SunnudagsMogginn

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

SunnudagsMogginn - 15.08.2010, Qupperneq 10

SunnudagsMogginn - 15.08.2010, Qupperneq 10
10 15. ágúst 2010 E itthvað virðist samviskan vera farin að naga Pál Gunnar Páls- son, forstjóra Samkeppniseftirlitsins, eftir allan þann aum- ingjaskap sem sú stofnun hefur sýnt af sér í gegnum árin, bæði undir hans forystu og forvera hans, þegar kemur að um- ræðu um að stofnunin setji skorður við einokunartilburðum hinna stóru á matvörumarkaði. Fyrst snerist umræðan um ráðandi markaðs- hlutdeild Hagkaups og Bónuss eftir að þau fyrirtæki voru sameinuð snemma á tíunda áratugnum og svo aftur um einokunartilburði Baugs og 10-11, eftir að Baugur (nú Hagar) yfirtók Vöruveltuna ehf. (10-11 verslanirnar) 1999. Samkeppnisyfirvöld, (áður Samkeppnisstofnun, nú Samkeppniseft- irlit) hafa í áraraðir verið harðlega gagnrýnd fyrir að aðhafast ekkert, nákvæmlega ekkert, þótt Baugs- veldið og síðar Hagar hafi sölsað undir sig allt upp í 60% markaðs- hlutdeild á matvörumarkaðnum og oft hafa samkeppnisyfirvöld kveinkað sér undan gagnrýninni og borið fyrir sig þær röksemdir sem finna má í nýjasta pistli Páls Gunn- ars Pálssonar á heimasíðu Sam- keppniseftirlitsins: Að Samkeppn- isyfirvöldum hafi aldrei verið fært að gera athugasemdir við samein- ingu Hagkaups og Bónuss, af þeirri einföldu ástæðu að samruninn átti sér stað örfáum mánuðum áður en samkeppnislög tóku gildi hinn 1. mars 1993; og að samkeppnisyf- irvöld hafi ekki heldur haft lagalegar forsendur til þess að grípa til íhlut- unar vegna samruna Baugs (Haga) og 10-11 verslananna vegna þess að aukning markaðshlutdeildar úr 50% í 57-58% hafi ekki skipt sköp- um; fyrirtækið hafi hvort eð er verið með markaðsráðandi hlutdeild. Yfirklórið og aumingjaskapurinn virðast vera allsráðandi hjá sam- keppnisyfirvöldum, þótt vissulega megi segja að það séu ekki bara þau sem hafa sofið á verðinum, heldur einnig hið háa Alþingi. Í töflu sem Páll Gunnar birtir með pistli sínum kemur fram að mark- aðshlutdeild Haga í smásölu á matvörumarkaði hafi árið 2008 verið 55%, hlutdeild Kaupáss (Nóatún og Krónan) hafi verið 19%, Samkaups 15% og annarra 11%. Í apríl 2006 fór ég til London og ræddi við breska þingmanninn Jim Dowd sem veitti forstöðu breskri þingnefnd, sem kannaði samþjöppun í smásölu á Bretlandseyjum. Þingnefndin hafði áhyggjur af samþjöpp- uninni og að Tesco væri komið með 30% markaðshlutdeild. Fjórir stærstu á Bretlandseyjum höfðu samtals um 70% markaðshlutdeild og var þetta breskum stjórnvöldum mikið áhyggjuefni. Nefndin lagði m.a. til að tímabundið bann yrði lagt við samruna og yfirtökum á smá- sölumarkaðnum til þess að sporna gegn einokun og/eða fákeppni. Dowd sagði m.a.: „Mikil samþjöppun hefur orðið og fáir stórir eru orðnir mjög fyrirferðarmiklir á markaðnum, víða svo jaðrar við einok- un, tvíkeppni eða í besta falli fákeppni. Þetta á ekki síst við um mat- vörumarkaðinn, sem við höfum skoðað sérstaklega náið.“ Og síðar sagði Dowd: „En við erum að taka sérstakan vara við og benda á að í auknum mæli gerist það á Bretlandseyjum að góð fyrirtæki eru neydd til þess að hætta, þau keypt upp og/eða lögð niður. Ekki vegna þess að þau standi sig illa, veiti ekki góða þjónustu og bjóði upp á gæði heldur vegna þess að þeir stóru hafa slíka yfirburði að þeir geta í krafti stærðarinnar þröngvað þeim út af markaði með ýmsum meðulum sem eru ekki endi- lega af hinu góða eða markaðnum, neytendum eða samfélaginu til góðs.“ Hvenær ætlar Alþingi að vakna til lífsins og láta þessi má til sín taka? Hvað með frumvarp viðskiptaráðherra sem bíður afgreiðslu þingsins? Þurfa ekki samkeppnisyfirvöld og löggjafinn að leggjast á eitt, til þess að hér megi tryggja að heilbrigð samkeppni ríki á matvörumarkaði, ekki einokun eða fákeppni, þar sem sá stærsti (Jóhannes Jónsson) kemst upp með að þrýsta á og kúga birgja smásölunnar til þess að selja sér á lang- bestu kjörunum og montar sig svo af ofbeldinu í Kastljósi, eins og frægt er orðið? Er það eðlilegt að Hagar (1998 ehf.) sem eru í eigu Arion banka séu með markaðsráðandi stöðu? Er það í lagi að maður sem var stór þátt- takandi í að keyra hér allt í þrot, m.a. gömlu viðskiptabankana, Jó- hannes Jónsson í Bónus, skuli vera við stjórnvölinn á 1998 í skjóli Arion banka og ráða þar ferðinni, án þess að eiga nokkuð í því fyrirtæki? Er það furða að það þurfi sérstaka úttekt eftirlitsnefndar með skuldaaðlög- un bankanna á því hvernig Arion banki stóð að skuldaskilum Haga?! Yfirklór og aumingjaskapur Agnes segir Agnes Bragadóttir agnes@mbl.is Jóhannes Jónsson Páll Gunnar Pálsson ’ Er það furða að það þurfi sér- staka úttekt eftirlitsnefndar með skuldaaðlögun bank- anna á því hvernig Arion banki stóð að skuldaskilum Haga?! 7:00 Vaknaði á undan dótt- ur minni og kærasta. Náði að gera smá jóga :-) Það er frá- bært að byrja daginn á jóga. Stundum ef ég næ ekki að sofa nógu lengi eða vel, bjargar það mér algjörlega að gera jóga á morgnana. Það er eins og mað- ur fái auka kraft. 8:00 Ég lauma mér aftur upp í rúm og eftir smá stund vaknar dóttir mín og segir: „Hæ, gott að borða.“ Við fáum okkur gott að borða, hafra- graut með haframjólk. 8:45 Við búum í sama húsi og amma mín sem er 85 ára. Það er fastur liður hjá okkur að kíkja upp til ömmu eftir morg- unmat, „heilsa ömmu“ eins og dóttir mín segir. Við förum öll upp, ég, Ella og Víðir. Víðir fær sé kaffi og spjallar um stjórn- mál við ömmu, Ella fer í skoð- unarleiðangur um íbúðina sem er ansi spennandi og ég reyni að glugga í blöðin og fylgist með dóttur minni með öðru auganu. Mér finnst þetta virki- lega verðmætur tími. 9:30 Förum niður, klæðum okkur og kíkjum út í garð að leika og líka aðeins niður á róló sem er beint fyrir neðan húsið okkar. 10:30 Ég læðist síðan inn og svara nokkrum tölvu- póstum. Elín og Víðir fara út að hjóla. Ég undirbý hádegismat og reyni að laga smá til sem gengur yfirleitt ekki vel. Hef engan tíma til þess. 11:30 Legg af stað í vinn- una í jógastöðina mína Yoga shala. Alltaf gaman að koma í vinnuna :-) 12:00 Jógatíminn hefst og það er fullt í tíma. Virkilega góð stemning. Allir fara sáttir og sælir út og endurnærðir í vinnuna. Ég finn blað á skrif- borðinu mínu þar sem skrifuð eru skilaboð frá Fanneyju vin- konu minni sem býr á Ítalíu. Hún hafði komið við á meðan ég var að kenna. Hún er á landinu og ég hlakka ekkert smá mikið til að hitta hana. 13:00 Legg af stað heim. Næst er að ná í ömmuna og fara með hana í Kringluna til að kaupa afmælisgjöf fyrir Birtu frænku. 13:20 Leggjum við amma gögg (er kölluð amma gögg því ég gat ekki sagt Ingibjörg þegar ég var lítil) af stað. Við finnum fljótlega gjöfina fyrir Birtu en skoðum okkur líka aðeins um. Ég litast um hvort ég finni eitt- hvað fatakyns handa mér en eins og fyrri daginn finn ég ekki neitt. 14:15 Komnar heim. Ég hringi í Fanneyju og við mæl- um okkur mót niðri í bæ. Ella og Víðir koma með og við hendumst út í bíl. 14:50 Vinkona mín bíður eftir okkur niðri í miðbæ með fjölskyldu sinni, systur og lítilli frænku. Svakalega gaman að hittast. Við röltum upp Lauga- veginn. Stefnan er tekin á Sandholt til að fá sér góðan ís. Tíminn líður svo fljótt. Það er svo mikið um að tala. Áður en ég veit af er ég alveg að verða of sein í tíma. Við leggjum af stað til að ná í bílinn og mér er skutlað í vinnuna. 16:30 Mysore-jógatími hefst. Þetta eru ótrúlega vin- sælir tímar hjá okkur. Tíminn stendur yfir í tvo tíma. Allir iðka saman, byrjendur og lengra komnir. Hver og einn gerir sína ashtanga vinyasa- rútínu sem ég hef kennt þeim, á sínum hraða. Ég geng á milli og hjálpa hverjum og einum. Þarna verður jógaiðkunin þín svo miklu dýpri og persónu- legri. Ég bæti síðan við æfing- um hjá hverjum og einum eftir því hversu líkaminn verður opnari og sterkari. Mæli ein- dregið með þessum tímum sem eru mjög hefðbundnir, eins og þeir eru kenndir á Ind- landi. 18:30 Jógaflæðitími hefst. Það eru nokkrir nemendur komnir úr fríi og að utan. Alltaf gaman að hitta fólk aftur sem hefur verið hjá okkur áður. Tíminn verður rólegur, djúpur og mjúkur, en dálítill sviti. 19:45 Sníki mér far heim. 19:55 Komin heim. Mér finnst yndislegt að koma heim og fá knús frá snúllunni minni. Það er búið að elda og ég fæ mér að borða. Hátta síðan El- ínu, burstum tennur, lesum og syngjum. 21:00 Dóttir mín er sofnuð. Ég væri alveg til í að sofna líka en þarf að vinna aðeins. Það er svo mikill undirbúningur fyrir veturinn. Ný stundaskrá að fara í loftið, nýr erlendur gestakennari á leiðinni, hanna auglýsingar með henni Önnu minni, ný vefsíða að komast í loftið sem hann Guðni snill- ingur er að hjálpa mér við … allt að gerast og ég hef ROSALEGA góða tilfinningu fyrir vetrinum. 11:30 Tími til að koma sér í háttinn. Loka augunum til að sjá fallega drauma :-) Dagur í lífi Ingibjargar Stefánsdóttur jógakennara Morgunblaðið/Ernir Fjölskyldan, vinir og jóga

x

SunnudagsMogginn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.