SunnudagsMogginn - 15.08.2010, Blaðsíða 39

SunnudagsMogginn - 15.08.2010, Blaðsíða 39
15. ágúst 2010 39 Daníel til útskýringar. Linda segir að um daginn hafi komið til þeirra franskur ferðamannahópur sem valdi gistihúsið vegna þessarar grænu og náttúrulegu hugsunar. „Þeim fannst eitthvað al- íslenskt við þetta,“ segir Linda en henni finnst „allt þetta pússaða, glansandi, plexígler og stál“ ekki eins íslenskt. „Ferðamennska framtíðarinnar mun kalla meira eftir þessu náttúrulega,“ segir hún. Daníel er sammála: „Þú getur fengið stífpússað og lakkað hvar sem er.“ Þetta þýðir þó ekki að þægindin séu ekki til staðar í 1x6 en þau hafa til dæmis valið dýnur vandlega þó rúmin séu heimasmíðuð. „Við erum ekki einungis að selja fólki gistingu, við erum að selja því upplifun og viljum að gestirnir fari frá okkur reynslunni ríkari. Gestabókin endur- speglar þetta, það fara frá okkur mjög ánægðir gestir,“ segja þau. „Það er alveg merkilegt hvað það gerir fyrir fólk að koma inn í rými sem er svona lifandi. Fólk bara lifnar sjálfkrafa við,“ segir Daníel. Linda segir varðandi viðbrögðin að gestir hafi sagt þeim að það sé eins og ganga inn í listaverk að heimsækja húsið. Gistiheimilið er líka nokkurs konar gall- erí því list Daníels er til sýnis hér og þar og gestirnir geta fest kaup á listmun- unum sem þeir sjá á meðan á dvölinni stendur. Daníel og Linda vilja endilega fá til sín sem flesta Íslendinga en markhópurinn er líka fyrsta og síðasta nótt erlendra ferðamanna á landinu vegna nálægð- arinnar við Keflavík. Þau segjast líka gjarnan vilja opna Reykjanesið fyrir ferðamönnum. „Reykjanesið er mikil náttúruperla og er með mikið af því sem Ísland hefur uppá að bjóða. Hér er brúin milli tveggja heimsálfa, hverasvæði, Bláa lónið, fal- legar gönguleiðir og líka þessi íslenska auðn og hraunið.“ Enginn plastpottur Daníel gerði sjálfur heit- an pott við húsið. „Mig langaði í heitan pott en alls ekki í bláa plastskel. Ég gróf holu og fékk mér tjarnardúk, lagði að- rennsli og frárennsli og raðaði síðan grjóti hring- inn. Þetta voru nokkrar ferðir í fjöruna,“ segir hann en þó það sjáist ekki út á sjó frá pottinum finna baðgestir sjáv- arlyktina og heyra máva- hláturinn. Í september ætla þau síðan að byggja gufubað og bæta aðstöðuna við pottinn. „Við viljum gera það til að laða að Íslendinga sem vilja koma og eiga góða stund með okkur. Til dæmis pör sem vilja koma og eiga rómantíska helgi. Herbergin eru mjög tantrísk,“ segir hann og hlær. Vert er að taka fram að á gistihúsinu er þráðlaus nettenging en ekkert sjónvarp. „Afþreyingin er samveran með öðru fólki, að láta þér líða vel í pottinum og við kveikjum líka eld á kvöldin en það er eldstæði í garðinum,“ segir Linda. Í því sem var áður bílskúr en Daníel kallar nú „Hofið“ er pláss fyrir hópa til að halda námskeið og fundi en þau segjast hafa orðið vör við eftirspurn eftir því. Herbergi fyrir börn Við hönnun á gistiheimilinu fóru þau að velta fyrir sér hvað börnum sé boðið upp á í ferðalögum með fjölskyldunni. „Við erum búin að tileinka börnunum ákveðið herbergi. Þannig er hægt að vera við hliðina á mömmu og pabba en samt fá eigið rými sem allt er hugsað með barnið í huga. Þetta er ennþá í þróun hjá okk- ur,“ segja þau. Upphaflega ætlaði Daníel að gera tvær íbúðir í húsinu, hafa eina fyrir sig og selja hina. Það var árið 2007 en síðan kom kreppan og úr varð að gera gistiheimili. Linda er hrifin af þeirri orku sem hefur komið upp í sam- félaginu eftir kreppu. „Það er svo stórt hjarta í henni.“ Kreppan hefur líka breytt ferðalagamynstri Íslendinga. „Þú verður að finna ævintýr- in þér nær,“ segir hún. Hægt er að lesa um gisti- húsið á 1x6.is og list Daníels á heggur.com. Daníel smíðaði rúmið en risa rafmagnskefli fær hér nýtt líf sem höfðagafl. Myndin á veggnum er ljósmynd af ís- lensku landslagi eftir Thorsten Henn, prentuð á striga. Gömul íslensk handavinna setur heimilislegan svip. Daníel Hjörtur Sigmundsson og Linda Mjöll Stefánsdóttir eru orkumikið fólk sem hafa lagt hug sinn og hjarta í að byggja upp gistiheimilið í Keflavík. Einn af skúlptúr- um Daníels. ’ Við erum ekki einungis að selja fólki gistingu, við erum að selja því upplifun og viljum að gestirnir fari frá okkur reynslunni ríkari.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.