SunnudagsMogginn - 15.08.2010, Blaðsíða 36

SunnudagsMogginn - 15.08.2010, Blaðsíða 36
36 15. ágúst 2010 L inda Steinunn Pétursdóttir er þrefaldur Íslandsmeistari í áhaldafimleikum en leiðir nú fólk til betra lífs í hlutverki sínu sem heildrænn heilsuráðgjafi. Hún hefur verið búsett Bandaríkjunum í 16 ár og starfar í Washington D.C. og nágrenni en er stödd hér á landi til að halda fyrirlestur og matreiðslunámskeið á vegum heilsu- keðjunnar Maður lifandi. Linda æfði fimleika í þrettán ár með Fimleikafélaginu Björk í heimabænum Hafnarfirði. Þegar mest var æfði hún 30 tíma á viku. Hún þekkir því aga og að- haldið var mikið í sambandi við mataræði og fleira. „Við vorum með kínverskan þjálfara og hann hvatti okkur til að fara ekki á skólaböll, í skíðaferðalög eða vera með strákum. En við hlýddum því nú ekkert alltaf,“ rifjar Linda upp. Leiðin frá því að vera fimleikadrottning yfir í að gerast heilsugúrú var ekki bein heldur með nokkrum stökkum og snún- ingum. Linda hélt utan tvítug að aldri til háskólanáms í sálfræði og starfaði síðan við starfsmannastjórnun og einbeitti sér að því að klífa metorðastigann á daginn og skemmta sér á kvöldin. Glataði lífsgleðinni „Þetta var skemmtilegt á tímabili en ég fór á mis við sjálfa mig í sambandi við andlega og líkamlega heilsu. Ég hlustaði ekki á það sem ég vissi að væri rétt. Ég vissi innst inni að ég væri á röngum stað hvað varðaði marga þætti í lífi mínu og var ekki ánægð,“ segir Linda sem þyngdist líka um nokkur kíló á þessu tímabili. „Lífsgleðin var ekki til staðar.“ Hún segir að það hafi tekið langan tíma að breyta eigin viðhorfi til heilsu. „Ég fór kannski í líkamsrækt sex daga í viku í þrjár vikur en svo ekki í neinu einhverja mán- uði,“ segir Linda um lífsreynslu sem áreiðanlega margir þekkja. Hún kynntist manni sínum, sem hvatti hana eindregið áfram og útskrifaðist Linda frá Institute for Integrative Nutrition árið 2005 en þar er lögð mikil áhersla á heildræna nálgun á heilsu. „Heilsa snýst ekki um kúra heldur breytingu á viðhorfi og lífsstíl. Það þarf að snúa skipinu í nýja átt,“ segir Linda og grípur til myndlíkingar eins og henni er tamt í lifandi fyrirlestrum sínum og sam- skiptum við skjólstæðinga. Grundvallarfæða sálarinnar „Ég lýsi þessu eins og að vera týndur úti á sjó og vita ekkert hvert þú ætlar að fara. Þú þarft að ákveða áfangastað og snúa skipinu þangað en gera þér grein fyrir að ferðalagið tekur tíma,“ segir hún. Leiðin liggur til betri heilsu og lífs og leggur Linda áherslu á að svokölluð „grundvallarfæða“, einhvers konar fæða sálarinnar, sé í lagi. „Ef hún er ekki í lagi fer fólk að teygja sig í rangan mat sem er skammtímalausn,“ segir Linda en til dæmis dugar lítið að dæla í sig mjólk- ursúkkulaði og kaffi ef vandamálið er svefnleysi. Ef skjólstæðingunum gengur illa að fara eftir ráðum hennar varðandi mataræði segist hún „lyfta upp húddinu“ og skoða hvað annað í lífi þeirra komi í veg fyrir árangur. Ráðgjöf til lengri tíma „Þá kemur oft í ljós að manneskjan er óánægð í vinnu, stríðir við streitu eða á í hjónabandsörðugleikum,“ segir Linda og „Það þarf að tala við börnin um hvaða matur kemur úr náttúrunni annars vegar og verksmiðjunni hins vegar. Sumir krakkar halda að tómatsósa sé græmeti,“ segir Linda. Góð heilsa er smitandi Linda Steinunn Pétursdóttir er fyrrverandi fim- leikadrottning sem hjálpar fólki við að ná jafn- vægi í lífinu, bæði á sál og líkama. Uppáhalds- nammið hennar í æsku var apollolakkrís en nú kann hún betur að meta svardökkt súkkulaði. Inga Rún Sigurðardóttir ingarun@mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.