SunnudagsMogginn - 15.08.2010, Blaðsíða 20

SunnudagsMogginn - 15.08.2010, Blaðsíða 20
20 15. ágúst 2010 nokkurskonar vararafstöð, þannig að hann geti bjargað sér um ný batterí. „Þetta er gríðarlega flókið kerfi og ef straumur minnkar, þá lætur tækið vita með háu merki,“ segir Gunnar. „Sjúklingurinn er meðvitaður um þetta og hans nánasta umhverfi. Og það er rétt að geta þess líka, að dælan gefur engan púls, heldur er þetta stöðugt flæði. Ef þú setur höndina á slagæð á hálsinum eða úlnliðnum, þá finnurðu engan hjartslátt, því það er síflæði á blóðinu og hann fær meðalblóðþrýsting.“ – Hann er eins og Grímhildur grimma í bókunum um Steina sterka! „Já, það má segja það,“ segir Gunnar. „Það hafa ein- mitt komið upp svipaðar aðstæður með þessa sjúklinga. Það sofnaði maður á biðstofu, sem var með svona dælu og var nokkuð fölur yfirlitum. Þá kemur vaktmaður, at- hugar púlsinn og karlinn vaknaði við að búið var að henda honum í gólfið og vaktmaðurinn ætlaði að blása hann og hnoða. Hann hélt að hann væri látinn. En það er búið að rannsaka þessar dælur ofan í kjölinn og það virðist ekki hafa nein slæm áhrif á líkamann eða líffærin að búa við þetta.“ – Hvenær nýtist hjartadælan? „Þegar komin er alvarleg hjartabilun í vinstri sleg- ilinn,“ segir Gunnar. „Það pumpar svo litlu blóði að líf- færin eru farin að bregðast, vart verður mikillar mæði, ofboðslegs þrekleysis, nýrnabilunar, seinna lifrarbilunar og lungnabjúgs. Dælan styður við vinstri slegilinn. Hún tekur við blóðinu, þar sem það kemur inn í hjartað, tæmir úr vinstri sleglinum og þeytir því áfram í gegnum græðling sem saumaður er á ósæðina. Hún getur séð um að dæla allt að níu lítrum á mínútu og tekið alveg yfir blóðflæðið, meira að segja við talsverða áreynslu. Í hvíld hjá meðalmanni dælir hjartað um fimm lítrum á mínútu, en hjá sjúklingnum okkar sér dælan núna um að dæla 90% af öllu blóði út í líkamann.“ Eykur lífsgæði og lífshorfur Þetta hefur haft gífurlega jákvæð áhrif á lífslíkur og lífs- gæði þess hjartasjúklings, sem nú er með hjartadælu hér á landi. „Öll líffærin dafnar vel, nýrnabilunin sem hann var kominn með er horfin, nóg blóðflæði er til nýrn- anna, þrekið er komið aftur og mæðin minni,“ segir Gunnar. „Honum líður eins og venjulegum manni sem reynir hæfilega á sig. En hjartað í honum; slegillinn er skemmdur og hann er ekkert að ná bata. Þannig að framtíðarlausnin er að fá nýtt hjarta. En dælan forðar honum frá alvarlegum veikindum, sem hefðu þýtt að hann hefði ekki þolað hjartaskipti, nema með mikilli áhættu. Nú getur hann beðið eftir hjarta í rólegheitum og fengið gott líffæri, og líkaminn verður kominn í toppástand þegar hann tekst á við það, sem er mikilvægt því hjartaígræðsla er stór aðgerð.“ – Hversu lengi endist pumpan? „Við vorum með konu úti sem hafði verið fjögur ár með þessa dælu,“ svarar Gunnar. „Það var lengsti tím- inn hjá okkur. En þar er byrjað að setja dæluna í fólk sem lokaúrræði. Það fær dæluna ígrædda og gengur með hana þar til það deyr. Þá er ég að tala um fólk sem hefur kannski 10% líkur á að lifa í eitt ár, heilsan er orðin svo léleg, en eftir að það fær dæluna eru 70% á lífi eftir þrjú ár. Þetta eru sjúklingar í verra ásigkomulagi en þeir sem við veljum hér heima; hér notum við dæluna sem brú fram að hjartaígræðslu. Þá er biðtíminn eitt til tvö ár.“ – Þegar þetta er lokaúrræði, er þá fólk komið yfir ákveðinn aldur? „Já, almennt er aldurstakmark á líffæraflutningum í Evrópu. Í Bretlandi var það lengi 60 ár og í Skandinavíu hefur það verið 65 ár. Aldurshindranirnar fyrir því að samþykkja fólk í líffæraígræðslu eru fyrst og fremst vegna skorts á líffærum. Þess vegna eru líffærin frekar sett í yngra fólk sem á meiri möguleika. Ég veit um bónda sem gekk með dæluna í tvö ár, þetta var næsta kynslóð á undan þeirri dælu sem þú sást í dag, og honum leið svo vel að hann lét taka sig af ígræðsl- ulistanum – bústörfin toguðu,“ segir Gunnar brosandi. „Hann lenti í því einn daginn, að honum var farið að líða illa á traktornum, hjartað var farið að pumpa sjálft og slokknað á dælunni, þá fór hann til bóndans á næsta bæ, vírarnir höfðu farið í sundur og þeir lóðuðu þá saman sjálfir á verkstæðinu. Ég hefði ekki trúað þessu, ef ég hefði ekki séð víravirkið sjálfur. Svo var hann kominn með hægri hjartabilun og þá samþykkti hann að fara í hjartaskipti. Þannig að þetta er margþætt vandamál.“ Hann segir að hjartabilunarsjúklingar séu vaxandi hóp- ur, stór og erfiður viðureignar, með lítil lífsgæði og lífs- horfur, en nú þegar dælan hafi verið samþykkt sem lokaúrræði bæði í Evrópu og Ameríku, þá sé búið að færa því fólki fimm ár í viðbót með miklum lífsgæðum. „Þannig að þetta er það sem farmtíðin ber í skauti sér. Þess vegna eru miklir peningar í spilinu, þetta er dýrt, en býður upp á mörg tækifæri.“ Blaðamaður og ljósmyndari fylgdust með hjartaþræðingu á hjarta- og æðaþræðingarstofu. Þarna er Jón Högnason hjarta- sérfræðingur til hægri að setja inn tvíhólfa hjartagangráð, ásamt Tómasi Guðbjartssyni hjartaskurðlækni. Sjúklingurinn er vakandi meðan á aðgerðinni stendur og í samskiptum við þá á bak við sóttvarnardúkinn. Hjartasérfræðingur setur inn rafhlöðubox, sem er leitt með vírum niður að hægri gátt hjartans og niður í hægri og vinstri slegil.  Hjartabilun er sjúkdómsástand sem skapast þegar hjarta- vöðvinn getur ekki sinnt meginhlutverki sínu, sem er að taka við og dæla blóði til líffæra líkamans.  Undir þessum kringumstæðum geta mörg líffæri líkamans ekki starfað eðlilega. Megineinkenni hjartabilunar eru mæði, bjúgsöfnun, magnleysi og skert þrek.  Algengustu orsakir hjartabilunar eru kransæðasjúkdómur, háþrýstingur, lokusjúkdómar, meðfæddir hjartagallar og ýmsir hjartavöðvasjúkdómar.  Á síðustu árum hefur tíðni hjartabilunar farið vaxandi. Þetta kann að stafa af því að lífshorfur sjúklinga með hina ýmsu hjartasjúkdóma hafa batnað. Auknar lífslíkur valda því að meiri hætta er á að hinir ýmsu hjartasjúkdómar þróist yfir í langvinna hjartabilun. Tíðni hjartabilunar fer vaxandi með aldri og stærstur hluti sjúklinga með hjartabilun er aldraðir einstaklingar.  Mismunandi er hversu alvarleg sjúkdómseinkennin eru. Sumir sjúklingar geta lifað nokkuð eðlilegu lífi þótt áreynslu- geta sé skert, en aðrir hafa veruleg sjúkdómseinkenni, jafn- vel í hvíld. Langtímahorfur við alvarlega hjartabilun eru oft slæmar, að því leyti er hjartabilun stundum alvarlegara vandamál en mörg illkynja krabbamein.  Í mörgum tilvikum er hjartabilun langvinnt ástand þar sem lífsgæði eru mjög skert. Grundvallaráhersla er lögð á að meðhöndla undirliggjandi hjartsjúkdóm enda er hann rót vandans. Í fæstum tilvikum er unnt að lækna hjartabilun.  Hægt er að halda einkennum í skefjum með lyfjameðferð og hafa rannsóknir síðustu ára sýnt að sum lyf bæta horfur auk þess sem þau draga úr sjúkdómseinkennum. Lyfjameðferð er þó oft umfangsmikil, vandmeðfarin og krefst nákvæms eftirlits.  Innlagnir á sjúkrahús eru tíðar meðal einstaklinga með lang- vinna hjartabilun. Á síðustu árum hafa orðið miklar framfarir í skurðaðgerðum sem geta komið að gagni við hjartabilun. Hjálpardælur af ýmsu tagi hafa verið græddar í sjúklinga og jafnvel gervihjörtu. Þá er hjartaígræðsla stundum möguleg hjá sjúklingum með alvarlega hjartabilun á lokastigi.  Með forvörnum er hægt að draga úr tíðni hjartabilunar. Það verður best gert með fækkun áhættuþátta svo sem reyk- inga, háþrýstings, hárrar blóðfitu, sykursýki og offitu. Hjartabilun
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.