SunnudagsMogginn - 15.08.2010, Blaðsíða 30
30 15. ágúst 2010
G
runnhugmyndin að safninu
Canadian Museum for Human
Rights er sú að þar verði öll
sérsvið mannréttinda sett
saman undir einn hatt og litið á þau sem
eina heild. Auk þess verður litið á það
hvar sviðin skarast en í sumum trúar-
brögðum eru trúfrelsi og jafnrétti til að
mynda náskyld. Ætlað er að slík fræðsla
opni enn betur leiðir til að vernda
mannréttindi og stuðli að því að mann-
fólkið allt verði jafningjar.
Hafa lært af mistökum
„Kanada hentar vel fyrir slíkt safn þar
sem mannréttindamál eru þar nú í
brennidepli. Við erum sannarlega ekki full-
komin og erum meðvituð um það en við
höfum tekið framförum í mannréttinda-
málum, lært af mistökum okkar og erum
enn að læra. Líkt og á Íslandi standa kana-
dísk stjórnvöld vörð um réttindi samkyn-
hneigðra en á sama tíma eigum við sorglega
sögu um það hvernig landnemar komu fram
við frumbyggja Kanada. Þótt þetta sé kana-
dísk saga ber líka að hafa í huga að hið sama
hefur gerst í mörgum löndum þar sem átök
hafa orðið á milli frumbyggja og landnema.
Með safninu verður meðal annars til staður
þar sem frumbyggjarnir fá rödd og geta
komið sögum sínum á framfæri. Hvað varð-
ar frönskumælandi samfélag í landinu verð-
ur ætíð ríkjandi einhver spenna á milli
franskar og enskrar menningar og
tungumáls í Kanada. Slík spenna þarf þó
ekki að vera af neikvæðum toga en í dag
er ástandið rólegt og einkennist af virð-
ingu, sérstaklega borið saman við fortíð-
ina. Tungumálaréttindi eru einmitt eitt
af þeim meginatriðum sem tekin verða
fyrir á safninu. Þar verða allar upplýs-
ingar á frönsku og ensku auk þess sem
rætt verður um mikilvægi þess að við-
halda eigin tungumáli,“ segir Patrick
O’Reilly, framkvæmdastjóri safnsins.
Sögur Íslendinga í Kanada
Safnið er hannað á mjög nútímalegan
hátt þar sem gestir munu ekki þurfa að
læðast hljóðlátir innan um safngripina
heldur fá að njóta stafrænnar tækni og
margmiðlunar þar sem komið verður á
framfæri gagnvirkum umræðum og
skoðanaskiptum. Með slíkri tækni er
hægt að koma mun fleiri sögum á fram-
færi frá fólki víðs vegar um heiminn. Þar
á meðal frá Íslendingum enda settist
stærsti hópur brottfluttra Íslendinga sem
flutt hefur frá landinu að í Manitoba á
sínum tíma.
„Canadian Museum of Human Rights
er mjög nútímaleg skilgreining á safni og
segja sumir að frekar sé um að ræða vís-
indamiðstöð en hlutum er jú safnað á
söfn og við söfnum saman sögum og
reynslu fólks. Þá er okkur í mun að
brjóta niður hugmyndafræðina um hina.
Flest brot á mannréttindum verða þegar
einhver sér aðra manneskju sem annan,
hann er hommi ekki ég, hún er kona
ekki ég og þar fram eftir götunum. Að sjá
fólk með slíkum hætti leyfir manni að
vanrækja réttindi þeirra og því ber okk-
ur öllum skylda til að standa vörð um
þau. Eitt öfgakenndasta dæmið um af-
leiðingar slíks hugsunarháttar er helförin
en dæmi má líka finna á leikvellinum þar
sem krakkar eru lagðir í einelti og hinir
hjálpa ekki af af því að hann eða hún er
öðruvísi. Þetta er lærð hegðun sem við
viljum horfast í augu við og veita fólki
tækifæri á að breyta. Til að takast á við
þetta verða leikarar innan um gesti
safnsins sem munu ögra fólki og segja;
ég er algjörlega ósammála þessu, hvað
finnst þér? Þetta mun hrinda af stað
samræðum og heimsókn á safnið verður
því ólík þeirri upplifun sem fólk á að
venjast. Á köflum er tekist á við óþægi-
leg málefni en þetta verður líka spenn-
andi og með stafrænni tækni er hægt að
koma aftur og aftur og sjá eitthvað
nýtt,“ segir Patrick og bætir við að þótt
sögurnar sem heyrast munu á safninu
verði alþjóðlegar sé ekki annað hægt en
að nálgast þær út frá kanadísku sjón-
arhorni. Með tilliti til þess hafi forsvars-
menn sérstakan áhuga á því að skoða
hvernig Kanada hafi haft áhrif á eða orð-
ið fyrir áhrifum af heimsatburðum
Hugrekkið mikilvægast
„Mikilvægast þykir okkur þó að líta á
það sem er að gerast og framtíðina frekar
en fortíðina. Við munum einbeita okkur
að því að fá ungt fólk til að tala um það
sem er að gerast í heiminum í dag og
hvernig megi gera hlutina betri á morg-
un. Til að gera þeim þetta kleift látum
við ungu fólki í hendur verkfærabox með
þeim verkfærum sem nauðsynleg eru til
að skipta sköpum. Til þess þarftu ekki að
vera Nelson Mandela heldur getum við
öll haft áhrif ef við gerum það rétta á
réttum tíma. En við verðum að hafa
hugrekkið til þess og með fræðslu viljum
við hjálpa ungu fólki að sjá hvernig það
getur lagt hönd á plóg. Við lifum á frið-
sælum tímum, sérstaklega í hinum vest-
ræna heimi og ungt fólk hefur ef til vill
Mannréttindi
sem ein heild
Á þeim stað sem íslenskir landnemar stigu fyrst
á land í Winnipeg í Kanada rís nú mannvirki sem
hýsa mun nútímalegt safn um mannréttindi.
Framtíðarmarkmið forsvarsmanna Canadian
Museum for Human Rights er gera Winnipeg að
mannréttindaborg heimsins.
María Ólafsdóttir maria@mbl.is
Patrick O’Reilly framkvæmdastjóri Canadian Museum for Human Rights segir Kanada og Ísland eiga það sameiginlegt að vera vel á veg komin í mannréttindamálum.