SunnudagsMogginn - 15.08.2010, Blaðsíða 47

SunnudagsMogginn - 15.08.2010, Blaðsíða 47
15. ágúst 2010 47 LÁRÉTT 1. Steikja feitar fyrir ófrýnar. (11) 5. Z-hópur í her. (7) 7. Einhvern veginn sakfellt af þjóðgarði. (10) 8. Flaska notuð í stikk fær á sig hnút. (9) 10. En minn snýr til baka út af námsmanninum. (6) 11. Spænska í máli óþekkts er notuð á stofnuninni. (9) 13. Verulega kemur kindahvíld mér á óvart. (6) 14. Nakinn er að skoða vatnsfall. (5) 15. Stórborg er fyrir raddsterka. (8) 17. Viktor fær hálfvegis það sem er öruggt en þó grunað. (9) 19. Útlendingurinn er fyrir skjóðuna. (7) 21. Fínleg fer til herra með sérstakt tæki. (8) 22. Enginn ofsalegur kemur alltaf á eftir Sif. (10) 25. Plat í eignarrétti. (4) 26. Sleip drepi kind sem er farin að kalka (10) 27. Halló, kiðlingur heyrist ef þið magnið. (6) 29. Kraumaði alþjóðahús út af hrútakofa. (8) 30. Ná mun við daður að hitt nálgaðan. (10) 31. Hleypti af sjúkrahúsi með því að fylla með skrif- letri. (10) LÓÐRÉTT 1. Flugur með viti við ker eru austrómverskar. (9) 2. Jónas tek argan frá fornri þjóð. (7) 3. Þreytt ungmennafélag verður það sem er hægt að flýja. (7) 4. Skreyti ennþá pípu með sjúkdómi (8) 5. Ólund í SA nær að eyða. (7) 6. Færar og spilaðar. (7) 8. Persóna með ró og erlenda mynt er á hlutfalli. (7) 9. Með óstuttum á línum fáum við stærð á blað- síðu. (7) 12. Rám fær tafir frá leturgerð. (8) 14. Lemur sorg á opnu svæði (8) 16. Sagt er frá skapvondri kind hjá blysi. (7) 18. Hlutur sem er samfestingur er misheppnaður. (11) 19. Hönk af þræði finnst á hljómsveitarloku. (9) 20. Færður nóg í fóðurbæti. (9) 21. Bær sem streymdi. (4) 23. Er il samt hjá fyrirhafnarmiklu. (8) 24. Rússnesk flækist um Mön í boði þýskrar. (8) 27. Fyrir og vegna líkamshluta. (5) 28. Íþróttafélag æði í byggingartæki. (5) Verðlaun eru veitt fyrir rétta lausn krossgátunnar. Senda skal þátttökuseðilinn ásamt úr- lausninni í umslagi merktu: Krossgáta Morgunblaðsins, Há- degismóum 2, 110 Reykjavík. Frestur til að skila úrlausn krossgátu 15. ágúst rennur út fimmtudaginn 19. ágúst. Nafn vinningshafans birtist í blaðinu 22. ágúst. Hepp- inn þátttakandi hlýtur bók í vinning. Vinningshafi krossgátunnar 8. ágúst er Stefán Vilhjálmsson. Hann hlýtur í verðlaun bókina Kvöldverðurinn eftir Herman Koch. JPV gefur út. Krossgátuverðlaun Þegar næsta Ólympíumót verð- ur komið á góðan rekspöl í Khanty Manyisk í Síberíu í september/október og augu skákunnenda um heim allan munu beinast að efstu borðum er ekki ósennilegt að þar sitji sveit frá Kína sem er hið nýja stórveldi skákarinnar. Ekki eru það alveg ný tíðindi í kvenna- flokki þar sem Kína hefur margsinnis unnið gullverðlaun en í karlaflokki, sem nefndur er opni flokkurinn, hefur Kína aldrei borið sigur úr býtum. Nú kann að verða breyting á, Ar- menar sem sigruðu 2006 og 2008 hljóta að telja Kínverja sína helstu andstæðinga. Hverju veldur þessi mikli uppgangur? Þegar sá sem þetta ritar tók þátt í hraðskákmóti á Grand Rokk, 40 ára afmæl- ismóti Illuga Jökulssonar árið 2000 og langt var liðið á við- ureign mína í 8. umferð við 14 ára kínverskan pilt, Bu Xi- angzhi, varð mér litið á klukk- una og sá að Bu átti tæpar 4 mínútur eftir gegn u.þ.b. 1½ mínútu. Ég velti því fyrir mér hver hefði hleypt piltinum inn á þessa hrikalegu knæpu en kom þá auga á fulltrúa frá kínverska sendiráðinu. Og hvernig var þjálfun hans háttað? Mér fannst Bu þeyta taflmönnunum út um allt borð eins og hann væri að leika borðtennis. Nú þurfti að hafa hraðar hendur á og rétt að halda því til haga að á síðustu sekúndunum tókst mér að vinna taflið af hinum unga Bu sem þessa dagana fer fremstur í flokki kínverskra skákmanna sem eru nánast að niðurlægja Rússa í landskeppni þjóðanna sem stendur yfir í borginni Ningbo í Kína. Eftir fyrri hluta keppninnar þar sem tefldar voru kappskákir var staðan þessi: Kína 27 (karlar 15½, konur 11½) – Rússland 23 (karlar 9½, konur 13½). Eftir fyrsta keppn- isdag at-skáka höfðu Kínverja aukið forskotið um þrjá vinn- inga. Stílbrögðin Kínverjanna hafa vitanlega tekið miklum breyt- ingum frá því er þeir tefldu á sínu Ólympíumóti árið 1978 og þjálfun mun markvissari; Nigel Short sagði mér að þegar hann hélt fyrirlestur í smábæ einum í Kína hefðu mætt þúsund börn til að hlýða á sig. Þeir hafa bætt sig gríðarlega á öllum sviðum skákarinnar, ekki síst í byrj- unum og í endatöflum hafa margir þeirra tileinkað sér af- burða tækni. Það sem hinsvegar jók mjög á vinsældir þeirra er þeir tóku að hasla sér völl á al- þjóðavettvangi var mögnuð nálgun í taktískum stöðum: enn má heyra skæran bjölluhljóm þegar yfir menn dembast kín- verskar drottningarfórnir eða aðrar leikbrellur. Í eftirfarandi skák úr lands- keppni þjóðanna hikar svartur ekki við að láta skiptamun af hendi og knýr fram sigur með þróttmikilli taflmennsku: Vladimir Potkin – Hao Wang Nimzoindversk vörn 1. d4 Rf6 2. c4 e6 3. Rc3 Bb4 4. e3 0-0 5. Bd3 d5 6. Rf3 c5 7. 0-0 Rc6. 8. a3 bxc3 9. bxc3 Dc7 10. Bb2 Ra5 11. cxd5 exd5 12. Re5 He8 13. a4 ( Sjá stöðumynd ) 13. … Hxe5! 14. dxe5 Dxe5 15. h3 c4 16. Bc2 Bf5! Skiptamunsfórnin var ekki síst stöðulegs eðlis. Biskupinn á b2 er grafinn bak við c3-peðið. 17. He1 Bxc2 18. Dxc2 Rb3 19. Had1 He8 20. f3 Rc5 21. Hd4 Rd3 22. He2 Hér varð hvítur að reyna 22. Hxd3 þó svarta staðan sé betri efir 22. … cxd3 23. Dxd3 . 22. … Rh5 23. e4 Rhf4 24. Hd2 f5 25. Ba3 fxe4 26. fxe4 Dg5 27. Kh2 Hxe4 28. Dd1 De5 29. Hxe4 dxe4 30. Dg4 h5 – og hvítur gafst upp. Fram- haldið gæti orðið 31. Dc8+ Kh7 32. g3 e3! og vinnur. Helgi Ólafsson | helol@simnet.is Kínverjar að mala Rússana Skák Nafn Heimilisfang Póstfang
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.