SunnudagsMogginn - 15.08.2010, Blaðsíða 4

SunnudagsMogginn - 15.08.2010, Blaðsíða 4
4 15. ágúst 2010 hafi kannski tileinkað sér of neikvætt viðhorf gagnvart smokknum þar sem það tengir notkun hans við lauslæti. En við viljum einmitt að kynlíf veiti okkur gleði og ánægju og til þess að það sé mögulegt er mikilvægt að við hugum að okkar kynhegðun og séum ekki með fordóma eða yfirborðshyggju sem getur reynst mjög dýrkeypt,“ segir Sigurlaug. Í Englandi hafa stjórnvöld gripið til ýmissa ráða til að auðvelda unglingum aðgengi að smokkum svo og öðrum getnaðarvörnum. Þannig hafa samtökin Safe, sexual health advice for everyone, til að mynda dreift til fólks undir tví- tugu litlu spjaldi sem það getur sett á lyklakippuna. Með því að sýna spjaldið fá ungmennin fría smokka en til að fá spjaldið þurfa þau að svara spurninga- lista á netinu eða heimsækja skólahjúkr- unarfræðing til að tryggja nægilega fræðslu um kynlíf og kynheilsu. Fyrir rúmlega 20 árum vakti auglýs- ingaherferð um notkun smokksins mikla athygli hér á landi enda hafði umræðan fram að því að mestu einkennst af feimni og pukri. Í dag eru tímarnir öðruvísi og segir Sigurlaug nú talið að það hafi meiri áhrif að tala saman. Þannig hafi leiðir félaga eins og Ástráðs reynst mjög vel en forsvarsmenn þess eru ekki mikið eldri en unglingarnir sem þeir leiðbeina. Sama eigi við um HIV Ís- land en forsvarsmenn þeirra samtaka hafa rætt við krakka í efri bekkjum grunnskóla um kynsjúkdóma og reynslu sína af því að lifa með HIV. Þá er Sig- urlaug sjálf í hópi þriggja kvenna sem beita sér fyrir því að virkja samtal for- eldra og unglinga um kynlíf með sam- eiginlegri fræðslu foreldra og unglinga í skólum. O ft hefur verið rætt um verð á smokkum hérlendis en ríkið setur smokka í hæsta skatt- þrep þannig að á þeim er 25,5% virðisaukaskattur. Samkvæmt fréttum vikunnar hefur beiðni frá Sótt- varnaráði um ókeypis smokka fyrir ungt fólk legið á borði heilbrigðisráðuneyt- isins frá árinu 2004. „Það gæti verið ein leið til að lækka smokkaverð að afnema virðisaukaskatt þó albest væri að þeir væru ókeypis. Ég veit að í einhverjum löndum er smokkum útdeilt ókeypis á heilugæslustöðum, félagsmiðstöðum og í skólum. Þetta höfum við sótt um en ekki enn fengið í gegn en vonandi stendur það nú til bóta. Þangað til er mikilvægt að við hugsum um smokkinn sem hverja aðra forvörn, rétt eins og að spenna á sig öryggisbeltið,“ segir Sigurlaug Hauks- dóttir yfirfélagsráðgjafi á Sóttvarnasviði Landlæknisembættis. Sigurlaug telur hátt verð vissulega geta haft sín áhrif á smokkanotkun en þó liggi margvíslegar aðrar ástæður þar að baki. Ungur aldur fólks geti haft þau áhrif að fólk byrji að stunda kynlíf áður en það sé í raun tilbúið og óöryggi geti gert það að verkum að það noti síður smokk. Ýmis viðhorf til smokksins hjá hverjum og einum geta gert það að verkum að smokkur sé ekki hafður við hönd. Hér er t.d. hægt að nefna að fólk telji sig sýna vantraust á hinn aðilann við það að vilja nota smokk. Þá geti fólk talið að hinn aðilinn sé ekki með kyn- sjúkdóm þar sem það sjáist ekki á hon- um. Þetta sé vitaskuld rangt þar sem yf- irleitt séu kynsjúkdómar einkennalausir og ekki hægt að sjá þá utan á fólki. „Út frá umræðu um skyndikynni hvað varð- ar smokkanotkun held ég líka að fólk Vikuspegill María Ólafsdóttir maria@mbl.is Ábyrgðarleysi í notkun getur reynst afar dýrkeypt Smokkurinn eins og öryggisbelti Þessi maður tók málin í eigin hendur á alþjóða-alnæmisdeginum og mótmælti lé- legri kynfræðslu í skólum Hong Kong klæddur sem smokkur. Reuters Samkvæmt rannsókninni heilsa og lífskjör skólanema (HBSC) sem framkvæmd var vet- urinn 2005 til 2006 nota 15% engar getn- aðarvarnir, 5% reiða sig á rofnar samfarir en 2⁄3 eða 66% notuðu smokk gegn þungun og kynsjúkdómum, miðað við síðasta skipti sem einstaklingurinn stundaði kynlíf. Það voru Háskólinn á Akureyri og Lýðheilsustöð sem stóðu saman að rannsókninni af Ís- lands hálfu en hún er hluti af alþjóðlegri rannsókn á vegum WHO Alþjóðaheilbrigð- isstofnunarinnar. Rannsókninni var skipt í nokkra hluta eins og reykingar, einelti og kynlíf en misjafnt var hvaða aldurshópur svaraði hvaða spurningum. Spurningar um kynhegðun voru lagðar fyrir alla nemendur í 10. bekk á Íslandi en alls svöruðu 11.800 nemendur rannsókninni í heild og var svar- hlutfall 86% en niðurstöður rannsóknarinnar voru birtar árið 2008. Þá má geta þess að tilvik klamidíu hér á landi hafa sveiflast nokkuð milli ára, árið 2002 voru tilvikin 2.088 en í fyrra 2.203. Alþjóðleg rannsókn á kynhegðun ungmenna Morgunblaðið/RAX Margir muna eftir plakötum þar sem þjóðþekktir Íslend- ingar minntu á mikilvægi smokksins. Smokkurinn má ekki vera neitt feimnismál var slagorð herferðarinnar sem farin var árið 1986. Herferðin vakti gríðarlega at- hygli á sínum tíma og aflétti þeirri feimni sem lá á orðinu smokkur. Þjóðþekktir Íslendingar tóku þátt. Morgunblaðið/RAX Smokkur ekkert feimnismál ódýrt og gott Ungnauta roast beef kr. kg1749 Verð áður 3498 kr./kg 50%afsláttur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.