SunnudagsMogginn - 15.08.2010, Blaðsíða 50

SunnudagsMogginn - 15.08.2010, Blaðsíða 50
50 15. ágúst 2010 Lesbók S íðdegi, níunda ljóðabók Vilborgar Dagbjarts- dóttur, kom út á áttræðisafmæli hennar í júlí, en fyrsta ljóðabók hennar kom út árið 1960, fyrir hálfri öld. „Mér finnst eins og það sem gerðist fyrir hálfri öld hafi gerst í gær,“ segir Vilborg þegar hún er spurð hvernig þessi tími hafi liðið. Hún bætir við: „Þegar maður verður gamall skynjar maður tímann allt öðruvísi en þegar maður er ungur. Það kem- ur yfir mann bærilegur léttleiki gagnvart tímanum, sjálfsagt vegna þess að minnið er farið að sortera úr. Maður nýtur þess að sitja í rólegheitum og augnablikið verður svo dýrmætt. Maður er ekki stöðugt að hugsa um framtíðina og þótt maður hugsi dálítið um fortíðina er maður búinn að gera hana upp. Ég er orðin áttræð og er sátt við lífið.“ Ég skynja návist hans Nýja ljóðabókin tileinkar Vilborg minningu eiginmanns síns, Þorgeirs Þorgeirsonar sem lést fyrir sjö árum, ný- orðinn sjötugur. „Það eru fimmtíu ár síðan ég hitti Þor- geir í Prag. Ég hafði vitað af honum en þarna urðu náin kynni og til varð samband sem engan skugga bar á í þeirri merkingu að þetta var traust sambandið. Það var engin lognmolla, við vorum ekki þess háttar fólk, við Þorgeir.“ Þú saknar hans ennþá. „Já, á afskaplega hversdagslegan hátt ef þannig má orða það, að því leyti til að þegar ég sit hérna heima og er að hlusta á eitthvað í útvarpinu, sé eitthvað í sjón- varpinu eða er að lesa bók þá lít ég á tóma stólinn hans Þorgeirs og veit nákvæmlega hvað Þorgeir myndi segja. Ég skynja návist hans í þeirri merkingu að ég man vel eftir honum og veit hvernig hann hugsaði. Þorgeir var ákaflega veikur síðustu árin, var með syk- ursýki og ég hugsaði um hann heima eins lengi og hægt var. Hann fékk slæm fótasár, það voru teknar af honum tær og búið var að taka af honum hægri fótinn áður en hann dó. Ég heimsótti hann á hverjum degi á spítalann og þegar á leið fékk ég rúm inni hjá honum. Ég var hjá honum þegar hann dó. Það gerðist mjög fallega. Hann hafði verið svo til meðvitundarlaus í nokkra daga og fékk öðru hvoru aukaskammt af súrefni. Hann var ein- mitt búinn að fá súrefniskammt þegar ég sá að það kom eins og örlítil stirðnun í hrukkurnar við munnvikin. Ég hljóp út og kallaði í lækni og fór svo strax aftur til Þor- geirs. Ég sá þennan sérkennilega hvíta fölva sem var kominn við gagnaugun – dauðafölvi. Læknirinn leit á mig skelfingu lostinn og ég sagði við hann: „Við Þorgeir, sonur minn, vorum búin að ræða það og tilkynna að við vildum ekki reyna lífgunartilraunir.“ Læknirinn varð feginn. Hann vissi, alveg eins og ég, að það hefði verið ljótt að reyna að framlengja þjáningar hans. Það var sérkennilegt með Þorgeir eins og hann var mikið veikur, að hann kvartaði aldrei. Ég heyrði hann aldrei hljóða og sá hann aldrei gráta. Hann hélt sinni skörpu hugsun og góða minni, allt þangað til hann varð meðvitundarlaus. Þetta var mjög sérstakt.“ Líf okkar er ekki að styttast Það er ákaflega fallegt ljóð í bókinni þar sem segir: Enn hefur líf mitt lengst um heilan dag. Svartsýnis- maðurinn myndi segja í lok hvers dags: Nú hefur líf mitt styst um einn dag. „Það er vitleysan hjá fólki! Mér datt þetta allt í einu í hug; fólk er alltaf að tala um að tíminn sé að fljúga frá því. En líf okkar er ekki að styttast, líf okkar lengist á hverjum degi um heilan dag og við eigum að gleðjast yf- ir því. Ég finn fyrir gleði yfir því á hverjum degi að ég skuli vera búin að fá einn daginn enn í viðbót.“ Hefur bjartsýnin alltaf fylgt þér? „Ég átti föður sem hét Dagbjartur og hafi einhver borið nafn með rentu þá var það Dagbjartur á Hjalla. Hann var svo glaður og góður að það var alveg einstakt. Í honum bjó þessi innilega gleði yfir því að vera til og það var ríkt í honum að vera öllum góðum, öllu sem var í kringum hann. Ég hef engan þekkt eins og hann að þessu leyti. Maður með svo sterka lífssýn og hann hafði auðvitað djúp á áhrif á mig.“ Í bókinni er ljóð um karlmenn sem eru frábitnir hinu kvenlega. Hvernig varð það til? „Ég furða mig oft á því hvað karlmenn eru frábitnir því kvenlega. Það sem ég segi í ljóðinu er ekki ótukt- arskapur, ég er bara svo hissa á þessu. Ég var að lesa af- skaplega góða ljóðabók eftir eitt af okkar albestu skáld- um. Þetta er seinasta bók Hannesar Péturssonar, mjög falleg bók, en engar konur koma fyrir í allri bókinni. Hann er að tala um förunauta sína, sem gæti vísað jafnt til karla og kvenna, en þegar þeir fara að strjúka skeggið þá vitum við að þeir eru ekki konur. Þetta ljóð er smá- stríðni frá mér. Það eru til heilu bækurnar þar sem kon- ur koma ekki fyrir og það er enn verið að skrifa þær. Er það ekki skrýtið?“ Guð fann mig Auk þess að vera ljóðskáld og þýðandi kenndirðu í áratugi. Þér þykir afar vænt um börn, er það ekki rétt? „Mér hefur alltaf þótt gaman að öllu ungviði. Ég sakna þess núna þegar ég hef góðan tíma og er orðin ein að vera ekki innan um börnin. Mér fannst ákaflega gaman að skrifa fyrir börn og þýða bækur fyrir litlu krakkana og búa til ný orð, eins Hvergilandið í Pétri Pan. Það vantaði heiti yfir það á íslensku og þá mundi ég eftir orðum Málfríðar Einarsdóttur sem sagði: „Ein- hvern veginn hef ég nú samt aldrei verið hvergi.“ Þá fór ég að hugsa um það hvar væri hvergi og orðið Hvergi- land varð til. Ég kenndi í 46 ár. Kennslan var svo skemmtileg og ég hugsa oft um það hvað það var gaman. Ég man að eitt árið var skólinn nýbyrjaður og ég ákvað að nú myndu börnin, sem voru níu ára, vinna eitthvað um haustið. Þau áttu að búa til haustljóð sem mátti gjarnan vera um tré. Þau áttu að athuga á leið í skólann hvort þau sæju tré, koma við það og fylgjast með því. Svo kom að því að yrkja ljóð um haustið og gera mynd af tré. Þau gerðu þetta öll og ég orti sömuleiðis ljóð um haustið. Þegar kom að því að sýna verkin sagði ein stelpan við mig: „Við getum ekkert verið að hræsna neitt um það, Vil- borg mín, að þitt ljóð er eiginlega verst.“ Í bókinni er ljóð um Guð. Ertu trúuð? „Það eru margir hneykslaðir á því að mér skuli þykja vænt um Guð. Ég hef ekki fundið Guð, það var Guð sem fann mig. Ég er alin upp í góðu kristilegu samfélagi, er bæði skírð og fermd. Kristnifræði var fag sem var gert hátt undir höfði í Kennaraskólanum þar sem ég var nemandi og það var litið á það sem sjálfsagðan hlut að kenna kristnifræði í öllum skólum landsins. Mér fannst alltaf gaman að kenna kristinfræði. Biblían er mikið rit, ekki bara trúarrit, heldur saga, skáldskapur, ljóð og allt mögulegt annað. Þar er óþrjótandi efni. Ég fer stundum í kirkju og mér finnst mjög gaman að fara á kirkju- tónleika. Mín trú er þessi: Ekkert verður að engu. Það er til eitthvað sem er okkur æðra og heldur heiminum sam- an.“ Bókmenntir Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrun@mbl.is Lífið lengist á hverjum degi Hálf öld er síðan fyrsta ljóðabók Vilborgar Dagbjartsdóttur kom út. Sama ár, 1960, hitti hún Þorgeir Þorgeirson í Prag og það varð upphaf að sambandi sem engan skugga bar á. Nú er komin út ný og einstaklega góð ljóðabók eftir Vilborgu, Síðdegi. Í viðtali ræðir Vilborg um bókina, sambandið við Þorgeir og trúna. ’ Fólk er alltaf að tala um að tím- inn sé að fljúga frá því. En líf okkar er ekki að styttast, líf okkar lengist á hverjum degi um heil- an dag og við eigum að gleðjast yfir því. Ég finn fyrir gleði yfir því á hverjum degi að ég skuli vera búin að fá einn daginn enn í viðbót.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.