SunnudagsMogginn - 15.08.2010, Blaðsíða 43

SunnudagsMogginn - 15.08.2010, Blaðsíða 43
15. ágúst 2010 43 M aður gerir ansi margt stórfurðulegt þegar maður er einn. Reyndar held ég að flest af því sem maður tekur sér fyrir hendur einn síns liðs sé eiginlega hálf-skrítið. Það vantar einhvern veg- inn alla heildarmynd yfir aðgerðir manns, oft og tíðum. Eins og til dæmis þegar maður kemur einn heim. Fylgstu með sjálfum þér næst þegar þú kemur einn heim til þín. Þetta eru svona tíu mínútur af gersamlega ófókuseruðu rugli. Það er akkúrat ekkert markmið í gangi. Þú lítur út fyrir að vita ekki hvort þú ert að koma eða fara. Þú kemur inn og byrjar kannski á því að setja niður póst- inn. Og svo bara allt í einu ertu farinn að stara á sjálfan þig í spegli. Hugsanlega vegna þess að þér finnst þú hafir fitnað í framan. Svo ferðu úr jakkanum. En ekki alla leið. Ferð bara svona hálf úr honum vegna þess að þú ert farinn að opna eitt umslag af fimm. Verður fljótt mjög leiður á því og byrjar að fara úr öðrum skónum. Allt í einu dettur þér í hug að kveikja á sjónvarpinu. Í þann mund sem þú ert að fara að kveikja á sjónvarpinu fattarðu að þú átt eftir að fara úr hinum skónum. Byrjar á því að fara úr honum en ert næstum því dottinn vegna þess að þú ert ekki almennilega farinn úr jakkanum. Allt í einu ertu farinn að baða út höndunum á miðjum gang- inum til að reyna að halda jafnvægi. Þetta er svona svipuð hreyfing og að vera í spennitreyju og reyna að fara úr brjósta- haldara. Ekki það að ég hafi einhvern tímann prófað það. Reyndar hef ég verið í brjóstahaldara. Ekki spennitreyju. Jæja, loksins ertu kominn úr báðum skónum eftir mikinn og ljótan dans. Kveikir því næst á sjónvarpinu og horfir í svona tuttugu sekúndur. Stendur upp og opnar ísskápinn. Starir inn í hann í svona rúma mínútu. Veist ekki alveg hvort þú ert svangur eða ekki. Lyktar af mjólkinni. Horfir svo aðeins út um gluggann. Á ekki neitt. Færð þér hálfan banana. Lest fjögur orð í Mogganum. Lokar svo ísskápnum og endurraðar nokkrum myndum framan á honum. Það er akkúrat enginn til- gangur með einu né neinu sem þú ert að gera. Enginn. Þú ert bara týndur. Heima hjá þér. En það er öllum sama, vegna þess að þú ert auðvitað einn. Það veit enginn af þér. Fólkið sem þú býrð með er einhvers staðar annars staðar. Nú er ég ekki að segja að það geti ekki verið gott að vera einn við og við. Reyndar er það alveg nauðsynlegt fyrir hverja manneskju að vera dálítið bara með sjálfum sér. Margir eru einir í bílunum sínum til dæmis. Og það sem fólk gerir eitt í bílunum sínum getur oft verið dálítið merkilegt. Sumt fólk til dæmis syngur í bílnum sínum. Fólk sem ætti alls ekki að syngja. En það er enginn í bílnum sem kvartar. Einu sinni var ég á rauðu og konan í bílnum við hliðina á mér söng af mikilli innlifun „Gleðibankann“. Íslendingar hefðu reyndar aldrei aftur fengið að taka þátt í Júróvisíon ef hún hefði keppt fyrir okkar hönd, en mér fannst þetta samt bara svolítið skemmtilegt. Enda kvartaði enginn. Allt breytist hins vegar um leið og önnur manneskja er komin inná heimilið. Þá ferðu meira að tilkynna það sem þú ætlar að gera. „Heyrðu ég ætla aðeins að horfa á sjónvarpið.“ „Ókei. Lengi?“ „Bara í svona tuttugu sekúndur. Ég þarf svo að vera mættur út í glugga til að horfa á ekki neitt.“ „Ókei. Verður þú lengi úti í glugga?“ „Ekki lengur en í allavega mínútu vegna þess að ég þarf þá að borða hálfan banana og lesa fjögur orð í Mogganum. En núna get ég ekki talað lengur við þig vegna þess að ég er að verða alltof seinn.“ Aleinn heima Pistill Bjarni Haukur Þórsson ’ Það er akk- úrat enginn tilgangur með einu né neinu sem þú ert að gera. Enginn. Þú ert bara týndur. Gatan mín A rnar Sigurmundsson, vel þekktur sem forystumaður í sjávarútvegi og á vett- vangi lífeyrissjóða, á allar sínar rætur við Vestmannabraut í Eyjum. Er fædd- ur á heimili foreldra sinna, þeirra Sigurmundar Runólfssonar og Íseyjar Skaftadóttur, á efri hæð- inni á Vestmannabraut 25, sem þar bjuggu allan sinn búskap. Vestmannabrautin er í hjarta mið- bæjarins í Eyjum og var aðalgata bæjarins um tíma. Hún byggðist frá aldamótum 1900, en segja má að uppbygging götunnar og Eyjanna hafi fylgt vélbátaöldinni í Eyjum sem hófst árið 1906. Upphaflega bar Vestmannabrautin þrjú nöfn. Austasti parturinn að Kirkjuvegi var nefndur Dal- bæjarvegur, síðan tók við Símastígur og loks Breiðholtsvegur sem var vestast í bænum. Gatan öll fékk nafnið Vestmannabraut um 1930. Við Vestmannabraut var Samkomuhús Vest- mannaeyja, kvikmyndahús sem tók um 450 manns í sæti og var bíósalurinn einnig mikið not- aður undir dansleiki og árshátíðir. Oft var mikið um að vera, ekki síst á vetrarvertíðum. „Við götuna var einnig pósthús og símstöð, verslanir, bakarí, sjoppur og rakarastofur. Þegar ég var tíu ára var opnaður flottur veitingastaður, Hressingarskálinn, við götuna og var það bylting. Skólavegur, Bárustígur, Hilmisgata og Kirkjuveg- ur tengdust götunni – og mynduðu að nokkru leyti ramma um miðbæinn í Eyjum. Aðalleiksvæði krakkanna var á Stakkagerðistúni, en þar voru rólur og vegur og einnig góð aðstaða til að vera í fótbolta. Leiksvæðið var annars ekki bundið við miðbæinn. Strákar voru mjög mikið niðri við höfnina í Eyjum að leika sér með litla heimasmíð- aða báta og fara inn í Botn og undir Löngu sem var vinsæll staður á sólardögum á sumrin,“ segir Arn- ar sem bætir við að hlunnindi hafi falist í því að eiga heima nánast við hliðina á bíóinu. „Á mínum uppvaxtarárum, það er á sjötta ára- tugnum, fóru langflestir krakkar í bíó á sunnu- dögum og margir keyptu sér sem kallað var apó- tekaralakkrís til að hafa með. Á þessum árum var ekkert sjónvarp, símar ekki komnir í öll hús, fáir fólksbílar í Eyjum en margir vörubílar. En krakkar höfðu ærið nóg fyrir stafni í leik og starfi. Þá var einnig mikið um það að krakkar fóru á drengja- og stúlknafundi í KFUM-húsinu við Vestmanna- braut.“ Húsið Vestmannabraut 25 sem Sigurmundur, faðir Arnars, byggði á árunum 1932 til 1934 er tveggja hæða steinsteypt íbúðarhús og þótti stórt á mælikvarða síns tíma. Lengi vel voru tvær íbúðir í húsinu. Eigandi neðri hæðar var breskur konsúll og síðar voru skrifstofur þar. „Húsið er nú í eigu Hótels Þórshamars, Gísla Vals Einarssonar og fjölskyldu hans, og er rekið sem íbúðagisting undir nafninu Hótel Mamma. Þykir mér mjög vænt um það nafn,“ segir Arnar sem bjó við Vestmannabraut fram yfir tvítugt. Sem fjölskyldumaður eignaðist hann heimili á Brimhólabraut en byggði síðar á Bröttugötu 30. „Hér höfum við verið í rúm fjörutíu ár og líkar vel. Brattagatan er nokkuð brött, einkum neðri hluti hennar. Sjálfur bý ég í efri hlutanum sem er frið- sæl inngata. Það kom sér vel í eldgosinu 1973 að húsið skyldi vera ofarlega og vestarlega í bænum en sá hluti slapp mun betur frá afleiðingum goss en austurbærinn sem fór að mestu undir hraun.“ sbs@mbl.is Á Hótel Mömmu Heimaey Hl íð av eg ur Strandvegur Vestmannabraut Strandvegur He lg af el ls br au t Heiðarvegur Kirkjuvegur Sk ól av eg ur Háteinsvegur Faxastígur Illugagata 1 2 1. Stakkagerðistún er í hjarta Vestmannaeyjabæjar og þegar ég var strákur var túnið mikið notað sem leik- svæði. Með útsjónarsemi mátti þar leika fótbolta á fjórum til fimm völlum. Á þessum tíma var raunar mesti höfuðverkurinn að útvega sér bolta, því í alls- leysi fyrri tíðar var talsverður vandi að verða sér úti um slíka. Og sjálfur man ég eftir allskonar peyja- félögum í boltanum, skipulagt íþróttastarf sem nær í dag til yngstu krakkanna kom löngu síðar. 2. Ég var mikið niðri á bryggju sem strákur og sótti þá gjarnan til föður míns sem var netamaður. Af verk- stæðinu þar sem hann starfaði var gott útsýni yfir höfnina og hægt að fylgjast með bátum og núm- erum þeirra. Segja má að uppvaxtarár mín, fimmti og sjötti áratugurinn, séu gullöld bátaflotans, enda voru þá gerðir út margir tugir báta frá Eyjum, gjarn- an 50 til 60 tonna eikarbátar. Uppáhaldsstaðir Heimaslóð Arnar Sigurmundsson fyrir utan æskuheimili sitt við Vestmannabrautina í Eyjum. Morgunblaðið/Eggert
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.