláttartruflanir og taktmissi sem er fylgi- fiskur hjartabilunar. Þegar gengið hefur verið á forðann byrja sjúklingar að finna fyrir óreglu. Ég spilaði golf með bróður mínum á Húsavík og hann var orðlaus yfir því að ég vildi ekki spila aðrar níu. „Þetta er orðið erfitt á fót- inn,“ sagði ég við hann og á leið til baka í bílnum bað ég hann um að skutla mér á heilsuverndarstöðina. Ég lá þar í sólarhring, var þá sendur suður og beðinn um að tala við sérfræðingana hér. Ég keyrði suður á sunnudegi, man ekki hvort ég mætti í vinnu á mánudeginum, en mætti á spítalann á þriðjudeginum. Ég var settur beint upp í rúm og held að ég hafi ekki lagast fyrr en eftir rafvendingu. Þá er hjartað stoppað vegna gáttaflökts og síðan er það skotið aftur í gang með rafstuði. Þetta hef ég farið í gegnum nokkrum sinnum síðan. Svo hef ég líka farið í þræðingar, sem eru misumfangsmiklar, en tækninni hefur fleygt fram og það eru orðnar mun minni aðgerðir núna en þeg- ar ég fór fyrst í slíka aðgerð, sem hefur verið í byrjun átt- unda áratugarins. Ég held að menn hafi verið að byrja að framkvæma þræðingar á Íslandi um það leyti.“ Forsagan er sú að Kjartan fór tvisvar til Englands 16 ára gamall í hjartalokuskipti en árið 1981 fékk hann sýkingu í blóðið upp úr flensu, sennilega tannskemmd, líkaminn náði ekki að drepa sýkilinn, sem fann sér skjól í hjartalok- unni og hann var sendur í bráðaaðgerð. Það var þriðja hjartalokuaðgerðin.“ – Ertu undir reglulegu eftirliti? „Ég er undir endalausu eftirliti, í kaffi hjá Önnu [G. Gunnarsdóttur hjúkrunarfræðingi] á hverjum degi. Það er fylgst með mér á meðan ég bíð. Ég þarf að fá sprautur, sem eru til að undirbúa mig fyrir ígræðsluna, því lík- aminn þarf að vera tilbúinn að taka við nýju stýrikerfi. Svo fer ég í bólusetningar og sýnatökur. Ég er líka byrj- aður í ferli á Reykjalundi sem miðar að því að hjálpa mér að hreyfa mig því ég ofgeri mér alltaf þegar ég stýri því sjálfur. Ég veit ekki af því fyrr en of seint að ég er kominn inn á yfirdráttinn og er oft í stórri skuldastöðu á kvöldin. Ég sýp þá seyðið af því, þrekið er búið og því fylgja jafnvel miklir verkir. Þá er ekkert annað að gera en að vera í Lazy Boy og helst að hreyfa sig ekkert.“ Hann brosir. „Það reynir svolítið á sjónvarpsdagskrána og fjarstýr- inguna.“ Frá símtali að skurðarborði Kjartan er fjölskyldumaður, á konu og tvær dætur. Og auðvitað bitnar krankleiki hans á heimilislífinu. „Ég er eins og slytti heima við,“ segir hann. „Fólk sem þekkir mig ekki sér ekki hvenær ég er veikur. Ég reyni að halda því fyrir mig. En meira og minna öll heimilisstörf lenda á öðrum en mér.“ Biðin eftir nýju hjarta getur verið allt frá klukkutíma upp í sex mánuði eða ár. „Þetta er að meðaltali sex til átta mánaða bið en símhringingin getur komið hvenær sem er,“ segir hann. „Ég þarf að vera í bænum, alltaf með opið fyrir símann, þannig að hægt sé að ná tali af mér. Þegar símtalið berst fer ég út á Hótel Loftleiðir, flugfélagið Ernir flýgur með mig út og ég er tilbúinn með litla tösku eða lista, sem ég get gripið með mér. En það má ekki dóla neitt við það.“ Það eru orð að sönnu. Reiknað er með sex klukkutím- um frá því kallið kemur þar til sjúklingurinn þarf að vera kominn á Salgrenska-sjúkrahúsið, þar af fara fjórir tímar í flug. Þegar þangað er komið er farið beint í aðgerð. „Maður þarf að aðlagast því að vera viðbúinn kallinu,“ segir Kjartan. „Það þýðir ekki að boða sig í afmæli á Hvammstanga. Ég reyni að hugsa um annað og skipulegg ekkert fram í tímann, lofa engu eftir viku, mánuð eða þrjá mánuði. Ég segi bara: „Ég geri það ef ég get.“ Það miðast allt við að ég geti horfið með skömmum fyrirvara. Ég hef gert það áður, var bara í göngutúr vestur í bæ þegar hjart- að stoppaði.“ – Hvað ertu með í töskunni? „Mér vitanlega eru komin nærföt og sokkar en svo er einhver listi, snyrtibuddan er tilbúin og hleðslutækið á ákveðnum stað fyrir síma, tölvan er í notkun en tilbúin til flutnings, svo er ég með ónotaðan tannbursta og tann- krem. En í raun er það ekki svo mikið sem þarf að pakka í töskuna fyrir mig. Þetta er fyrst og fremst fyrir frúna, því þegar ég er kominn út stendur hún úti á götu og þarf að gera það upp við sig hvað hún gerir næstu klukkutímana. Mér skilst að aðgerðin fari fram að nóttu til; það hefur eitthvað með hraðann að gera.“ – En eiginkonan kemur með? „Já, hún pakkar fyrir sig líka og fylgir mér út. Mér skilst að hún fái að fylgja mér fram að svæfingu. Svo hefur hún talað við prest úti, Ágúst Einarsson, sem heldur vel utan fólk sem kemur í líffæraígræðslur, hjarta, lifur, nýru og lungu. Hann er einmitt að missa sitt starf sem íslenskur prestur en sænska kirkjan ætlar að taka embættið yfir. Hann fær einhverjar greiðslur að heiman, en það stóð til að leggja starfið af. Það er búið að segja upp þremur af fjórum prestum erlendis skilst mér. Ágúst er látinn vita þegar fólk er komið á ígræðslulistann, þannig að hann fái upplýsingarnar strax og geti tekið á móti fólki.“ – Tekurðu bók með þér? „Já, núna er ég með bók á stofuborðinu við hliðina á i- podinum og fartölvunni, Góða dátann Svejk. Það stendur til að færa það yfir á tölvuna, tólf diska þar sem Gísli Hall- dórsson les. Ég efast ekki um að það verður skemmtilegt að hlýða á það. Ég var einmitt að klára að lesa Stieg Lars- son.“ – Lastu hana á sænsku til að æfa þig? „Ég held að ég treysti á skandinavískuna. Hún hefur gengið ágætlega, nema mér skilst að ég hafi óþarflega oft brugðið fyrir mig spænskunni þegar ég var úti núna, nokkuð sem ég hef úr golfferðunum.“ Hann bætir við að lokum. „Síðan má alveg nefna það, að ég er á Facebook og þar getur fólk fylgst með framvindu mála. Ég er með teljara þar, sem segir hvað eru komnar margar vikur í biðinni. Nú eru þær orðnar sextán.“ – Þannig að þú ferð að ná meðalbiðtímanum? „Já, nú fer maður að bíða spenntari.“ ’ Það þýðir ekki að boða sig í afmæli á Hvammstanga. Ég reyni að hugsa um annað og skipulegg ekkert fram í tímann, lofa engu eftir viku, mánuð eða þrjá mánuði. Ég segi bara: „Ég geri það ef ég get.“ Morgunblaðið/Golli Kjartan Birgisson hefur beðið í tólf vikur eft- ir því að komast að í hjartaígræðslu í Gauta- borg. Hann hefur farið í ófáar hjartaaðgerðir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.