SunnudagsMogginn - 15.08.2010, Blaðsíða 13

SunnudagsMogginn - 15.08.2010, Blaðsíða 13
15. ágúst 2010 13 Þ etta er vonlaust! Við veiðum ekkert hérna. Það er ekkert vatn í ánni,“ sagði veiðifélagi minn, sambland af undrun og vonbrigðum í rómnum. Félaginn var kominn alla leið frá New York til að veiða þarna með mér og við stóðum á brúnni sem liggur neðarlega yfir ána sem við veiddum maríulaxana okkar í fyrir tíu árum. Síðan höfum við komið árlega þarna til veiða, í Flekkudalsá á Fellsströnd, stundum veitt vel, stundum síður, en alltaf skemmt okkur konunglega með góðum hópi veiðifélaga. Í fyrra fengum við þó engan lax, enda afskaplega lítið vatn í ánni og hún afar heit. Nú sáum við að það var ennþá minna vatn en í fyrra – þetta yrði von- laust. Undrun okkar var því nokkur þegar við komum í veiðihúsið og sáum að þeir sem veiddu á undan okkur náðu þó sjö löxum á stangirnar þrjár, einkum í dýpstu hyljunum á neðsta svæði árinnar. Í þveránni Tunguá, sem venjulega gefur vænan hluta aflans, höfðu þó aðeins veiðst þrír laxar í allt sum- ar – það kom þó ekki á óvart enda rann hún varla. Haustlitir í þurru landinu Dalirnir voru eiginlega sviðnir. Djúpu grænu júlílitina vantaði í landið; fölgrænir, gulir og brúnir yfirgnæfandi í palettunni eins og undir haust. Enda rigndi ekkert þarna í júlí. Og við fréttum af því að laxar væru teknir að drepast í Borgarfjarðarám vegna súrefnisskorts. Ekki uppörvandi tíðindi. En veiðimenn eiga alltaf að vera vonglaðir og jákvæðir. Nei- kvæðir veiðimenn eiga ekki að koma nálægt veiðisvæðum – ef takan er treg er alltaf hægt að njóta náttúrunnar og þess að vera til. Þess vegna var stöngunum skipt á svæði og menn óskuðu hver öðrum góðs gengis. Við félagarnir byrjuðum neðst og í djúpum hyl undir háum kletti var svo sannarlega fjöldi laxa. Einhvern veginn hafði hann komist þangað – og kraftaverkin gerðust þegar sól lækkaði á lofti. Þá fékk hinn bandaríski félagi minn tvo í beit, ekki á smáflugur heldur á hálftommu Snældu í þýsku fánalitunum. „The Mighty Snælda!“ sagði hann hróð- ugur – enda hefur hann meiri trú á þeirri túpu en öllum öðrum flugum sem ég hef fengið hann til að leggja fyrir laxinn á liðnum árum. Mættur um morguninn Fyrra kvöldið leið og á meðan það var spjallað yfir gúllassúp- unni í veiðihúsinu var eitthvað að gerast úti á firðinum. Stór- streymt var og laxar voru á heimleið. Um morguninn fór það ekki á milli mála; ekkert hafði bæst í ána af vatni, en í veiði- stöðum sem ég hafði vaðið um kvöldið áður, til að læra betur inn á þá ef ég veiddi í þeim aftur, voru skyndilega komnir speg- ilgljáandi laxar. Fimmtán í einum, átta í öðrum, og á miðsvæð- iðu voru hyljir við Gullbrárfoss og Torfunesfoss stappaðir af ný- gengnum laxi. Tökuglöðum laxi! Þar var líka mun meira af stórum laxi en við höfum séð á liðnum árum. Og við nutum þess. Það var nánast ekkert vatn í ánni en laxinn náði samt að þoka sér áfram og dreifa sér um hylji – og hann tók flugur. Bæði smápöddur, númer 14 og 16, og Snældur. Vaktirnar fjórar gáfu okkur 16 laxa – og annað eins slapp, því tökurnar voru iðulega nettar. „Ég hélt þetta yrði vonlaust,“ sagði félaginn undrandi en ánægður þar sem við stóðum á brúnni og vorum að leggja af stað heim. Undir brúnni lágu nokkrir silfraðir laxar – og við vorum líka með laxa í bílnum. Þessi ferð sýndi okkur að þótt aðstæður virðist vonlausar, þá veit maður aldrei. Laxinn getur nefnilega tekið, þótt maður búist alls ekki við því. Veiðipistill Einar Falur Ingólfsson efi@mbl.is Vatnsleysi en ekki endilega tökuleysi Það er fallegt við Flekkudalsá en vatnið var ískyggilega lítið í ánni. Samt tók laxinn. Morgunblaðið/Einar Falur Inga Bachmann skartgripahönnuður og gull- smiður er hönnuður skemmtilegra silfurháls- mena, sem hún gerði í tilefni af Gay Pride. „Ég gerði svona hálsmen fyrir nokkru fyrir samkyn- hneigðan vin minn. Þannig kom hugmyndin upp- haflega til. Svo datt mér í hug að það væri tilvalið að gera nokkur men fyrir hinsegin dagana,“ segir hún en menin verða þó ekki aðeins til á tyllidög- um, heldur áfram. Inga, sem rekur verslunina Hringa við Laugaveg, hafði áður gert parahálsmen af þessu tagi nema þar var parið af sitthvoru kyn- inu. Hún segir menin hafa verið mikið seld sem morgungjöf. „Fólk virðist finna sig í þessum háls- menum.“ ingarun@mbl.is Hinsegin hálsmen –– Meira fyrir lesendur PANTAÐU AUGLÝSINGAPLÁSS Katrín Theódórsdóttir Sími: 569 1105 kata@mbl.is Þann 27. ágúst kemur út glæsilegt sérblað um Heilsu og lífsstíl sem mun fylgjaMorgunblaðinu þann dag. Í blaðinu verður kynnt fullt af þeimmöguleikum sem í boði eru fyrir þá sem stefna á heilsuátak og bættan lífstíl haustið 2010. MEÐAL EFNIS: Ný og spennandi námskeið í heilsuræktarstöðvum Hreyfing og líkamsrækt Hvað þarf að hafa í ræktina Andleg vellíðan Afslöppun Dekur Svefn og þreyta Mataræði Skaðsemi reykinga Hollir safar Fljótlegar og hollar uppskriftir Ásamt fullt af fróðleiksmolum og spennandi efni Heil sa o g líf sstí ll NÁNARI UPPLÝSINGAR GEFUR: Heilsa og lífsstíll PÖNTUNARTÍMI AUGLÝSINGA: Fyrir kl. 16, mánudaginn 23. ágúst.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.